Síða 1 af 1

Skjákort fyrir Asus Striker Extream Móðurborð

Sent: Sun 24. Feb 2013 06:24
af Platon
Þetta er umrætt Móðurborð
Í henni eru 2 x Asus Geforce 8800GTS og þau því SLI-uð

Miðað við þessar upplýsingar sem eru gefnar upp á síðuni
Þá velti ég því fyrir mér hvort ég geti uppfært Skjákortin
eða er mér frekar ráðlagt að uppfæra vélina mína í heild ?

Re: Skjákort fyrir Asus Striker Extream Móðurborð

Sent: Sun 24. Feb 2013 11:15
af hjalti8
þar sem þú ert væntanlega með gamlan core2duo/quad örgjörva myndi ég uppfæra í i5/i7+mobo og svo gott skjákort. Annars er ekkert að þessu móðurborði sem kemur í veg fyrir að þú getir fengið þér glænýtt kort en þetta eru orðnir það gamlir örgjörvar að það borgar sig varla.

Re: Skjákort fyrir Asus Striker Extream Móðurborð

Sent: Sun 24. Feb 2013 15:48
af Daz
hjalti8 skrifaði:þar sem þú ert væntanlega með gamlan core2duo/quad örgjörva myndi ég uppfæra í i5/i7+mobo og svo gott skjákort. Annars er ekkert að þessu móðurborði sem kemur í veg fyrir að þú getir fengið þér glænýtt kort en þetta eru orðnir það gamlir örgjörvar að það borgar sig varla.


"Gamlir Core2Duo" eru ekki farnir að takmarka 8800 í SLI. Ekkert að því að kaupa sér nýtt skjárkort og uppfæra svo örgjörva móðurborð seinna. Færð líklega meira skammtíma performance útúr því að uppfæra skjákortið fyrst. 560 eða 660GTX eru held ég alveg örugglega þó nokkuð góð uppfærsla, fyrir svo utan að spara rafmagn og minnka hávaðann úr tölvunni.

Re: Skjákort fyrir Asus Striker Extream Móðurborð

Sent: Sun 24. Feb 2013 16:26
af hjalti8
Daz skrifaði:"Gamlir Core2Duo" eru ekki farnir að takmarka 8800 í SLI.


sagði það nú ekki, en jújú það er ekkert að því að uppfæra skjákortið fyrst bara ekki búast við wonders í hvaða leik sem er. Nýjir leikir í dag eru farnir að vera ansi cpu-intensive, eins og td crysis 3:


Mynd

Re: Skjákort fyrir Asus Striker Extream Móðurborð

Sent: Sun 24. Feb 2013 16:32
af Daz
hjalti8 skrifaði:
Daz skrifaði:"Gamlir Core2Duo" eru ekki farnir að takmarka 8800 í SLI.


sagði það nú ekki, en jújú það er ekkert að því að uppfæra skjákortið fyrst bara ekki búast við wonders í hvaða leik sem er. Nýjir leikir í dag eru farnir að vera ansi cpu-intensive, eins og td crysis 3:




Rétt. En það væri samt sniðugra frá peningasjónarmiðið að uppfæra bara skjákortið og sjá hvort það dugir næstu 1-2 árin. Það eru ekki allir leikjaspilara að spila nýjustu leikina eða í hæstu gæðunum.

Lang réttast í stöðunni væri að reyna að átta sig á hversu mikið maður vill eyða í skjákort, finna hvaða skjákort er "best" fyrir þann pening og sjá svo hvort til eru review eða almennar samanburðarupplýsingar sem gætu bent manni á hvort þessi uppfærsla er peninganna virði (5% performance gain í FPS er t.d. ekki eitthvað sem ég myndi kalla uppfærslu).