Síða 1 af 1

raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 18:17
af bulldog
Sælir félagar.


ég er að hugsa um að setja 3 tb diska upp í raid hvernig er það gert ? er ég þá ekki að fórna einum 3 tb disk fyrir heildina ? endilega útskýra fyrir mér muninn á raid 0 og raid 1 ef einhver hefur tíma :)

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 18:23
af Heidar222

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 18:27
af Haxdal
Mynd

Raid 0 : Diskarnir virka einsog einn diskur, mjög hraðvirkt þar sem gögn fara á báða diskana oft á sama tíma. Gallinn er að ef einn diskur bilar þá missirðu öll gögnin.
Raid 1 : Gögnin á Disk 1 er speglað á Disk 2, ef annar diskurinn deyr þá eru samt gögnin öll til staðar.
Raid 5 : Oftast notað fyrir 3-4 diska, þá er parity strípað á alla diskana og Raidið þolir að einn diskur deyji, s.s. ekkert gagnatap.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 18:28
af Tiger
Hvað ertu með marga diska í þetta?

Raid 0 er í einföldun þannig að tölvan skrifar helming á hvorn disk og er því 2x fljótari af því en á einn disk (eins og þú ert 2x fljótari að sjúga upp sjeik með 2 rörum en einu). En gallinn er að ef annar diskurinn gefur sig tapast öll gögn. Og basicly er Raid0 ekki Raid í bókstaflegri merkingu

Ef þú ert með Raid1 þá skrifar tölvan sömu gögn á báða diskana, þannig að skrifhraði er sá sama og ef þú værir með einn disk, en ef einn diskur gefur sig þá hefuru alltaf backup á hinum. Leshraði er eitthvað hraðari en af einum disk, bara ekki klár á því hve mikið.

Raid10 (ég er með 8x diska í svoleiðis). Þá blandaru í raun saman Raid0 og Raid1. Færð hraðan + öryggið.

En þetta er bara stiklað á stóru og engan vegin tæmadi upplýsingar, en svona basic-ið.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 19:13
af Garri
Ef ég man þetta rétt þá minnir mig að það sé hægt að nota þrjá diska. Tveir eru notaðir eins og ef um einn disk er að ræða, það er, helmingurinn fer á einn diskinn og hinn á annan, þriðji er síðan e.k. parity check en samt þannig að þótt diskur 1 eða 2 deyi, þá er hægt að byggja gögnin á þeim aftur út frá parity disknum. Ef parity diskurinn fer, þá eru gögnin auðvitað á sínum stað en nauðsynlegt að byggja upp þann disk aftur.

Þetta system er semsagt blanda af raid-0 og raid-1, færð bæði öryggi og hraða.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 19:50
af Haxdal
Fann líka myndir sem lýsir þessu myndrænt.

Þegar talað er um Parity, þá er parity notað til að reikna út gögn sem hafa tapast, mætti segja að það sé öryggisafritið.

Mynd
Raid 0 : Gögnin (A) er dreift á báða diskana. Ef einn diskurinn deyr, þá ertu bara með helminginn af gögnunum og þar sem gögnunum er skipt í helming einsog Tiger benti á þá ertu bara með "hálft" af öllu og þar með muntu ekki getað notað neitt af gögnunum þínum. Þú getur notað allt plássið á diskunum. xGB + xGB = 2xGB...

Mynd
Raid 1 : Gögnin (A) er speglað á báða diskana. Ef annar diskurinn deyr þá ertu samt með hinn diskinn sem inniheldur öll gögnin. Þú getur bara notað helminginn af diskaplássinu. xGB = xGB

Mynd
Raid 5 : Gögnin (A,B,C og D) eru bútuð niður í <Heildarfjöldi diska> mínus 1 (A1, A2 og A3, B1, B2, B3 .. etc) og þeim skipt jafnt á alla diskana og svo er reiknaður út einn bútur sem fer á síðasta diskinn (Ap, Bp etc...), þessi reiknaði bútur kallast parity og útfrá honum er hægt að endurheimta gögn ef ein diskurinn skyldi deyja. Þú getur notað allt diskaplássið mínus 1 diskapláss sem færi undir Paritybútana. xGB + xGB + xGB + xGB - xGB = 3xGB. Það þurfa ekki endilega að vera 4 diskar í Raid5 stæðu, geta verið eins margir og þú vilt.

