Síða 1 af 1

Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 02:32
af Xovius
Ég var að kaupa mér nýjann SSD (http://tl.is/product/corsair-240gb-ssd-force-gt) í tilefni þess að 120GB diskurinn minn er alltaf fullur.
Til þess að færa stýrikerfið yfir ætlaði ég að nota forrit sem AOMEI Partition Assistant en þegar ég smelli á "Migrate OS to SSD or HDD" hnappinn þar þá fæ ég bara upp error sem segir "The program does not support to migrate OS on a dynamic disk to SSD or HDD. We suggest you use Dynamic Disk Converter to convert dynamic disk to basic disk and retry."
Svo ég fór og náði í Dynamic Disk Converter (líka frá AOMEI (big surprise there)) og það forrit segir mér bara "Program does not detect any dynamic disk in your system." :mad
Eru einhver tól sem eru betri í þetta?

Er með Windows 8 Pro svona FYI

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 02:50
af Garri
Macrium Reflect.. ekki spurning.

Og til hamingju með þennan disk. Er búinn að vera með svona disk í rúmt ár og mæli eindregið með honum.

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 13:31
af methylman
Hef notað Paragon 8 við þetta eða Acronis True Image og gert þetta þanig að clona diskinn fyrst og síðan er endurræst og partisjónin stækkuð í það sem rýmd disksins leyfir. Ég þekki hinsvegar ekki þetta forrit sem þú nefnir í pósinum, en vil bara benda þér á það að best er að gera þetta með því að ræsa tölvuna af geisladiski.

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 13:49
af diabloice
Garri skrifaði:Macrium Reflect.. ekki spurning.
+1

Frekar einfalt og þægilegt forrit

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 13:52
af KermitTheFrog
Rámar nú samt í það að mælt sé á móti því að spegla SSD diska svona.

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 14:04
af Garri
KermitTheFrog skrifaði:Rámar nú samt í það að mælt sé á móti því að spegla SSD diska svona.

Þeir eru ekki speglaðir eins og maður gerði hér í denn.. þegar maður bjó til forrit sem afritaði sector --> sector

Kerfið afritar allar skrár sem til eru og jafn auðveldlega frá HD --> SSD sem og frá SSD --> HD, hef prófað þetta með vélina í gangi og afritað disk sem var keyrður upp sem system diskur.

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 14:18
af Benzmann
skellir þér bara á eina svona http://tolvutek.is/vara/startech-harddi ... usb3-esata og ýtir á takkam og bamm, þetta er komið. þú ert búinn að spegla diskinn

Re: Að færa OS yfir á nýjann SSD

Sent: Sun 13. Jan 2013 15:02
af Gúrú
Benzmann skrifaði:skellir þér bara á eina svona http://tolvutek.is/vara/startech-harddi ... usb3-esata og ýtir á takkam og bamm, þetta er komið. þú ert búinn að spegla diskinn


Gætir líklega fengið atvinnumann til að gera þetta fyrir 1/3-1/4 af verðinu.