Það eru til ýmsar útfærslur á Raid. Raid-3, Raid-4 osfv.
Þessi sem ég lýsti er kannski ekki til, ekki viss, en engu að síður útgáfa sem gæti mjög auðveldlega virkað, það er þá, með þrjár jafnstórar partion-ir.
Hér er mynd sem ég rissaði upp. Fyllti bara upp í fjóra bita, high to low sem sýnir allar mögulegar kombinsjónir á mögulegum bitasamsetningum tveggja diska.

- Raid.png (10.03 KiB) Skoðað 1596 sinnum
Efst hólfið gæti verið ákveðin staðsetning á diski númer 1
Næsta hólf gæti verið staðsetning á diski númer 2
Þriðja hólfið er þá parity diskurinn.
Þannig þegar ritað er á disk 1 og disk 2, þá mundi kontrólerinn afrita XOR niðurstöðuna á speglaða staðsetningu á disk númer 3.
Menn geta leikið sér að því að finna út bitana með því að þurka út efsta eða næst efsta. Ef þriðji diskurinn fer, þá þarf bara að byggja parity-diskinn aftur.
Tökum dæmi. Diskur eitt skemmist. Einhver X biti XOR 0 gefur 0, aðeins 0 XOR 0 gefur 0. einhver X biti XOR 0 gefur 1, aftur aðeins 1 XOR 0 gefur 1, nú þriðji möguleikinn er, einhver X biti XOR 1 gefur 1, aftur aðeins 0 XOR 1 gefur 1, loks einhver X biti XOR 1 gefur 0 og aðeins 1 XOR 1 gefur 0
Hér er XOR taflan
0 XOR 0 = 0
1 XOR 0 = 1
0 XOR 1 = 1
1 XOR 1 = 0
Væri gaman að vita hvort einhverjir grúskarar viti hvort það sé til RAID kontróller sem býður upp á þessa samsetningu, gæti verið mjög praktískt.