Síða 1 af 1

USB3 minnislykill undarlega hægur

Sent: Mið 27. Feb 2013 14:14
af Xovius
Fékk mér 32GB USB3 lykil um daginn og hann er undarlega hægur... Virðist ekki fara yfir 35mb/s.
http://tolvutek.is/vara/silicon-power-m ... ykill-blar

Re: USB3 minnislykill undarlega hægur

Sent: Mið 27. Feb 2013 14:22
af worghal
Ertu ekki orugglega ad tengja i usb3 tengi ? :-k

Re: USB3 minnislykill undarlega hægur

Sent: Mið 27. Feb 2013 14:25
af Platon
Þú ert þá 100% á því að tengið í tölvuni sé USB3 líka

Ef svo er þá að komast í aðra tölvu sem er með USB3 sjá hvort vandamálið eltir lykillinn
Ef hann er eins í þeirri vél þá fara með hann í Tölvutek og fá þá til að prófa lykillinn til þess að þeir sjái að hann sé ekki að standast þau skilyrði sem honum eru sett og þá ættiru að fá lyklinum skipt út vegna galla

Re: USB3 minnislykill undarlega hægur

Sent: Mið 27. Feb 2013 14:32
af Gúrú
http://usbflashspeed.com/13894

http://i.imgur.com/NDPojeV.jpg

Þessir minnislyklar fara ekkert yfir það í skrifhraða.

Re: USB3 minnislykill undarlega hægur

Sent: Mið 27. Feb 2013 17:27
af KermitTheFrog
Þó lykillinn sé USB3 þá þýðir það ekkert automatically 100 MB/s.

USB3 lyklar eru eins misjafnir og þeir eru margir, sumir með hærri les-, sumir með hærri skrifhraða. Sumir ódýrari, sumir dýrari.