Síða 1 af 1

Enn einn þráður um hegðun tölvu.

Sent: Mán 21. Jan 2013 13:45
af joishine
Heyrðu, þá er aftur komið smá pæling. Ég var með þráð hérna í gangi þar sem ég lýsti hegðun í tölvunni minni ( viewtopic.php?f=57&t=52627 ) - menn geta lesið þarna hvað var í gangi.

Heyrðu það fór víst þannig að tölvutek úrskurðaði móðurborðið bara ónýtt, fyrir rest þá bara fór vélin ekki í gang með móðurborðinu.

Svo ég fékk mér nýtt móðurborð, fór heim með vélina, setti windows aftur upp á vélina og bara áfram með smjörið.

Svo í gær lenti ég í mjög svipuðum hlut og gerðist eiginlega alveg fyrst í hinni biluninni þegar að tölvan kom með BSOD, og svo þegar hún endurræsir sig finnur hún ekki SSD diskinn minn sem inniheldur Windowsið í BIOS ... Allt saman mjög sérstakt, ég þurfti að opna vélina og aftengja og tengja SSD og það bara flaug inn.

Prófaði að google-a þetta og OCZ notendur voru að lenda í því að þurfa að update-a firmwareið í diskunum hjá þeim, þetta er reyndar Mushkin diskur frá tölvutek en ég fór að pæla hvort þetta væri e-ð svipað. Núna veit ég ekki hvort tölvan eigi eftir að vera þrálát með að gera þetta en svona aðeins að pæla hvort mönnum detti e-ð í hug, þar sem svörin hérna eru oftast mjög góð.

Re: Enn einn þráður um hegðun tölvu.

Sent: Mán 21. Jan 2013 14:35
af hkr
Lenti í þessu með minn Corsair 3 SSD 60 GB og það virkaði að uppfæra firmware'ið. Þurfti að lesa mig aðeins til hvaða firmware væri að standa sig best því að það er víst 50/50 að ný firmware séu með þennan galla, amk. frá Corsair.

Re: Enn einn þráður um hegðun tölvu.

Sent: Mán 21. Jan 2013 14:36
af worghal
væri fínt að fá error kóðann sem kemur fram í BSOD.