Síða 1 af 1

USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 15:59
af Danni V8
Jæja. Ég var að setja upp nýja tölvu og þurfti að ná í gögn úr gömlu tölvunni.

Til þess notaði ég 64gb USB lykil sem ég á til hérna. Fyrst tengdi ég hann í gömlu tölvuna og náði í gögnin, síðan tengdi ég í nýju tölvuna og byrjaði að færa gögnin á milli.

Eftir ca. 1/4 af transferinu þá kom error sem sagði að það væri ekki hægt að halda áfram útaf "unknown error". Og ég tók eftir því að USB lykillinn kom ekki lengur upp í My Computer.

Hann kemur upp í Disk Management en það stendur bara No Media við hann.

Ég prófaði hann í tveim öðrum tölvum og einum sjónvarpsflakkara og hann kemur upp eðlilega allstaðar annarstaðar en í minni tölvu. Ég er líka búinn að prófa önnur USB port á tölvunni minni en það hefur ekkert að segja.

Hvað gæti valdið þessu?

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 16:07
af Plushy
Prófa að reinstalla USB Driver?

Annars ætti þetta að vera ábyrgð ;)

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 16:24
af beatmaster
Prufa að setja hann í samband, uninstall-a hann í device manager og taka hann svo úr sambandi og setja hann aftur í samband

Gæti virkað ef að hann virkar í öðrum tölvum en ekki þinni, er hann annars tengdur í USB3 port í þinni og líka í USB3 port í þeim vélum sem að hann virkar í?

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 17:07
af Danni V8
beatmaster skrifaði:Prufa að setja hann í samband, uninstall-a hann í device manager og taka hann svo úr sambandi og setja hann aftur í samband

Gæti virkað ef að hann virkar í öðrum tölvum en ekki þinni, er hann annars tengdur í USB3 port í þinni og líka í USB3 port í þeim vélum sem að hann virkar í?


Hef prófað bæði USB 3 og USB 2 port í minni tölvu, en bara USB 2 port í öðrum tækjum.

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 17:11
af mundivalur
Gallað ! að vísu er ég bara búinn að lenda í þessu með usb 2 kubb !

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 18:26
af Stuffz
hvar keypturðu þennan lykil?

fullt af noname fake capacity drasli t.d. á ebay, bæði kort og usb lyklar.

það drasl sýnir fullt af plássi inná en þegar ert búinn að copera x mikið inná þá faila þeir, því þetta eru í raun fake miklu minni kort eða gallaðar einingar frá verksmiðjum sem lenda í noname umbúðum í staðinn fyrir ruslahaugana, oft með lággæða blurry áprentun eða annarskonar cheap merkingu.

keypti fyrir nokkrum mánuðum svona 3x 32gb microsd kort
hérna er mynd sem ég útbjó og sendi seljandanum eftir að ég fann út að væru fake
http://oi45.tinypic.com/2gu9lxj.jpg
fékk þau endurgreidd prontó, seljandinn vissi ekki betur eða a.m.k. sagði það.

EDIT: svo líka stundum fake name brand dót

ég keypti 128gb fake usb drif fyrir ári síðan fake kingston drif, vissi að það var fake afþví framleiðandinn var að selja það á $500 en seljandinn á ebay á eitthvað $25, og auðvitað var það fake enda hætti að virka eftir að ég var búinn að copera eitthvað 1-2gb á þetta rosa hægvirka fake 128gb kingston usb drif.

ég setti mig í samband við eitthvern gaur hjá Kingston sem ég fann email addressu hjá og tilkynnti honum um þessi fake drif og nokkrum dögum seinna voru þau öll púff gufuð upp af ebay færra drasl þarna úti fyrir vikið.

Mynd

og nei ég er ekki að stunda þetta enda vinn ekki við þetta bara gott að gera prófanir á hvaða meðulum neytandinn getur beitt.

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 18:34
af Danni V8
Hann var keyptur á Amazon fyrir nokkrum árum. Hann er alveg 64gb, búið að fylla hann nokkrum sinnum :D

Heitir Sandisk Ultra Backup 64gb.

En ég fann aðra lausn á þessu, notaði bara HDD flakkara, nenni ekki að laga þennan USB lykil.

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 20:38
af roadwarrior

Re: USB 3 lykill hætti allt í einu að virka

Sent: Þri 05. Feb 2013 22:41
af Stuffz
Danni V8 skrifaði:Hann var keyptur á Amazon fyrir nokkrum árum. Hann er alveg 64gb, búið að fylla hann nokkrum sinnum :D

Heitir Sandisk Ultra Backup 64gb.

En ég fann aðra lausn á þessu, notaði bara HDD flakkara, nenni ekki að laga þennan USB lykil.



So much for "Ultra Backup" :Þ