Síða 1 af 1

Ný vél í vinnslu, vantar álit [update 18.12.12]

Sent: Lau 15. Des 2012 19:40
af Squinchy
Nú fer að koma tími á uppfærslu

Flakið sem ég er með núna samanstendur af:
MB: Gigabyte M61PME-S2
CPU: AMD Athlon 64 x2 4000+
Innraminni: 2* 2GB DDR2 800MHz
Skjákort: inno3d GT 9600
SSD: 128GB Samsung 830
NoName aflgjafi
Thermaltake kassi

Sé fyrir mér að SSD diskurinn verði það eina sem mun flytja yfir í nýja gripinn.

Aðal notkun á vélinni sem ég er með núna er leikir og net ráp, leikir á borð við diablo3 (Ræður varla við það á all low), lol (ræður illa við leikinn eftir season 3 uppfærsluna), en langar að geta spilað leiki á borð við crysis, farcry og þessa leiki sem eru frekar kröfuharðir, vélin þarf líka að vera hljóðlát.

Verð bil er í kringum 200k sem ég er tilbúinn að setja í nýja vél +- nokkra 5000.kr seðla.

Fyrsta plan:
Móðurborð: Vantar álit á því
CPU: Vantar álit (intel verður örugglega fyrir valinu), munur á sandy og ivy?
Innraminni: 4*4GB Corsair Vengeance @16.750.kr
Skjákort: GTX670 @68.950.kr
SSD: 128GB Samsung 830 @0.kr
Aflgjafi: AX750 @29.450.kr (of stór eða góður upp á framtíð?)
CPU kæling: vantar álit, er að spá í H80 eða H100@23.950.kr ?
Hljóðkort: langar rosalega í ASUS Xonar Essence STX en það þarf ekki að koma strax í vélina
Kassi: Fractal Design Define R3 White var að fara kaupa hann í dag en síðan sá ég að Tölvuvirknu eru með R4 á síðunni sinni en bara í svörtum lit (Sem ég er ekki spenntur fyrir, langar í hvítan), spurning um að gá hvort þeir séu til í að panta hann hvítan eða er betra að gera það bara sjálfur ? (R4 getur tekið við H100 easy en R3 geri það ekki.

Væri til í að fá innlegg á hvaða móðurborð og CPU ég ætti að fá mér við þetta skjákort, er alveg opinn fyrir því að geta yfirklukkað upp á framtíðina en verður örugglega ekki gert strax.

Planið er að hafa íhluti í svörtu (dökkum lit) eða hvítu, allt annað verður seint skoðað sem möguleiki

Er ekki með mikla sérvisku um hvar íhlutirnir fást svo lengi sem það er ekki buy.is eða computer.is

:happy

Re: Ný vél í vinnslu, vantar álit

Sent: Mán 17. Des 2012 21:32
af Squinchy
Gerði smá uppkast í kvöld

MB:Asus p8z77-v LX @ 23860 -10% =21474
CPU:i5 3570K @ 39860 -10% =35874
Minni:Corsair Vengeance 4*4GB @ 16750
GPU:MSI 670 PE OC @ 73950
PSU:Corsair AX750 @ 29450
Kassi:Fractal design Define R4 (Vonandi hvítur) @ 24860
Heildar verð:202.358.kr

Væri snilld að fá comment um hvort þetta móðurborð sé góð blanda með þessum CPU og GPU, mun ég lenda í eitthverjum flöskuháls eða vesen með OC seinna meir ?
og er ég að fara overkill á eitthverjum hlut þarna ?

Einnig spurning um að taka líka CPU og MB bara hjá att og vera með þetta allt á einum stað ? :-k

Re: Ný vél í vinnslu, vantar álit

Sent: Mán 17. Des 2012 22:17
af vikingbay
Squinchy skrifaði:Gerði smá uppkast í kvöld

MB:Asus p8z77-v LX @ 23860 -10% =21474
CPU:i5 3570K @ 39860 -10% =35874
Minni:Corsair Vengeance 4*4GB @ 16750
GPU:MSI 670 PE OC @ 73950
PSU:Corsair AX750 @ 29450
Kassi:Fractal design Define R4 (Vonandi hvítur) @ 24860
Heildar verð:202.358.kr

Væri snilld að fá comment um hvort þetta móðurborð sé góð blanda með þessum CPU og GPU, mun ég lenda í eitthverjum flöskuháls eða vesen með OC seinna meir ?
og er ég að fara overkill á eitthverjum hlut þarna ?

Einnig spurning um að taka líka CPU og MB bara hjá att og vera með þetta allt á einum stað ? :-k



Hæ, ég held að þetta lýti ágætlega út, en þó myndi ég taka kanski frekar 8GB minni (eða ekki, fer eftir hvort þú haldir að þú virkilega þurfir 16GB) og nota það sem þú sparar í eitthvað almennilegra móðurborð. Eitthvað eins og til dæmis þetta: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2196

Þarna ertu búinn að kaupa þér valmöguleika sem heitir SLi, áhugaverður valkostur seinna meir..

Fínt skjákort, átt ekki eftir að sjá eftir því, einnig með aflgjafann, fully modular er unaður. Efast um að þú þurfir 750w afl, gætir vel sloppið með að fara í eitthvað lægra, það er samt alltaf ágætt að hafa svigrúm, þar sem þú ert að fara yfirklukka og kanski fá þér annað skjákort seinna.. Ég fékk mér alltof stórann aflgjafa af einhverri ástæðu... reyndar aðeins þyrstari íhlutir, en ég barasta held að flestir séu með of stórann aflgjafa.

Ágætis kæling, þú kanski færð þér tvær viftur fyrir smá auka :)

Kassinn er alveg þitt val, mig minnir að þig hafi langað í hvítann, þessi er dáldið sexy: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2053

Kveðja (:

Bætt við: ég gleymdi að benda þér á þetta http://start.is/product_info.php?products_id=3281
Bætt við aftur -.- : kassinn sem ég benti þér á er no good fyrir H100

Re: Ný vél í vinnslu, vantar álit [update 17.12.12]

Sent: Mán 17. Des 2012 23:54
af Squinchy
Já góður púnktur með sli möguleikann, lýst vel á þetta MB

Takk fyrir þessa ábendingu :)

Re: Ný vél í vinnslu, vantar álit [update 17.12.12]

Sent: Þri 18. Des 2012 00:38
af Xovius
Rétt að þú þarft ábyggilega ekki 16GB og það er auðvelt að bæta inn RAM seinna.
Lýst líka vel á skjákortið, einmitt það sem ég færi í ef ég væri að fá mér nýja tölvu í dag.

Re: Ný vél í vinnslu, vantar álit [update 17.12.12]

Sent: Þri 18. Des 2012 10:54
af Squinchy
Okei ég væri þá bara að fara í 2*4GB right? Svo bæti ég bara öðru setti við ef þörf er á

Þá væri þetta svona

MB:Gigabyte Z77X-D3H @ 26900
CPU:i5 3570K @ 39860 -10% =35874
Minni:Corsair Vengeance 2*4GB @ 9450
GPU:MSI 670 PE OC @ 73950
PSU:Corsair AX750 @ 29450
Kassi:Fractal design Define R4 (Vonandi hvítur) @ 24860
Heildar verð:200.484.kr