Síða 1 af 1

[Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 21:56
af eriksnaer
Sælir, nú í dag keypti ég mér 16GB Verbatim USB lykil, ekki nóg með það þá kemur tölvan með þau eðlilegu skilaboð að ég þurfi að format-a hann eins og alla nýja harða diska/USB lykla...

En þá vandast málin... Tölvan formatar, telur upp í 100% svo poppar bara upp gluggi sem segir: "The format did not complete successfully"

Er eitthvað sem þið hér vitið um sem hægt er að gera til að laga þetta?

Og já, ég er að format-a í gegnum Computer Management/Disk Management...

Kv. Erik Snær

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 22:05
af Jon1
gætir prófað a formata í gegnum cmd diskpart! veit ekki hvort það skilar sér betur

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 22:33
af eriksnaer
Jon1 skrifaði:gætir prófað a formata í gegnum cmd diskpart! veit ekki hvort það skilar sér betur


Þetta kom þegar ég gerði það...

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 23:28
af kizi86
verður að tilgreina hvort ætlir að nota ntfs eða fat32? auðvitað kemur villa ef tilgreinir ekki HVAÐA format á að vera á disknum..

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 23:46
af eriksnaer
kizi86 skrifaði:verður að tilgreina hvort ætlir að nota ntfs eða fat32? auðvitað kemur villa ef tilgreinir ekki HVAÐA format á að vera á disknum..


Það var þegar ég valdi þennan sem selected disk að hann væri fat32 en hvernig breyti í í ntfs ?

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Lau 05. Jan 2013 23:56
af kizi86
í diskpart: format fs=ntfs quick

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 00:03
af eriksnaer
kizi86 skrifaði:í diskpart: format fs=ntfs quick


Kemur bara sama villumelding....

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 00:05
af Vignirorn13
Skila þessum minnislykil og fá nýjan! Auðveldast.. ef það er svona vesen!

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 00:05
af AciD_RaiN
Er þetta nokkuð USB3 og tengdur í USB2 eða öfugt... Lenti í svipuðu með einhvern lykil fyrir svolitlu síðan og mig minnir að það hafi verið eitthvað þannig vandamál... Ætla ekkert að fullyrða það samt en hver veit???

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 00:08
af eriksnaer
AciD_RaiN skrifaði:Er þetta nokkuð USB3 og tengdur í USB2 eða öfugt... Lenti í svipuðu með einhvern lykil fyrir svolitlu síðan og mig minnir að það hafi verið eitthvað þannig vandamál... Ætla ekkert að fullyrða það samt en hver veit???


Minnir að það hafi staðið usb2.0 en er búinn að henda pakkanum... Skila þessu bara eða eitthvað á mánudaginnn og fæ nýjann því þetta er einhver framleiðslugalli myndi ég halda..

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 00:10
af Gislinn
eriksnaer skrifaði:En þá vandast málin... Tölvan formatar, telur upp í 100% svo poppar bara upp gluggi sem segir: "The format did not complete successfully"


Ég lenti í því sama með Corsair 16GB USB3 lykil sem ég keypti fyrir nokkrum dögum. Ekkert gekk fyrr en ég formataði hann í GParted í Fedora. (Tölvan hjá mér er dual boot, Win7 og Fedora 17).

Það á að vera hægt að setja upp GParted á Windows líka að ég held, gætir prufað það. :happy

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 01:06
af eriksnaer
Gislinn skrifaði:
eriksnaer skrifaði:En þá vandast málin... Tölvan formatar, telur upp í 100% svo poppar bara upp gluggi sem segir: "The format did not complete successfully"


Ég lenti í því sama með Corsair 16GB USB3 lykil sem ég keypti fyrir nokkrum dögum. Ekkert gekk fyrr en ég formataði hann í GParted í Fedora. (Tölvan hjá mér er dual boot, Win7 og Fedora 17).

Það á að vera hægt að setja upp GParted á Windows líka að ég held, gætir prufað það. :happy


Ég er með USB eins og í meðfylgjandi mynd og hann er USB 2.0... Googlaði það ;)

Re: [Vantar smá hjálp] Verbatim 16GB USB

Sent: Sun 06. Jan 2013 07:08
af kizi86
buinn að prufa hp usb format tool? http://download.cnet.com/HP-USB-Disk-St ... 74082.html