Er að leita mér að forriti sem að skynjar að usb lykill hefur verið settur í, afritar svo gögnin inná hann og ejectar svo
lyklinum og bíður svo eftir næsta.
Það hlítur einhver hafa búið til svona forrit


Televisionary skrifaði:Hversu mikið af gögnum ertu að skrifa í GB c.a. ? Ef þú myndir t.d. gera þetta undir Linux þá fá jaðartækin alltaf sama "device ID" og þú ættir að geta "mountað" þau sjálfkrafa eða í gegnum skrift og afritað gögnin og svo keyrt ferli sem athugar hvort að gögnin séu í lagi (md5sum t.d.).
Ég sé þetta fyrir mér c.a. svona:
a) USB lykli stungið í.
b) skrifta ræst og hún sér hvort að öll tækin séu á sínum stað.
c) gögnin skrifuð og yfirfarin
d) keyrð skipun sem "ejectar öllum USB lyklunum"
e) tekur næsta bunka af lyklum og ferð aftur í a)
Ég myndi gera þetta með 2 x powered USB höbbum eða fleiri þetta fer eftir því hversu hátt þú verðmetur tíma þinn.
Það er sjálfsagt hægt að gera þetta undir Windows en ég nota Windows ekki að staðaldri. En forritið sem var bent á hér á undan tekur "image" skrá af lyklinum þannig að ef gögnin þín væru t.d. 500 MB en USB lykilinn 4 GB þá værirðu að skrifa 4GB í hvert einasta skipti í stað 500MB. Þannig að þú værir að eyða tíma í að skrifa 3.5 GB á hvern einasta USB lykil þegar þú þyrftir þess ekki.
Haukur skrifaði:er þetta ekki málið http://systembash.com/content/copy-file ... nd-easily/
Televisionary skrifaði:Ég skrifaði skriftu hérna áðan fyrir Linux, ég er ekki alveg ánægður með hana get kíkt á hana um og eftir kvöldmat ef þú vilt og klárað hana og póstað link á hana, hún býr til x margar möppur ef þær eru ekki til fyrir USB lyklana. Hún afritar allt með .pdf skjölum og tekur md5sum af skjölunum sem þú afritaðir og frumritinu og svo geturðu tekið lykilinn út og byrjað aftur.
Láttu bara vita. Þú getur bara ræst upp af Live CD með linux og gert þetta ef þú hefur ekki Linux vél aðgengilega.
playman skrifaði:Televisionary skrifaði:Ég skrifaði skriftu hérna áðan fyrir Linux, ég er ekki alveg ánægður með hana get kíkt á hana um og eftir kvöldmat ef þú vilt og klárað hana og póstað link á hana, hún býr til x margar möppur ef þær eru ekki til fyrir USB lyklana. Hún afritar allt með .pdf skjölum og tekur md5sum af skjölunum sem þú afritaðir og frumritinu og svo geturðu tekið lykilinn út og byrjað aftur.
Láttu bara vita. Þú getur bara ræst upp af Live CD með linux og gert þetta ef þú hefur ekki Linux vél aðgengilega.
kærar þakkir fyrir það.
Ég er með vél hérna sem ég hent ubuntu uppá, þannig að það er ekkert mál.
En ekkert stress, ég hef enþá smá tíma fyrir þetta
en skriftan ejectar lyklunum er þaggi?
er eitthvað loop á henni, eða þarf að ræsa hana fyrir hvern lykil/afrit?
playman skrifaði:kærar þakkir fyrir það.
Ég er með vél hérna sem ég hent ubuntu uppá, þannig að það er ekkert mál.
En ekkert stress, ég hef enþá smá tíma fyrir þetta
en skriftan ejectar lyklunum er þaggi?
er eitthvað loop á henni, eða þarf að ræsa hana fyrir hvern lykil/afrit?

Gislinn skrifaði:playman skrifaði:kærar þakkir fyrir það.
Ég er með vél hérna sem ég hent ubuntu uppá, þannig að það er ekkert mál.
En ekkert stress, ég hef enþá smá tíma fyrir þetta
en skriftan ejectar lyklunum er þaggi?
er eitthvað loop á henni, eða þarf að ræsa hana fyrir hvern lykil/afrit?
Kudos til Televisionary fyrir að skrifa þetta fyrir þig.

Stuffz skrifaði:150 phew
vona að þú hafir fengið lyklana á góðum prís.