Síða 1 af 1

Vandræði með Skype og hljóðnema...

Sent: Mán 24. Des 2012 15:28
af oskar9
Sælir Vaktarar og gleðileg jól.

Þannig er mál með vexti að ég er að nota Venjulegan 3.5mm jack hljóðnema til að nota á Skype og Teamspeak 3

Ég er með Creative X-FI Fatal1ty kort sem ég tengi Yamaha magnara í.

Einnig er ég með Logitech g-510 lyklaborð, á því er Headphone og Mic tengi, ef ég tengi hljóðnemann í jack tengið á lyklaborðinu þá virkar hann bæði í teamspeak og Skype en ef ég tengi hann í Flexi jack tengið aftan á hljóðkortinu þá virðist skype týna honum, allt virkar þó 100% í teamspeak og félagar mínir segja að það sé mikill munur á skýrleika og static truflunum á lyklaborðinu og hljóðkortinu.

Ég nenni ekki alltaf að færa hljóðnemann á milli því ég nota bæði forritin mikið og vil auðvitað hafa þetta tæra flotta hljóð sem næst með mic tenginu á hljóðkortinu.

Ég fann ekkert tengt þessu á google, bara eitthvað imba dót hvort það væri nokkuð á mute og eitthvað þannig, en þar sem hann virkar í öllu nema Skype þá hlýtur vandamálið að liggja þar, ég hef farið ítarlega í allar stillingar í skype settings en án árangurs... :svekktur :svekktur

MBK
Óskar Thor