Svo er til Raid 6 sem er í raun bara Raid 5 nema í staðinn fyrir 1 parity bút þá eru þeir 2 svo þannig raid þolir að missa 2 diska án þess að gögn tapist.

Og Raid 10 þá er diskunum skipt niður í 2(eða fleiri) grúppur af diskum sem eru Raid 1 og svo er búið til Raid 0 úr þeim grúppum, þannig fæst hraðinn úr raid 0 með öryggisfídusum raid1.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 23:16
af Garri
Það eru til ýmsar útfærslur á Raid. Raid-3, Raid-4 osfv.

Þessi sem ég lýsti er kannski ekki til, ekki viss, en engu að síður útgáfa sem gæti mjög auðveldlega virkað, það er þá, með þrjár jafnstórar partion-ir.

Hér er mynd sem ég rissaði upp. Fyllti bara upp í fjóra bita, high to low sem sýnir allar mögulegar kombinsjónir á mögulegum bitasamsetningum tveggja diska.

Raid.png
Raid.png (10.03 KiB) Skoðað 1596 sinnum


Efst hólfið gæti verið ákveðin staðsetning á diski númer 1
Næsta hólf gæti verið staðsetning á diski númer 2
Þriðja hólfið er þá parity diskurinn.

Þannig þegar ritað er á disk 1 og disk 2, þá mundi kontrólerinn afrita XOR niðurstöðuna á speglaða staðsetningu á disk númer 3.

Menn geta leikið sér að því að finna út bitana með því að þurka út efsta eða næst efsta. Ef þriðji diskurinn fer, þá þarf bara að byggja parity-diskinn aftur.

Tökum dæmi. Diskur eitt skemmist. Einhver X biti XOR 0 gefur 0, aðeins 0 XOR 0 gefur 0. einhver X biti XOR 0 gefur 1, aftur aðeins 1 XOR 0 gefur 1, nú þriðji möguleikinn er, einhver X biti XOR 1 gefur 1, aftur aðeins 0 XOR 1 gefur 1, loks einhver X biti XOR 1 gefur 0 og aðeins 1 XOR 1 gefur 0

Hér er XOR taflan

0 XOR 0 = 0
1 XOR 0 = 1
0 XOR 1 = 1
1 XOR 1 = 0

Væri gaman að vita hvort einhverjir grúskarar viti hvort það sé til RAID kontróller sem býður upp á þessa samsetningu, gæti verið mjög praktískt.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 23:34
af Haxdal
Garri er að lýsa Raid 3 .. sem er sjaldgæf útfærsla því það er impractical og ég stórlega efast um að það sé auðfáanlegir hardware controllerar sem bjóða uppá raid3. Algengustu hardware controllerarnir styðja Raid 0, 1, 5 og svo er 10 farið að verða algengara en það var áður fyrr.

Algengasta formið fyrir 3ja diska Raid stæðu er Raid 5 .. þar ertu með Block level striping sem er dreift á alla diskana í raidinu svo það er ekkert bottleneck á einhverjum einum parity disk.

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Þri 12. Feb 2013 23:38
af Garri
Hvers vegna viltu meina að þetta sé óhagkvæm settering?

Færð hraðan úr Raid 0 og öryggið úr Raid 1 fyrir aðeins einn disk meir!

Re: raid með 3 tb diskum

Sent: Mið 13. Feb 2013 00:06
af Haxdal
óhagkvæmninni er lýst ágætlega á wikipedia greininni um Raid3.

One of the characteristics of RAID 3 is that it generally cannot service multiple requests simultaneously. This happens because any single block of data will, by definition, be spread across all members of the set and will reside in the same location. So, any I/O operation requires activity on every disk and usually requires synchronized spindles.
[..]
The requirement that all disks spin synchronously, aka lockstep, added design considerations to a level that didn't give significant advantages over other RAID levels, so it quickly became useless and is now obsolete.[5] Both RAID 3 and RAID 4 were quickly replaced by RAID 5.[7] RAID 3 was usually implemented in hardware, and the performance issues were addressed by using large disk caches