Síða 1 af 1

Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Lau 12. Jan 2013 11:34
af tveirmetrar
Sælir vaktarar.

Var að fá mér leikja lappa og er að fá mér skjá til að geta tengt við ef maður er að taka session heima.
Nú er spurningin hvort maður eigi að reyna að finna sér skjá með hub (usb möguleika) þar sem ég get verið með lyklaborð og mús og hugsanlega heyrnatól ávallt tengd við skjáinn og pluggað svo bara lappanum í skjáinn og allt er samtengt.
Er þetta hægt og hvaða skjá ætti maður að velja til að geta fullnýtt svona möguleika?
Sé ekki möguleikann á lappanum til að vera með hann í dokku svo það er ekki í boði.

Öll input og hugmyndir vel þegnar :happy

- http://forums.macrumors.com/showthread.php?t=671859
Hérna er verið að spyrja um það sama sýnist mér
"Only if you also have the USB cable that goes from the computer to the back of the monitor so the signal from your keyboard can reach the computer. DVI does not pass USB information.
"
Áframsendir skjárinn merkið bara sisona. Er ekki limit á því hvað og hversu mikið og hvernig hann getur áframsent í lappann. Ef einhver þekkir þetta og veit hverju ég á að vera leita að til að finna rétta skjáinn endilega commenta :megasmile

"USB Hub - Yes (4*downstream, 1*upstream)"
- 4 tengingar fyrir lyklaborð, mús, hitt og þetta... og 1 tenging til að tengja lappann við skjáinn (upstream)?
Þýðir þetta það?

Re: Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Sun 13. Jan 2013 09:45
af tveirmetrar
Enginn sett svona upp sem veit hvað er hægt og hvað ekki?

Re: Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Sun 13. Jan 2013 09:53
af Daz
Er ekki einfaldara að fá sér USB höbb og hafa hann við hliðina á skjánum? Þá þarftu ekki að binda þig við skjá með USB tengjum.

Re: Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Sun 13. Jan 2013 10:40
af viddi
Margir Dell skjáir eru með USB hub.

Re: Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Sun 13. Jan 2013 11:12
af upg8
Tek undir með Daz, ég myndi frekar festa bara USB hub við skjáinn heldur en að láta þann eiginleika á skjá ráða því hvaða skjá ég myndi nota.

Þú getur svo sjálfur útbúið þér dokku, t.d. hægt að fá hluti til þess í íhlutum. Þarft samt að passa að blokka ekki vifturnar á fartölvunni.

Re: Skjáir með usb... Vantar smá aðstoð

Sent: Sun 13. Jan 2013 12:59
af tveirmetrar
Snilld... Usb hub it is!

Thx :megasmile