Síða 1 af 1

Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 04:40
af Viktor
Sælir.
Er að gæla við það að fá mér Ultrabook með einungis einu USB 3.0 tengi.

Verður mjög þægilegt að vera með hana í skólanum, en ég velti því fyrir mér því að ég er svolítið í tónvinnslu hvort það USB hub myndi duga fyrir mig til að fjölga USB tengjum?

Myndi t.d. ganga að vera með mús + Mbox í einu USB hólfi í gegnum HUB?

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 12:27
af Gislinn
Sallarólegur skrifaði:Sælir.
Er að gæla við það að fá mér Ultrabook með einungis einu USB 3.0 tengi.

Verður mjög þægilegt að vera með hana í skólanum, en ég velti því fyrir mér því að ég er svolítið í tónvinnslu hvort það USB hub myndi duga fyrir mig til að fjölga USB tengjum?

Myndi t.d. ganga að vera með mús + Mbox í einu USB hólfi í gegnum HUB?


USB-tengd hljóðkort og USB hubbar eiga ekkert sérstaklega vel saman (phantom power dettur út, hljóðtruflanir, nær ekki tengingu, hljóðkortið dettur út etc.). Ég myndi sjálfur gera ráð fyrir Mbox á sér USB tengi.

Fullt af upplýsingum hér

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 12:30
af Kristján
það eru alveg til ultrabook með fleiri en einu usb3

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 12:54
af tdog
Hub með sér powersupply myndi virka. (Eigin reynsla af Mboxi)

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 12:54
af KermitTheFrog
Bluetooth mús?

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 16:41
af Viktor
KermitTheFrog skrifaði:Bluetooth mús?

Mjög góð hugmynd! Takk kærlega, life saver.

Eru menn að mæla með einhverju sérstöku í þeim efnum? Velti því fyrir mér hvort Magic Mouse sé málið á Win7.

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 17:19
af Olli
Sallarólegur skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Bluetooth mús?

Mjög góð hugmynd! Takk kærlega, life saver.

Eru menn að mæla með einhverju sérstöku í þeim efnum? Velti því fyrir mér hvort Magic Mouse sé málið á Win7.


Eitthverja endurhlaðanlega, pain að þurfa að kaupa ný batterý í svona
Er með Logitech G700 og elska hana, kostaði reyndar hátt í 20 þúsund kall!

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 19:06
af Viktor
Olli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Bluetooth mús?

Mjög góð hugmynd! Takk kærlega, life saver.

Eru menn að mæla með einhverju sérstöku í þeim efnum? Velti því fyrir mér hvort Magic Mouse sé málið á Win7.


Eitthverja endurhlaðanlega, pain að þurfa að kaupa ný batterý í svona
Er með Logitech G700 og elska hana, kostaði reyndar hátt í 20 þúsund kall!

Er þessi bluetooth?

(skrifað í síma)

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 21:09
af Olli
Ahh meinar það, well það er spurning..
Er ekki svo viss um það, þetta er leikjamús sem kemur með örsmáu dongle, sem mig grunar að sé mikið hraðvirkara en standard bluetooth (2,4GHz)

Eftir stutt googl fann ég ekkert um það hvort hægt sé að nota það með internal bluetooth og ég á ekki dongle til að prufa en burt séð frá því er þetta topp mús!

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Sun 13. Jan 2013 21:27
af Gislinn
Olli skrifaði:Ahh meinar það, well það er spurning..
Er ekki svo viss um það, þetta er leikjamús sem kemur með örsmáu dongle, sem mig grunar að sé mikið hraðvirkara en standard bluetooth (2,4GHz)

Eftir stutt googl fann ég ekkert um það hvort hægt sé að nota það með internal bluetooth og ég á ekki dongle til að prufa en burt séð frá því er þetta topp mús!


Tæknin sem er notuð á þessu logitech dóti heitir Logitech Unifying, þetta dót er í raun closed-bluetooth, þ.e.a.s. þetta virkar á sömu tíðni, virkar svipað en mýsnar tala eingöngu við logitech usb dongle-inn en ekki neitt annað bluetooth device. Hér er wikipedia síða um þetta.

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Mán 14. Jan 2013 00:10
af dori
Sallarólegur skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Bluetooth mús?

Mjög góð hugmynd! Takk kærlega, life saver.

Eru menn að mæla með einhverju sérstöku í þeim efnum? Velti því fyrir mér hvort Magic Mouse sé málið á Win7.

