USB 3 lykill hætti allt í einu að virka
Sent: Þri 05. Feb 2013 15:59
Jæja. Ég var að setja upp nýja tölvu og þurfti að ná í gögn úr gömlu tölvunni.
Til þess notaði ég 64gb USB lykil sem ég á til hérna. Fyrst tengdi ég hann í gömlu tölvuna og náði í gögnin, síðan tengdi ég í nýju tölvuna og byrjaði að færa gögnin á milli.
Eftir ca. 1/4 af transferinu þá kom error sem sagði að það væri ekki hægt að halda áfram útaf "unknown error". Og ég tók eftir því að USB lykillinn kom ekki lengur upp í My Computer.
Hann kemur upp í Disk Management en það stendur bara No Media við hann.
Ég prófaði hann í tveim öðrum tölvum og einum sjónvarpsflakkara og hann kemur upp eðlilega allstaðar annarstaðar en í minni tölvu. Ég er líka búinn að prófa önnur USB port á tölvunni minni en það hefur ekkert að segja.
Hvað gæti valdið þessu?
Til þess notaði ég 64gb USB lykil sem ég á til hérna. Fyrst tengdi ég hann í gömlu tölvuna og náði í gögnin, síðan tengdi ég í nýju tölvuna og byrjaði að færa gögnin á milli.
Eftir ca. 1/4 af transferinu þá kom error sem sagði að það væri ekki hægt að halda áfram útaf "unknown error". Og ég tók eftir því að USB lykillinn kom ekki lengur upp í My Computer.
Hann kemur upp í Disk Management en það stendur bara No Media við hann.
Ég prófaði hann í tveim öðrum tölvum og einum sjónvarpsflakkara og hann kemur upp eðlilega allstaðar annarstaðar en í minni tölvu. Ég er líka búinn að prófa önnur USB port á tölvunni minni en það hefur ekkert að segja.
Hvað gæti valdið þessu?