Síða 1 af 1

Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 13:18
af pulsar
Er að fara festa kaup á nýrri vél, ég ætla að fá mér Intel, hef alltaf verið intel maður, og það er ekkert að fara að breytast svo lengi sem þeir halda áfram að gera góða hluti,

Er að spá í þessu hérna, http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2177

Mér líst andskoti vel á hann, nema að ég er að velta fyrir ýmsu fyrir mér varðandi innihaldið,, það nefnilega kæmi mér ekkert á óvart að þeir séu að troða inn hlutum sem seljast kannski illa

Ég er að spá hvort aflgjafinn sé nógu góður, og örgjörvakælingin, svo er spurning með vinnsluminnið, ég hefði haldið að að 8gb ættu að vera feyki nóg?

Annars er ég nokkuð sáttur með allt annað, en endilega gefið álit á þessu, ég er nefnilega alveg til í að bæta nokkrum þúsund köllum við og vera þá með 120% vél :)

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 13:50
af Alex97
í hvað ætlarðu að nota vélina, ertu að fara að spila leiki og fara í mynd vinnslu eða bara að fara að spila leiki eða fara bara í myndvinslu

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 13:56
af pulsar
Ég hélt ég þyrfti nú ekki að taka það fram :),, en þetta er aðalega fyrir leikina

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:00
af Alex97
oki þá þarftu ekki i7 3770k fyrir leiki er 3570k alveg feiki nóg og það munar 20þús á þeim
og hvað er hámarks budgetið

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:04
af pulsar
ok, ekki yfir 300 kallinn

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:06
af Maniax
Alex97 skrifaði:oki þá þarftu ekki i7 3770k fyrir leiki er 3570k alveg feiki nóg og það munar 20þús á þeim
og hvað er hámarks budgetið


þetta er 3770 með locked multiplier, og munar því bara 10k.

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:10
af Alex97
já það er rétt vaar ekki búinn að sjá það en þá geturðu ekki over clockað svo ég myndi enþá taka 3570k

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:10
af Garri
Þessi vél er mjög svipuð leikjatölvunni sem ég setti saman síðla sumars 2012. Var reyndar með i5 2500k sem ég yfirklukkaði í 4.5Ghz og með gamlan Antec kassa P182, en með GTX 670 og síðan AsRock Extreme4 Z77 móðurborð sem hefur hlotið mjög góða dóma, sérstaklega í svona setteringu. Þessi er með 16GB sem kannski overkill, en minni er bara svo hræódýrt í dag að í raun ekkert að því að láta það með.. upp á framtíðina. Keypti mér reyndar mjög vandaðan PSU í þá vél SeaSonic X-850 full modular, enda ætla ég að hlaða í hana diskum og öðru skjákorti þegar nýrri leikir fara að berja á dyrum og 3ja skjá-a uppsetning meir en draumur í dós.

Keypti mér einmitt um daginn i7 3770, reyndar án k enda sýnist mér það varla forsvaranlegt að yfirklukka Ivy-Bridge vegna lélegs Thermal Paste á milli heat-sink og örgjörva. Sá örri kom mér annas verulega á óvart og mæli sterklega með honum.

Sýnist þú ekki vera svikinn af þessari tölvu fyrir leiki.

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 14:27
af Alex97
hér er smá hugmynd
Turnkassi: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-s1155- ... -modurbord
Örgjörvi: http://tolvutek.is/vara/intel-core-i5-3 ... rvi-retail
Móðurborð: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-s1155- ... -modurbord
Skjákort: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-gtx-68 ... -2gb-gddr5
Örgjörvakæling: http://tolvutek.is/vara/thermaltake-con ... -amd-intel
Vinsluminni: http://tolvutek.is/vara/mushkin-16gb-dd ... minni-cl11
SSD: http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-ocz-ssd-25-agility3
Harður diskur: http://tolvutek.is/vara/2tb-sata3-seaga ... dm001-64mb
Aflgjafi: http://tolvutek.is/vara/thermaltake-sma ... 20mm-vifta

Samtals 299.190kr og þeir hjá tölvutek ættu að geta sett þetta saman fyrir þig.

þetta er mjög svipað og hinn turnin fyrir utan það að:
Örgjörvin er ekki alveg eins góður og hinn en hann er alveg feiki nóg og það er hægt að over clocka hann einnig er örgjörva viftan góð í smá over clock.
Í staðin fyrir að vera bara með ssd þá ertu kominn með 120gb ssd fyrir stýrikerfi og liki og svo 2tb disk fyrir allt annað.
OG aðal munurinn er skjá kortið hér eru kominn með gtx 680 í stað gtx 670 sem að er soldið betra.

einnig ef að þú vilt aðins ódýrara þá er hægt að skipta út 680 kortinu fyrir 7970 http://tolvutek.is/vara/gigabyte-hd7970 ... -3gb-gddr5
Það kort rosa gott eftir að nýu amd driveranir komu út þá er það að out performa 680 kortið í sumu og þú ert að spara 15þús

Þetta er bara smá hugmynd hinn turnin er líka rosa flottur.

