Síða 1 af 1
Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 21:00
af appel
Ég hef ekki keypt mér hdd í líklega 3 ár. Er núna að fara á stúfana og kaupa mér einn stóran disk, en mér til mikillar furðu er 2-3 tb diskar ENN þeir stærstu á markaðnum í dag, og verðið ansi hátt.
Mig minnir að ég hafi keypt mér 2 TB (sem er nú ónýtur) fyrir 3 árum og hann hafi kostað kannski 24 þús. Núna kostar hann 21 þús.
Ég hefði haldið að 5tb diskar ættu að vera komnir, en greinilegt að þessi geiri tölvutækninnar er búinn að drabbast doldið niður. Allir kaupa sér helst solid state, og svo hefur pc tölvu sala dregist mikið saman vegna snertiskjástækjanna.
Ætli við eigum nokkurn tímann eftir að sjá spinning 5tb diska? Held ekki.
Svo að lokum eftir allt vælið í mér

:
Hver eru bestu kaupin?
2TB Western Digital Green 19.750.-
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4650Seagate 2TB SATA3 5900RPM 64MB 003 DL 20.990
http://tl.is/product/seagate-2tb-sata3- ... 4mb-003-dl2TB Seagate SATA3 7200rpm 64MB 17.400.-
http://start.is/product_info.php?products_id=3521
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 21:08
af GuðjónR
Það er öll áherslan á SSD þessi misserin.
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 21:11
af worghal
verðin eru enþá skyhigh eftir þetta flóð.
skil ekki af hverju 1tb diskarnir eru ekki aftur komnir í ~10þús
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 21:29
af appel
worghal skrifaði:verðin eru enþá skyhigh eftir þetta flóð.
skil ekki af hverju 1tb diskarnir eru ekki aftur komnir í ~10þús
Já, ég er með 500gb diska sem ég ætla eiginlega bara að henda á haugana.... en svo sé ég að þeir eru enn nokkuð dýrir. Held að SSD sé að drepa HDD í verði, held að þar sem 500gb SSD kosti þetta mikið þá geti þeir hækkað verðið á 500gb HDD. 10k er kannski ekki mikill peningur, en 500gb er rosalega lítið og varla þess virði að setja slíkt í tölvuna sína.
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 21:33
af playman
Skondið, rétt eftir að ég var búin að lesa þennan þráð þá sá ég þetta hérna
http://9gag.com/gag/6629480?ref=fb.s
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 22:51
af FreyrGauti
Finnst nú eins og ég hafi lesið eitthversstaðar að HDD framleiðendur hefðu ákveðið að minnka framleiðsluna til að halda verðinu uppi, græða meira.
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 23:19
af chaplin
Voru ekki kínverjarnir búnir að eigna sér e-h ákveðinn málm sem er notaður til að gera þessa hefbundnu HDD?
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fim 21. Feb 2013 23:22
af Stuffz
Flóðin þarna í Thailandi haustið 2011 settu strik í reikninginn.
2tb diskar voru að seljast ódýrast fyrir undir 15 þús fyrir flóðin, jafnvel einstaka skammtíma tilboð á allt að 12þús.
ekki að ég trúi því að þau hafi raunverulega haft svona mikil áhrif, frekar að framleiðendur hafi notað sér aðstæður til að hægja á hraðanum, enda voru ódýrustu hörðu diskarnir farnir að vera óttalegt drasl IMO, ég á nú bara eitthvað þrjá 1tb diska sem hafa bilað hjá mér, aldrei átt jafn marga bilaða diska, vanalega farið vel með þá og átt lengi, á svona a.m.k fjóra af hverju, 200gb, 320gb, og 500gb diskum sem virka ennþá, keypti samtals fjóra 1tb og af þeim er bara einn sem virkar.
Minnir mann á þegar Vinnsluminnin ruku upp í verði hérna fyrir tíu árum síðan ef mig minnir rétt vegna eitthverra jarðskjálfta var sagt.
Ástæðan fyrir að maður hafði ekki keypt sér 2tb diska fyrir flóðin í Thailandi og heimshækkunnina í kjölfarið var einmitt vegna þess hve illa maður hafði brennt sig á þessum 1tb.
sem betur fer hafa þessir 2tb diskar sem maður á núna ekki bilað, enda alltaf meira of meira af gögnum sem maður er að tapa þegar þessir bölvaðir diskar bila


Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 00:46
af Stuffz
appel skrifaði:worghal skrifaði:verðin eru enþá skyhigh eftir þetta flóð.
skil ekki af hverju 1tb diskarnir eru ekki aftur komnir í ~10þús
Já, ég er með 500gb diska sem ég ætla eiginlega bara að henda á haugana.... en svo sé ég að þeir eru enn nokkuð dýrir. Held að SSD sé að drepa HDD í verði, held að þar sem 500gb SSD kosti þetta mikið þá geti þeir hækkað verðið á 500gb HDD. 10k er kannski ekki mikill peningur, en 500gb er rosalega lítið og varla þess virði að setja slíkt í tölvuna sína.
Fáðu þér svona:

(straumbreytirinn er ekki á myndinni)
Þrælsniðugt, er með svona sjálfur.
gerir alla þessa gömlu diska manns að fínum utanályggjandi backup diskum, styður 2.5" og 3.5" Sata og IDE diska.
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 01:36
af Eiiki
Verum nú rólegir hérna. Þetta virðist nú allt vera búið að vera á ágætu róli miðað við lögmál Kryder's líkt og myndin hér að neðan sýnir.

