Síða 1 af 1

2 Skjáir - böggur

Sent: Sun 10. Feb 2013 19:59
af joishine
Heyrðu er með smá vandamál, vonandi er þetta réttur staður.

Þetta lýsir sér þannig að ég er með 32" TV tengt við tölvuna með VGA tengi og svo er skjárinn minn bara tengdur með DVI tengi. Allt flott og fínt, bara með einn teigðan skjá í raun og kærastan horfir mikið á þætti á TV á meðan ég leik mér í tölvunni og það hefur alltaf verið ekkert mál. Er hinsvegar að lenda í því núna að ef ég kveiki á leikjum sem taka fullscreen á skjánum þá stoppast videoið á sjónvarpinu en hljóðið heldur áfram, bara eins og myndin frjósi og ég þarf að smella músinni til að fá VLC virkt en þá skjótast leikirnir á desktop og video fer í gang. Þannig ég get aldrei spilað leiki og kæró horft á þætti :/ ?

Einhver stilling eða e-ð sem þarf að gera ? Þetta gekk á gömlu vélinni no problem bara, núna er þetta mjög spes e-ð, tölvan á LÉTTILEGA að höndla að keyra VLC og svo leiki.

Endilega ef menn vita e-ð sem hægt er að gera skjótið því á mig.

p.s er einnig að lenda í spes vandamáli þegar ég er að spila CS:GO sem er þannig að leikurinn skýtur sér algjörlega random niður á desktop, engin error, ekkert að popup eða neitt, bara skýtur á desktop og ég þarf að negla honum aftur upp og það er bara nákvæmlega eins og ég hafi alt-tabað :/

Re: 2 Skjáir - böggur

Sent: Sun 10. Feb 2013 20:04
af playman
hvaða stýrikerfi ertun með? það vantar meyra af upplísingum.
ekki vera með skjáin "teigðan" notaðu dualscreen, þá ætti vlc vesenið að lagast.

Re: 2 Skjáir - böggur

Sent: Mán 11. Feb 2013 00:40
af joishine
Er með Windows 7 Ultimate

Tölvan er

i5 3570k
GeForce 560Ti
8 gb RAM

Ég þarf helst að hafa teigðan desktop þar sem ég þarf að geta verið með leik á skjánum en þætti og shit á TV.

Re: 2 Skjáir - böggur

Sent: Mán 11. Feb 2013 05:53
af Oak
Ég nota XBMC í staðin fyrir VLC og þetta virkar fínt hjá mér. Er að vísu með win 8 en held að það eigi ekki að skipta miklu máli. Virkaði minnir mig líka á win 7.

Re: 2 Skjáir - böggur

Sent: Mið 13. Feb 2013 16:44
af joishine
agh, er orðinn andskoti háður VLC :/

Búinn að finna út samt að þetta er hann þar sem þetta var í lagið með winamp.

Prófa að setja upp 64bit VLC og sjá hvað gerist. Er XBMX góður player annars ? Sé marga tala um XBMC stöðvar og e-ð.

Annars er þessi alt-tab galli ennþá meira pirrandi og ég er farinn að sjá hann gerast í hverju sem er, ef ég er að horfa á fullscreen video þá allt í einu kemur taskbar inná skjáinn, leikir skjótast niður og etc. Veit einhver um leið til að finna út hvað er að valda þessu ...