Ef þú fílar magic mouse þá er ekkert því til fyrirstöðu að nota hana með win. Það er hins vegar rosalega spes hugmynd IMHO að fara að taka Apple mús og para við win. Það er hugsanlega lélegasta dótið sem Apple framleiða (mitt mat og m.a.s. margir af mínum hörðustu Apple aðdáenda kunningjum hafa viðurkennt að þær hafi aldrei hitt í mark).

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Mán 14. Jan 2013 00:36
af tdog
Ég á Magic Mouse, er búinn að vera með hana í fartölvutöskunni í svona ár. Nota hana reglulega (4-5 tíma í senn) og mælirinn segir um 80%. Aldrei skipt um battery. Með góðum batteríum með góða afhleðslukúrvu, ættir þú að ná allt að 3 mánuðum á batterí. Góð batterí eru t.d Energizer Ultimate Lithium.

http://www.batteryshowdown.com

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Mán 14. Jan 2013 02:14
af Olli
dori skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Bluetooth mús?

Mjög góð hugmynd! Takk kærlega, life saver.

Eru menn að mæla með einhverju sérstöku í þeim efnum? Velti því fyrir mér hvort Magic Mouse sé málið á Win7.

Ef þú fílar magic mouse þá er ekkert því til fyrirstöðu að nota hana með win. Það er hins vegar rosalega spes hugmynd IMHO að fara að taka Apple mús og para við win. Það er hugsanlega lélegasta dótið sem Apple framleiða (mitt mat og m.a.s. margir af mínum hörðustu Apple aðdáenda kunningjum hafa viðurkennt að þær hafi aldrei hitt í mark).


Geturu útskýrt fyrir mér af hverju þér finnst þetta eitt lélegasta dót Apple?
Var einmitt að spá í að fá mér magic mouse við makkann..

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Mán 14. Jan 2013 10:56
af dori
Olli skrifaði:Geturu útskýrt fyrir mér af hverju þér finnst þetta eitt lélegasta dót Apple?
Var einmitt að spá í að fá mér magic mouse við makkann..
Allar mýs frá Apple hafa bara verið rosalega lélegar í samanburði við það sem er í boði "hinu megin". Ég nota reyndar í dag bæði magic mouse og magic trackpad og þó svo að þetta sé miklu skárra en gamla mighty mouse (þessi sem var með scroll hjóli sem var alltaf að hætta að virka) þá er þetta bara engan vegin eitthvað sem ég myndi segja að væri sigur á þessu sviði.

Í fyrsta lagi er hún mjög skrýtin í laginu. Ég er með mjög litlar hendur þannig að höndin mín fellur allt í lagi yfir hana en ég get ímyndað mér að hún passi illa í lófann á þeim sem eru með stóra putta. Reyndar þá passar hún engan vegin í lófa, hún er ekki hönnuð þannig. Þú þarft að halda henni þannig að höndin þín er í frekar skrýtinni sem býður uppá þreytu við mikla notkun. Hún er líka eins að framan og aftan sem gerir það að verkum að maður hefur tekið hana upp vitlaust (ekki neitt alvarlegt en samt bögg). Hún býður upp á gesture sem er mjög erfitt að gera rétt en þú gerir við og við óvart. Eitt sem ég geri stundum er að þegar ég ætla að fara á milli í browser history hef ég einhvern auka putta einhversstaðar sem músin nemur þannig að ég er sendur á dashboard (ég hef reynt að slökkva á þessu en það er eitthvað óljóst). Svo get ég ekki framkallað það viljandi nema í jaðartilfellum.

Hins vegar virðist það einhvern vegin vera gegnum gangandi með aðrar þráðlausar mýs að þær eru hannaðar fyrir einhvern proprietary staðal en ekki bluetooth svo að kannski væri þetta bara mest smooth lausn fyrir hann.

Bottom line er að ég fíla ekki Apple mýs (og ekki heldur þessi chiclet lyklaborð en það er annað mál) og myndi ekki nota þær ef ég ynni aðeins meira með músinni. Nær allir þeir sem ég þekki sem vinna með Apple og nota músina mikið (bæði hönnuðir sem vinna í photoshop og svo einhverjir hljóðgæjar) nota aðrar mýs. Flestir þessar klassísku Logitech.

Re: Mörg tæki - Eitt USB tengi?

Sent: Mán 14. Jan 2013 11:00
af Squinchy
IMO er skynjarinn fyrir scrollið allt of dittóttur, stundum allt of næmt og skrollar niður um 10 - 20 blaðsíður