Síða 1 af 1

Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 12:25
af ZiRiuS
Ég er með 2x PowerColor PCS+ HD7850 skjákort með Crossfire og er nú þegar með 2 skjái og 1 sjónvarp tengt og mig langar að bæta við öðru sjónvarpi (þeas ef það er hægt). Ég er með báða skjáina tengda í DVI slottin en sjónvarpið er aðeins meira vesen, það er tengt í HDMI í DVI í DP í Mini DP (það var eina leiðin var mér sagt). Til að bæta við hinu sjónvarpinu nota ég bara sama tengivesenið eða þarf það að vera öðruvísi tengt?

Takk.

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 14:48
af Viktor
http://www.computer.is/vorur/7572/

Mini Displayport to HDMI Adapter

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 16:22
af ZiRiuS
Ég man ekki hvernig þetta var en áður en Mini DP kom þá var ég bara með HDMI í DVI í DP. Ekki viss afhverju DVI er þarna á milli en tæpur 3þús er dýrt grín fyrir tilraunastarf ef þetta virkar ekki, kannski var þetta ekki til þegar ég keypti og eitthvað. Allavega er einhver sem veit 100% að þetta virki? Get ég þá semsagt verið með 2 skjái í DVI tengjunum og 2 sjónvörp í HDMI í Mini DP?

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 20:16
af Arkidas
Getur öruggelga fengið að skila þessu ef starfsmaður segir að þetta gangi og svo gengur þetta ekki. Spurðu bara fyrst. Ég hef gert það í nokkrum búðum f. svipuð vandamál og fékk endurgreitt.

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 21:03
af ZiRiuS
Arkidas skrifaði:Getur öruggelga fengið að skila þessu ef starfsmaður segir að þetta gangi og svo gengur þetta ekki. Spurðu bara fyrst. Ég hef gert það í nokkrum búðum f. svipuð vandamál og fékk endurgreitt.


Þó að umbúðirnar séu opnar? Það er töff, prufa það alveg pottþétt.

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 21:36
af GrimurD
Þú þarft ACTIVE adapter þegar þú ert kominn með svona marga skjái en allir þessir eru passive. Ég er með 4 skjái tengda og er með tvo adaptera. Samkvæmt því sem ég best get fundið þá eru ekki ennþá til neinir active adapterar fyrir mini display port í HDMI.

Það eru amk ekki til neinir AMD approved skv þessari síðu: http://support.amd.com/us/eyefinity/Pag ... ngles.aspx

Þarna er ekki neitt undir "Adapts: Mini DisplayPort™ To: HDMI (Active Adapter)". Stendur bara "coming soon".

Gætir sennilega keypt svona(ég er með tvo svona): http://tolvutek.is/vara/active-displayp ... eytistykki og sett bara dvi->hdmi breytistykki á hann en þori ekki að fullyrða með gæðin á því.

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Fös 04. Jan 2013 21:36
af GrimurD
Þú þarft ACTIVE adapter þegar þú ert kominn með svona marga skjái en allir þessir eru passive. Ég er með 4 skjái tengda og er með tvo adaptera. Samkvæmt því sem ég best get fundið þá eru ekki ennþá til neinir active adapterar fyrir mini display port í HDMI.

Það eru amk ekki til neinir AMD approved skv þessari síðu: http://support.amd.com/us/eyefinity/Pag ... ngles.aspx

Þarna er ekki neitt undir "Adapts: Mini DisplayPort™ To: HDMI (Active Adapter)". Stendur bara "coming soon".

Gætir sennilega keypt svona(ég er með tvo svona): http://tolvutek.is/vara/active-displayp ... eytistykki og sett bara dvi->hdmi breytistykki á hann en þori ekki að fullyrða með gæðin á því.

EDIT: Er ekki viss hvort þetta hefur eitthvað breyst eitthvað á 7xxx línunni en ég er með 6870 og þarf að gera þetta svona, vera með tvo skjái tengda með active adapterum.

Re: Bæta við fjórða skjánum (sjónvarp)

Sent: Lau 05. Jan 2013 17:49
af ZiRiuS
Þá þarf ég semsagt HDMI í DVI adapter og svo þennan DVI í Mini DP?