Síða 1 af 1

Wall mounted armur

Sent: Fim 24. Jan 2013 16:11
af Jimmy
Hæmm.

Hvar er best að finna sér wall mountaðan arm sem kostar ekki handlegg(hehe)?

Langar frekar mikið í þennan en verðið svíður helvíti mikið.

Þarf að taka skjá sem er allavega 27"/5.6kg
Veit einhver hvernig þessir armar eru tollaðir? Sem tölvuvörur perchance?

Re: Wall mounted armur

Sent: Fim 24. Jan 2013 16:32
af mind
Mjög ólíklegt að þú fáir fínni skjáarma án þess að borga kringum 30þús per arm.

Gætir í kenningu keypt einfaldan skjáarm og borað fyrir auka bolta efst til að geta sett meiri þyngd á. Ætti 27" skjástærðin og þyngdin ekki að vera vandamál lengur.

http://www.tl.is/product/manhattan-armur-fyrir-1-skja

Kannski ganga einhverjar sjónvarpsfestingar ef þú þarft ekki hæðarstillingu.

Re: Wall mounted armur

Sent: Fim 24. Jan 2013 16:38
af worghal

Re: Wall mounted armur

Sent: Fim 24. Jan 2013 16:43
af chaplin
Á svona til sem ég er ekki að nota - http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=WALL1145

Keyptur f. 6 mánuðum og notaður í sirka 2 mánuði, eins og nýr.

Væri falur á sanngjörnu verði. ;)

Re: Wall mounted armur

Sent: Fim 24. Jan 2013 18:32
af mercury
ég get smíðað flest svona dót fyrir menn ef þeir hafa áhuga. og það fyrir lítinn pening. verður kanski ekki alveg eins fallegt en talsvert ódýrara.

Re: Wall mounted armur

Sent: Fös 25. Jan 2013 11:20
af Jimmy
Var að fá þær upplýsingar frá tollinum að þessir armar bera engöngu vsk, engan toll, ætli maður reyni þá ekki að verða sér út um þennan Ergotron LX gæja á einn eða annan hátt. :)

-edit-
Pantaði mér Ergotron LX af ebay, rétt yfir 20k kominn heim.