Síða 1 af 1

2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 13:55
af Haxdal
Sælir,

Ég er að fara púsla í gömlum vélbúnaði hjá mér og við það fæ ég auka GTX260 kort og ég er að pæla hvort ég myndi græða eitthvað á því að vera með 2 Nvidia kort í móðurborði sem styður ekki SLI. ég hef ekki mikið verið að fikta í vélum sem eru með 2+ skjákort en ég er með Asus P5B Deluxe móðurborð sem er með 2 x16 PCI-E raufum (2 x PCIe x16 (blue @ x16 mode, black @ x2 or x4 mode) ), myndi ég græða eitthvað á því að setja skjákortið í hana og vera með 2x 260GTX kort þótt þau séu ekki SLIuð?

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 15:51
af mercury
gætir grætt einhvað á að nota hitt fyrir physx

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 15:52
af AciD_RaiN
mercury skrifaði:gætir grætt einhvað á að nota hitt fyrir physx

Gott líka ef maður er að folda ;)

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 16:59
af MatroX
það er hægt að runa sli á móðurborði sem styður það ekki með smá driver hacki:)

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 17:08
af Haxdal
MatroX skrifaði:það er hægt að runa sli á móðurborði sem styður það ekki með smá driver hacki:)

veistu hvort það sé eitthvað vesen að hakka þannig á gömlu móbói?

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 17:42
af Hnykill
MatroX skrifaði:það er hægt að runa sli á móðurborði sem styður það ekki með smá driver hacki:)


Er það málið í alvöru ?? ..er hardware-ið með fulla getu að keyra þetta ? Ekki að setja neitt útá neitt.. en ef þetta er bara firmware og kóði sem skilur á milli.. þá svei ! :thumbsd

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 18:41
af Klemmi
Það voru sögur í gamla daga, sem ég held að hafi líklega verið réttar, um að nVidia neituðu Intel að hafa SLI stuðning á kubbasettunum sínum. Svo komu fréttir um að X38 kubbasettið væri það fyrsta sem hefði náð samningum við nVidia um að hafa SLI möguleika, en við útgáfu reyndist það vera bull, þar sem aðeins var Crossfire á því.

Loksins þegar móðurborð kom út sem hafði bæði SLI og Crossfire var mögulegt að búa til hack til að komast fram hjá þessu.

Það er í raun "enginn" vélbúnaðarmunur milli þeirra borða í dag sem styðja Crossfire og SLI, með því á ég við að einmitt með hugbúnaðar-hacki geturðu keyrt 2x nVidia kort á Crossfire borði og fengið gott sem sömu afköst og með "raunverulegu" SLI borði.

Hef gert þetta sjálfur með 2x GTX550Ti og kom það mjög vel út.

http://www.techpowerup.com/forums/showt ... p?t=153046

Re: 2x NVidia skjákort í Crossfire móðurborði - worth it?

Sent: Þri 08. Jan 2013 20:50
af Haxdal
Klemmi skrifaði:Það voru sögur í gamla daga, sem ég held að hafi líklega verið réttar, um að nVidia neituðu Intel að hafa SLI stuðning á kubbasettunum sínum. Svo komu fréttir um að X38 kubbasettið væri það fyrsta sem hefði náð samningum við nVidia um að hafa SLI möguleika, en við útgáfu reyndist það vera bull, þar sem aðeins var Crossfire á því.

Loksins þegar móðurborð kom út sem hafði bæði SLI og Crossfire var mögulegt að búa til hack til að komast fram hjá þessu.

Það er í raun "enginn" vélbúnaðarmunur milli þeirra borða í dag sem styðja Crossfire og SLI, með því á ég við að einmitt með hugbúnaðar-hacki geturðu keyrt 2x nVidia kort á Crossfire borði og fengið gott sem sömu afköst og með "raunverulegu" SLI borði.

Hef gert þetta sjálfur með 2x GTX550Ti og kom það mjög vel út.

http://www.techpowerup.com/forums/showt ... p?t=153046


nice .. ætla að prófa þetta þegar ég er búinn að fikta í þessum gömlu vélum :)