Síða 1 af 1

Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 19:24
af Moquai
Er með Sennheiser HD598 sem ég er búinn að eiga kannski í svona ár núna.
Mynd
Hef tekið eftir sumum hljóðum sem koma þegar ég er t.d. að spila youtube myndbönd eða eitthvað slíkt.
Ef ég reyni að koma með lýsingu á hljóðinu þá er þetta eins og svona þegar þú ert með bassabox í bíl eða eitthvað og það er ekki alveg að höndla bassann og það kemur svona truflað thump hljóð?
Veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þessu.

Er búinn að reyna útiloka að þetta sé ekki bara hljóðkortið með því að tengja þetta í móðurborðið en fæ sömu niðurstöður.

Any tips?

Edit : Þessar truflanir koma alltaf þegar ég fæ t.d. message á facebook.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 19:44
af GuðjónR
Prófaðu þau í öðrum græjum, er sjálfur með svona og þau eru með perfect hljóm.
Ef þau eru "rifin" í öðrum græjum þá hljómar þetta eins og þú sért búinn að sprengja þau.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 19:52
af Moquai
GuðjónR skrifaði:Prófaðu þau í öðrum græjum, er sjálfur með svona og þau eru með perfect hljóm.
Ef þau eru "rifin" í öðrum græjum þá hljómar þetta eins og þú sért búinn að sprengja þau.


Ef þau eru sprungin eru þau þá ekki lengur í ábyrgð?

Finnst frekar leiðinlegt að eyða 40þ í heyrnartól og svo springa þau.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 20:42
af Squinchy
kíkja með þau í umboðið og fá að tengja þetta við headphone ampinn sem þeir hafa þarna

Hvernig hljóðkort ertu að nota til að keyra þessi?

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 20:54
af Moquai
Squinchy skrifaði:kíkja með þau í umboðið og fá að tengja þetta við headphone ampinn sem þeir hafa þarna

Hvernig hljóðkort ertu að nota til að keyra þessi?


Er með Asus Xonar DG. Þetta fer líka í rugl þegar ég er með þetta tengt í móðurborðið.

Hverjir eru með Sennheiser umboðið?

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 20:56
af worghal
Moquai skrifaði:
Squinchy skrifaði:kíkja með þau í umboðið og fá að tengja þetta við headphone ampinn sem þeir hafa þarna

Hvernig hljóðkort ertu að nota til að keyra þessi?


Er með Asus Xonar DG. Þetta fer líka í rugl þegar ég er með þetta tengt í móðurborðið.

Hverjir eru með Sennheiser umboðið?

Pfaff á grensásvegi eru með umboðið.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 21:04
af Garri
Vill bara benda ykkur á að innbyggðu hljóðkortin eru algjört drasl ennþá. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég keypti eldgömul Soundblaster hljóðkort hér á Vaktinni og skipti þeim út. Hljóðgæðin á sumum borðum (eins og Asus) eru samt betri en önnur.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 22:57
af GuðjónR
Moquai skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Prófaðu þau í öðrum græjum, er sjálfur með svona og þau eru með perfect hljóm.
Ef þau eru "rifin" í öðrum græjum þá hljómar þetta eins og þú sért búinn að sprengja þau.


Ef þau eru sprungin eru þau þá ekki lengur í ábyrgð?

Finnst frekar leiðinlegt að eyða 40þ í heyrnartól og svo springa þau.


Ef þau eru sprungin þá stafar það líklega af því að þú hefur keyrt þau yfir þolmörkin og ábyrgðin tekur væntanlega ekki í gildi.
En þetta eru dýrar græjur og hugsanlega er ódýrara að laga þau en kaupa ný. Held að http://www.pfaff.is sé umboðsaðili.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Mán 04. Feb 2013 23:02
af Klaufi
Dósirnar í þetta kostuðu rúmlega 2k þegar ég keypti þær í mín 595, þannig að þetta er ekki stórt fjárhagslegt tjón ef þú getur hent þeim í sjálfur..

Fékk þær upplýsingar að það voru sömu dósir í 515, 555 og 595.

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Þri 05. Feb 2013 17:33
af Moquai
Fór með þetta til þeirra en þeir fundu ekkert.

Datt í hug að þetta gæti verið millistykkið 6.5mm -> 3.5mm

Re: Sennheiser HD598 Skrítið hljóð?

Sent: Þri 05. Feb 2013 17:53
af upg8
Ef þú prófar að horfa á DVD disk með góðu hljóði, kemur þetta líka þá?