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 15:43
af darkppl
bíða eftir 7xx seríunni? það er ekki lángt í hana

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 15:51
af Alex97
darkppl skrifaði:bíða eftir 7xx seríunni? það er ekki lángt í hana


Það eru nú samt alveg nokkrir mánuðir í hana

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 16:25
af Davidoe
Ætlaru að yfirklukka örgjafan, ef ekki gætiru slakað á örgjafanum. Til dæmis væri i5-3330 ekki nóg fyrir leikjavél?
Svo kostar Cooler Master Hyper 212 Plus jafn mikið og sú sem er í pakkanum. En ætti að vera hljóðlátari á lægstu styllingu.
Sama með móðurborðið gætir fengið þér Gigabyte Z77X-D3H.
Aðeins betra skjákort GTX 680.
Og ef þú vilt einhvern geymslu disk þá ættu 2TB að redda því.
Annars er þetta sami kassin, svipað ef ekki sama geisladrifið, vinnsluminni, SSD, og svipaður aflgjafi.
Á 281.090.-

En ef þú vilt klukka örgjafan þá væri þetta svipaður pakki (nokkrum krónum ódýrari):

281.1.png
281.1.png (130.06 KiB) Skoðað 3083 sinnum

281.2.png
281.2.png (147.44 KiB) Skoðað 3083 sinnum


Persónulega tæki ég þennan með GTX670 kortinu, Noctua kælingunni og möguleikan á að fikta í örgjafanum. En báðir eru með auka hörðum diski fyrir geymslu.

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 17:00
af pulsar
Þakka fyrir svörin, ég skoða þetta ;)

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 18:53
af pulsar
Er að spá í að taka i5 3750K, hef ekki hugsað mér að yfirklukka en það er gott að hafa þann möguleika seinna meir,,

en sambandi með 7970 kortið, það kort er með 2048 cuda cores á meðan að 670 er með 1344, er það einhver sjáanlegur munur á þessum helstu leikjum í dag, eins og BF3, Crysis 3 t.d.. :-k

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 20:30
af Alex97
pulsar skrifaði:Er að spá í að taka i5 3750K, hef ekki hugsað mér að yfirklukka en það er gott að hafa þann möguleika seinna meir,,

en sambandi með 7970 kortið, það kort er með 2048 cuda cores á meðan að 670 er með 1344, er það einhver sjáanlegur munur á þessum helstu leikjum í dag, eins og BF3, Crysis 3 t.d.. :-k


Ég held að amd kortin séu ekki með cuda heldur bara nvidea væri samt gott ef eitthver gæti leiðrétt mig ef það er rangt

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Sun 24. Feb 2013 22:32
af vikingbay
Alex97 skrifaði:
pulsar skrifaði:Er að spá í að taka i5 3750K, hef ekki hugsað mér að yfirklukka en það er gott að hafa þann möguleika seinna meir,,

en sambandi með 7970 kortið, það kort er með 2048 cuda cores á meðan að 670 er með 1344, er það einhver sjáanlegur munur á þessum helstu leikjum í dag, eins og BF3, Crysis 3 t.d.. :-k


Ég held að amd kortin séu ekki með cuda heldur bara nvidea væri samt gott ef eitthver gæti leiðrétt mig ef það er rangt


Rétt ;)

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Mán 25. Feb 2013 13:52
af pulsar
Var að googla þetta, nVidia kallar þetta cuda cores en í rauninni er þetta stream processor, 3-5 ATi processors eru þá um 1 nVidia processor

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Fim 28. Feb 2013 18:12
af pulsar
Bömpa þráðinn fyrst ég er ekki enn búinn að fá svar við þessum spurningum ;)

any brains out there?

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Fim 28. Feb 2013 19:21
af Alex97
pulsar skrifaði:Bömpa þráðinn fyrst ég er ekki enn búinn að fá svar við þessum spurningum ;)

any brains out there?


hvaða spurningu ?

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Fim 28. Feb 2013 19:34
af pulsar
með aflgjafann, en ég held ég sé kominn með þetta

þakka fyrir hjálpina

Re: Nýr leikjaturn, smá aðstoð velþegin..

Sent: Fim 28. Feb 2013 19:47
af Alex97
ég myndi aldrei spara þegar þú kaupir aflgjafa þegar maður er með svona dýra hluti.