Síða 1 af 1

Færa uppsetningu frá SATA 3 yfir á SSD?

Sent: Fim 20. Des 2012 14:56
af tanketom
Góðan dag.

Ég var að velta fyrir mér þar sem ég nýbúinn að strauja tölvuna og gera fínt, hvort það sé ekki hægt að færa uppsetninguna með öllum driverum og smáforrit frá SATA 3 diskin yfir á nýja SSD diskinn :sleezyjoe
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2299

Re: Færa uppsetningu frá SATA 3 yfir á SSD?

Sent: Fim 20. Des 2012 15:42
af diabloice
ef þú ert með Stýrikerfið á sér partion sem passar á 120gb disk ,þá getiru klónað það yfir á ssd með forriti eins og macrium reflect

http://www.macrium.com/reflectfree.aspx einfalt og mjög auðvelt í notkun

Re: Færa uppsetningu frá SATA 3 yfir á SSD?

Sent: Fim 20. Des 2012 16:45
af mind
Mæli sterklega með því að þú setjir stýrikerfið hreint upp á SSD disk. Þetta eru allt aðrir hlutir og stýrikerfi meðhöndlar SSD og HDD mismunandi.

Hitt virkar eflaust, en spursmál er við hvort þú fáir allan hraðann og hámarksendinguna sem ætti að vera með SSD diskinum.

Re: Færa uppsetningu frá SATA 3 yfir á SSD?

Sent: Fim 20. Des 2012 18:22
af playman
mind skrifaði:Mæli sterklega með því að þú setjir stýrikerfið hreint upp á SSD disk. Þetta eru allt aðrir hlutir og stýrikerfi meðhöndlar SSD og HDD mismunandi.

Hitt virkar eflaust, en spursmál er við hvort þú fáir allan hraðann og hámarksendinguna sem ætti að vera með SSD diskinum.

x2

Getur einnig skoðað þennan þráð, þar var einn í sömu hugleiðingum og þú.
viewtopic.php?f=27&t=50779

Svo er annað mál, þegar að maður setur upp nítt stýrikerfi á SSD þá setur win7 in vissar stillingar fyrir SSD sem að
það gerir ekki fyrir HDD, og er ég ekki viss um að ef að þú clonar diskin að win7 breytir þeim stillingum sjálfkrafa.