En skv. myndinni þá eigum við að fá að sjá 10 TB diska um 2015... og tæplega 100 TB um 2020

Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 01:41
af rango
Eiiki skrifaði:Verum nú rólegir hérna. Þetta virðist nú allt vera búið að vera á ágætu róli miðað við lögmál Kryder's líkt og myndin hér að neðan sýnir.
En skv. myndinni þá eigum við að fá að sjá 10 GB diska um 2015... og tæplega 100 GB um 2020

Littli OCD kallinn inn í hausnum á mér benti mér á að segja þér að þú hafir mögulega verið að tala um stærð í TB frekar enn GB.

Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 01:42
af Eiiki
rango skrifaði:Eiiki skrifaði:Verum nú rólegir hérna. Þetta virðist nú allt vera búið að vera á ágætu róli miðað við lögmál Kryder's líkt og myndin hér að neðan sýnir.
En skv. myndinni þá eigum við að fá að sjá 10 GB diska um 2015... og tæplega 100 GB um 2020

Littli OCD kallinn inn í hausnum á mér benti mér á að segja þér að þú hafir mögulega verið að tala um stærð í TB frekar enn GB.

Hah, my bad!
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 01:49
af gardar
appel skrifaði:Ég hef ekki keypt mér hdd í líklega 3 ár. Er núna að fara á stúfana og kaupa mér einn stóran disk, en mér til mikillar furðu er 2-3 tb diskar ENN þeir stærstu á markaðnum í dag, og verðið ansi hátt.
Það eru nú komnir 4tb diskar...
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 07:45
af bulldog
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 08:57
af vesley
Flestir framleiðendur nýttu sér þessi flóð til að láta mekanísku diskana deyja út á aðeins fljótari hátt en hann hefði gert.
Verðið á þessum 4TB er t.d. algjört rugl.
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 09:29
af appel
Eiiki skrifaði:Verum nú rólegir hérna. Þetta virðist nú allt vera búið að vera á ágætu róli miðað við lögmál Kryder's líkt og myndin hér að neðan sýnir.

En skv. myndinni þá eigum við að fá að sjá 10 TB diska um 2015... og tæplega 100 TB um 2020

Graphið sýnir greinilega hvenær blómatími HDD var, þ.e. 1996-2005.
Ég man eftir 1-2 gb diskunum kringum 1996. Fimm árum síðar, 2001, gat maður keypt sér 120gb diska. Það er dágott stökk, úr 1-2 gb í 120gb, eða 100x á 5 árum.
Fyrir 5 árum voru 500gb málið, í dag eru 2tb diskar málið. Þetta er aðeins fjórföldun (4x).
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 19:42
af Stuffz
vesley skrifaði:Flestir framleiðendur nýttu sér þessi flóð til að láta mekanísku diskana deyja út á aðeins fljótari hátt en hann hefði gert.
Verðið á þessum 4TB er t.d. algjört rugl.
Já það má eiginlega segja að það urðu ákveðin vatnaskil milli SSD og HDD í kjölfar flóðanna

appel skrifaði:...
Graphið sýnir greinilega hvenær blómatími HDD var, þ.e. 1996-2005.
Ég man eftir 1-2 gb diskunum kringum 1996. Fimm árum síðar, 2001, gat maður keypt sér 120gb diska. Það er dágott stökk, úr 1-2 gb í 120gb, eða 100x á 5 árum.
Fyrir 5 árum voru 500gb málið, í dag eru 2tb diskar málið. Þetta er aðeins fjórföldun (4x).
Ég man eftir fyrsta HDD sem ég fékk, WD Bigfoot 5.1/4", 2.4Gb hahahah það var sko stór diskur.. physically speaking

Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 21:44
af Garri
Fyrsti diskurinn minn var annaðhvort 10 eða 20megabæt.. man bara að hann var rándýr andskoti!
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 21:51
af GuðjónR
Garri skrifaði:Fyrsti diskurinn minn var annaðhvort 10 eða 20megabæt.. man bara að hann var rándýr andskoti!
Minn fyrsti var 512mb og þótti riiiisastór!
Var með win 3.1 að mig minnir, átti það á floppy. Skorti aldrei pláss á HDD enda risastór diskur

Næsti var 1024mb og sá þriðji var 80GB ...það var stökk!
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Fös 22. Feb 2013 22:06
af appel
Minn fyrsti var... hmm... 10 MBytes diskur í IBM XT tölvu:

10 MBytes er feikinóg í raun. Getur komið fyrir 2441 leikjum sem eru 4kb að stærð:
http://www.java4k.com
Re: Vá hvað er lítil þróun í hdd
Sent: Lau 23. Feb 2013 00:26
af tanketom
Málið er þannig að það er langt síðan að það var gert 100TB disk, þeir eru einfaldlega að skammta markaðinn, þeir notuðu sér flóði sem ''afsökun'' og geta þessvegna hækkað verðið í öllu valdi, auðvitað hafði þetta einhver áhrif en það ætti að vera löngu yfirstaðið og það hefði ekki átt að hækka diska svona mikið