Síða 1 af 1

Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti. (*edit)

Sent: Þri 15. Jan 2013 14:23
af sveik
Sælir veri þið.
Í gær byrjaði að koma mjög leiðinleg hljóð úr tölvunni hjá mér svo ég opnaði hana. Þar sá ég að önnur viftan á yndislega MSI 560ti kortinu mínu er að gefa frá sér þessi svaka læti. Í stuttu máli reynir hún að komast af stað en stoppar. Mjög óeðlileg hljóð samt sem áður. :no

Langaði að spyrja hvort þið hafið reynslu af því að láta reyna á ábyrgð á skjákorti? Hafi þið lent í veseni? Sendir heim með bilað skjákort?
Það er innan við tvö ár síðan ég keypti kortið í @tt.is svo það ætti að vera full ábyrgð enn á kortinu.

****EDIT

Langar líka að vita hvort þið vitið hvað maður þarf að gera til að brjóta ábyrgðarskilmála? nú þegar maðu kaupir OEM kort og setur það sjálfur hvar liggur ábyrgðirn og hvað geta þeir gert til "að koma sér undan henni".

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 14:29
af beatmaster
Í flestöllum tölvufyrirtækjum landsins er ekkert tekið illa í ábyrgðamál held ég, nú er ég tvívegis búinn að standa í að fá skipt út móðurborði frá @tt nýlega og var öll þjónusta þar til fyrirmyndar :happy

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 15:27
af Moldvarpan
Skottastu bara niðrí Att.is og strákarnir þar redda þessu fyrir þig :)

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 15:30
af DJOli
Auðvitað redda þeir þessu.
Er ekki búinn að vera í viðskiptum við þá í 8 ár út af engu.

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 15:54
af Jón Ragnar
Lenti í sama með MSI 560 Ti kortið mitt

EKKERT mál. lánuðu mér einhvern bauk á meðan sem varla dugði fyrir youtube :lol:

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 16:04
af sveik
Gerði það að sjálfsögðu. Fjórir til sex dagar sögðu þeir. Vonandi verður það styttra. Treisti ekki 8800GT kortinu í SW TOR.

Re: Reynsla af því að skila/skipta út skjákorti.

Sent: Þri 15. Jan 2013 17:23
af Frost
sveik skrifaði:Gerði það að sjálfsögðu. Fjórir til sex dagar sögðu þeir. Vonandi verður það styttra. Treisti ekki 8800GT kortinu í SW TOR.


8800gt er þokkalega öflugt kort. Getur prófað að starta leikinn í low og síðan bara hægt og rólega hækka stillingarnar.