Síða 1 af 1

að smíða custom usb device

Sent: Mið 30. Jan 2013 23:55
af kubbur
Búinn að vera að velta þessu fyrir mèr og langar að búa til 8-10 takka game controller, eina sem eg er að velta virkilega. Fyrir mer er hvaða microcontroller eg a að nota, rakst a þetta www.pjrc.com/teensy/ og var að spá i hvort væri hægt að kaupa svipaða græu a Íslandi, planið er að nota þetta fyrir leiki eins og diablo 3, wow, eve osfr ásamt custom keymappings fyrir mumble, catalyst control centre og öðru.

Planið er að hafa 8-10 takka og toggle switch fyrir profile 1 og 2, power dioðu, activity dioðu, ultrabright dioðu og svo væri gaman að hafa mic líka

Ástæðan fyrir þessu er aðallega til að læra

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fim 31. Jan 2013 23:36
af kubbur
Enginn?
Búinn að skoða þetta teensy dót og er að spá i að panta, einhver sem vill vera með?
http://www.pjrc.com/teensy/projects.html nokkuð töff stöff

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 01. Feb 2013 09:23
af dori
Mér finnst mjög líklegt að sama hvað það er sem er "hentugt" í þetta þá muntu þurfa að panta það að utan.

Annars geturðu líka notað Arduino fyrir þetta ef þú átt svoleiðis.

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 01. Feb 2013 09:43
af cartman
Ég er búinn að vera í svipuðum hugleiðingum og fer örugglega að panta mér eitthvað fljótlega. Var að spá í að gera mér spilakassa úr gamalli tölvu.

ertu búinn að skoða IPAC eitthvað? http://www.ultimarc.com/ipac1.html


En það gæti verið að ég myndi vilja vera með í pöntun, þetta er ansi áhugavert stuff þarna

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 01. Feb 2013 10:38
af dori
Getur skoðað kóðann sem þessi gæji vippaði upp: http://www.instructables.com/id/USB-NES ... n-arduino/

Þetta er reyndar að taka við boðum frá NES controller í staðin fyrir bara einhverja takka en allt til að keyra USB hlutann ætti að vera eins.

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 01. Feb 2013 23:37
af kubbur
cartman skrifaði:Ég er búinn að vera í svipuðum hugleiðingum og fer örugglega að panta mér eitthvað fljótlega. Var að spá í að gera mér spilakassa úr gamalli tölvu.

ertu búinn að skoða IPAC eitthvað? http://www.ultimarc.com/ipac1.html


En það gæti verið að ég myndi vilja vera með í pöntun, þetta er ansi áhugavert stuff þarna

Já, var aðeins Búinn að skoða þetta, finnst þetta i dýrari kantinum, cool stuff samt, skal láta þig vita ef eg panta svona teensy

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 01. Feb 2013 23:38
af Klaufi
Á Arduino Uno R3 sem þú getur fengið..

Annars gæti ég haft áhuga á að vera með í Teensy pöntun..

Re: að smíða custom usb device

Sent: Fös 08. Feb 2013 18:39
af kubbur
Mynd
Mynd
Mynd

Smá prufa bara, nokkuð þægilegt að halda a þessu