Síða 1 af 1

Samsung 840 VS. Intel 520 ?

Sent: Þri 29. Jan 2013 14:48
af oskar9
Sælir Vaktarar.
Planið er að fara versla SSD disk í vélina hjá frúnni, þetta er borðtölva með SATA III tengjum
það koma tveir til greina í þessum 120Gb flokki og það eru Samsung 840 (19.900) og svo Intel 520 (23.900)
Báðir diskarnir fá fantagóða dóma en það er eitt sem ég var að spá:

Intel
Max Sequential Read
Up to 550 MB/s (SATAIII)
Up to 280 MB/s (SATAII)
Max Sequential Write
Up to 500 MB/s (SATAIII)
Up to 260 MB/s (SATAII)

Samsung
Sustained Sequential Read
530 MB/s
Sustained Sequential Write
130 MB/s

Hvers vegna er Intel diskurinn gefinn upp í Max Seq. R/W en Samsung diskurinn í Sustained R/W
og af hverju er hann 530 R og 130 W á meðan intelinn er 550/500

Er ekki allveg með þessa SSD diska á hreinu en gott væri ef einhver gæti skýrt þetta fyrir mér :happy :megasmile

MBK
Óskar Thor

Re: Samsung 840 VS. Intel 520 ?

Sent: Þri 29. Jan 2013 16:08
af BugsyB
fáðu þér intel diskinn - ég er sjálfur með intel og hann er awsome

Re: Samsung 840 VS. Intel 520 ?

Sent: Þri 29. Jan 2013 17:11
af mind
Framleiðendur gefa upp hraða á diskum í þeim tölum sem þeir ákveða, þær eru ekki alltaf hreinskilnar eða auðskildar.

- Sequential read/write
Max - Hvað diskurinn getur virkað hratt við bestu skilyrði, í hefðbundinni vinnslu eyða diskar mjög litlum tíma í "bestu skilyrðum"
Sustained - Jöfnuð afköst á disk yfir tíma, sennilega í blandaðri vinnslu.

Substained gefur þér því raunverulegri tölu, max segir þér til um mögulegt hámark.

Hvað raunverulega notkun varðar eru þessir diskar báðir langt umfram hefðbundin afköst og ef þú getur fundið mun á þeim ættirðu spila lotto að atvinnu :) Þeir ættu báðir að vera pottþétt kaup.

Re: Samsung 840 VS. Intel 520 ?

Sent: Þri 29. Jan 2013 22:32
af oskar9
Snilld takk kærlega, Intel-inn er að fá örlítið betra feedback á Newegg svo ég skelli mér á hann :happy