Síða 1 af 1

[Hjálp] Undarlegt vandamál með sjónvarp og tölvuskjá.

Sent: Fim 03. Jan 2013 17:43
af magnusgu87
Sælir vaktarar.

Ég er með tölvuna mína tengda við tvo skjái í gegnum ATI Radeon HD 5450. Sjónvarpið mitt er s.s tengt í HDMI tengið og 24"tölvuskjárinn minn er tengdur við DVI tengið.
Stillingarnar eru þannig að ég nota tölvuskjáinn sem main display, þ.e start stikan og desktop items eru á þeim skjá og á sjónvarpinu er bara background image. Hinsvegar ef ég ákveð að slökkva á sjónvarpinu þá hverfur allt desktopið af skjánum og bara bakgrunnurinn sést auk þess sem allt hljóð dettur út líka. Þegar ég kveiki svo aftur á sjónvarpinu birtist allt desktoppið aftur.
Ef ég tek svo HDMI snúrunu úr tölvunni þá er allt í góðu á tölvuskjánum, en þá get ég náttla ekki horft á neitt sem er í tölvunni í sjónvarpinu.

Þegar ég smelli á Identify kemur sjónvarpið upp sem 1 og tölvuskjárinn upp sem 2, ég er með stillt á Extended displays.

Hvað þarf ég gera til þess að geta haft slökkt á sjónvarpinu en samt með HDMI snúruna tengda án þess að tölvuskjárinn slökkvi ekki á sér líka?

Kv.

Re: [Hjálp] Undarlegt vandamál með sjónvarp og tölvuskjá.

Sent: Lau 05. Jan 2013 21:34
af magnusgu87
61 yfirlit og ekkert svar? Enginn með hugmynd hversvegna HDMI tengið virðist over-ride-a DVI tengið?

Re: [Hjálp] Undarlegt vandamál með sjónvarp og tölvuskjá.

Sent: Lau 05. Jan 2013 22:51
af kizi86
http://www.avsforum.com/t/1351097/truni ... pc-monitor
http://www.overclockers.com/forums/show ... p?t=657876

á þessum tveim linkum eru leiðir sem getur prufað... (eru neðst á hvorri síðunni)

Re: [Hjálp] Undarlegt vandamál með sjónvarp og tölvuskjá.

Sent: Sun 06. Jan 2013 15:27
af magnusgu87
Oki efri linkurinn hjálpar með að hluta til. Ég s.s næ að slökkva á sjónvarpinu, fá mynd á tölvuskjáinn og hljóðið virkar. Hinsvegar um leið og ég kveiki á sjónvarpinu þá færist allt desktopið og start-stikan yfir á sjónvarpið í stað þess að halda sér á tölvuskjánum.

Ef ég gæti náð að gera Tölvuskjáinu að nr 1 og sjónvarpið að nr 2 ætti þetta líklegast ekki að gerast. En hvernig ég geri það veit ég ekki. Það er nefnilega ekki nóg að velja show desktop only on 2(tölvuskjánum) því þetta gerist samt þegar ég kveiki á sjónvarpinu. Skjárinn virðist því alltaf virkar sem extended display í stað sjónvarpsins.