Síða 1 af 1

"dirty" ntfs partition á hörðum diski.(Win7 Ubuntu dualboot)

Sent: Mið 19. Des 2012 23:40
af Snorrmund
Jæja, nú er ég kominn með smá vandamál, er með diskinn í fatölvunni skiptan niður svo ég geti dual bootað og valið milli Ubuntu og Win 7. Núna er win7 farið að hegða sér virkilega illa, stundum ræsir tölvan sig ekki alveg upp í windows þannig að ég ákvað að reyna að keyra chkdsk eina sem það leyfir mér að gera er að stilla chkdsk til að fara í gang næst þegar að tölvan er ræst, en vandamálið er það að chkdsk fer aldrei í gang. Annaðhvort frýs tölvan við að reyna að keyra upp win7 eða hún bara keyrir upp win7.

Aftur á móti keyrir Ubuntu sig eðlilega upp og virkar vel líkt og vanalega. Ég googlaði þetta vandamál aðeins og þar var sagt að hægt væri að prufa að keyra ntfsfix í ubuntu en vandamálið er að það keyrir sig aldrei upp :/

Nú er ég að spá hvort það sé eitthvað gott HDD check utility sem þið mælið með sem hægt er að ræsa upp af USB eða keyra í gegnum Ubuntu ?