Síða 1 af 1

USB device is not recognized

Sent: Fös 28. Des 2012 11:27
af thorby
Þetta byrjaði í gærkvöldi að ég fæ þessa meldingu upp, "USB DEVICE IS NOT RECOGNIZED", ég er bara með 2 usb tengi og þau eru bæði dottin út, svo ég get ekki notað usb músina eða neitt annað sem er usb tengt.
Er nokkur sem veit af hverju þetta getur stafað og hvernig hægt er að laga þetta, ég er búin að fikta svolt. í Devige Manager, en það breytist ekkert, tölvan finnur bara ekki þessi usb port, samt eru engar villumeldingar í device manager.
Please ef einhver veit um ráð við þessu, þá væri það yndislegt

Re: USB device is not recognized

Sent: Fös 28. Des 2012 11:29
af Klemmi
Af minni reynslu er yfirleitt um vélbúnaðarbilun að ræða þegar það kemur USB device not recognized, en ætla þó ekki að fullyrða að slík sé raunin hjá þér.

Vildi bara gefa þér heads up :oops:

Hvar eru þessi port annars, að framan? Stýrispjaldi? Aftan?

Re: USB device is not recognized

Sent: Fös 28. Des 2012 11:47
af thorby
usb tengin eru á hliðinni á tölvunni

Re: USB device is not recognized

Sent: Fös 28. Des 2012 11:57
af Klemmi
thorby skrifaði:usb tengin eru á hliðinni á tölvunni


Ahh, s.s. fartölva?

Þá eru ágætis líkur á að þú sért bara í slæmum málum :oops:

Vonandi er þetta hugbúnaðartengt en það er því miður ólíklegt. Getur þó prófað að taka tölvuna úr sambandi og fjarlægja rafhlöðuna úr henni, leyfa henni að standa í smá stund, 1-5mínútur, og athuga hvort það lagi vandamálið, stundum er einfaldlega um einhver leiðindi í móðurborðinu að ræða sem lagast við það að taka allan straum af því.

Re: USB device is not recognized

Sent: Fös 28. Des 2012 12:24
af beggi90
Ef þú setur usb lykil í tölvuna, kemur hann upp í bios? (best væri að prófa bootable usb).

Ef þú ert heppinn gæti þetta verið chipset driverinn, finnst það samt ólíklegt.