Svartur skjár og ekkert hljóð
Sent: Lau 12. Jan 2013 14:57
Ég hef átt HP Pavilion m9350.be (turn) í 5-6 ár, án þess að nokkuð hafi gerst, en nýlega hefur slökknað á báðum skjáunum, hátalaranum, lyklaborðinu og músinni og ég dett einnig útaf öllum samskiptarsíðum/forritum eins og skype. Þetta gerist upp úr þurru (þegar hún er búin að vera í gangi nokkuð lengi), en tölvan sjálf er enn í gangi, og hegðar sér eins og venjulega (viftan í gangi, sömu ljós kveikt, etc.). Ég er yfirleitt í leikjum eða með þætti í gangi þegar þetta gerist.
Ég veit ekki hvort að þetta tengist þessu nokkuð, en ég fékk seinni skjáinn fyrir ca. fjórum mánuðum.
Dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að?
Ég veit ekki hvort að þetta tengist þessu nokkuð, en ég fékk seinni skjáinn fyrir ca. fjórum mánuðum.
Dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að?