Síða 1 af 1
Get ekki tekið gögn af hörðum disk
Sent: Mán 25. Feb 2013 09:49
af Krissinn
Ég er með harðan disk sem er með Windows 7 ultimate og hann var í tölvu en ég skipti honum út fyrir stærri disk og núna þarf ég notendagögn af honum en ég hef ekki leyfi til að taka gögnin af honum í gegnum usb flakkara. Hef ekki möguleika á að setja hann sem aukadisk í tölvuna. Hvernig fer ég að þessu? Er til eitthvað forrit eða?
Re: Get ekki tekið gögn af hörðum disk
Sent: Mán 25. Feb 2013 09:59
af playman
Ættir að geta fært gögnin yfir á flakkara með linux, t.d. ubuntu live cd.
Gætir líka prófað að taka ownership af gögnunum og afrita svo, hérna er sínt hverninn þú gerir það
http://superuser.com/questions/239764/h ... windows-xp
Re: Get ekki tekið gögn af hörðum disk
Sent: Mið 27. Feb 2013 08:07
af mikkidan97
Ég er med svona "Take ownership" í hægri-smells valmyndinni. Thú getur bara googlad thad.
Sent from my GT-S5360 using Tapatalk 2
Re: Get ekki tekið gögn af hörðum disk
Sent: Mið 27. Feb 2013 09:19
af KermitTheFrog
Prófaðu að keyra chkdsk [drifið] /F