Síða 1 af 1

HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 19:55
af Viktor
Sælir.
Er að pæla að uppfæra skjákort svo ég geti tengt hdmi með hljóði við bortölvuna.

Er það standard á öllum kortum að hljóðið fylgi með í straumnum?
Vildi bara double checka það. Hefur fólk verið að lenda í veseni með það?

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 19:58
af AntiTrust
Ég hef amk verið að gera þetta með HTPC's hjá mér í mörg ár, alveg síðan ég var með HD4670. Held ég geti fullyrt að nánast öll GPU's í dag styðja þetta.

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 20:05
af svanur08
HDMI er Multimedia interface þannig það ætti nú að virka á öllum kortum myndi maður halda.

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 20:23
af playman
Ef ég mætti spyrja, hverninn hljóð gefur GPU HDMI út af sér?
sterio eða 5.1 eða?
SRT eða DTS eða?
Einnig, hverninn eru þá gæðin á hljóðinu samanborið við innbygt hljóðkort á meðal móðurborði?

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 20:50
af hagur
playman skrifaði:Ef ég mætti spyrja, hverninn hljóð gefur GPU HDMI út af sér?
sterio eða 5.1 eða?
SRT eða DTS eða?
Einnig, hverninn eru þá gæðin á hljóðinu samanborið við innbygt hljóðkort á meðal móðurborði?


Sæmilega nýleg kort (T.d ATI HD5xxx línan og nýrri) styðja 7.1 Dolby TrueHD og DTS-HD MA bitstreaming í gegnum HDMI 1.3.

Hljóðgæðin eru ekkert verri en úr venjulegu móðurborðshljóðkorti.

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fim 06. Des 2012 20:52
af playman
hagur skrifaði:
playman skrifaði:Ef ég mætti spyrja, hverninn hljóð gefur GPU HDMI út af sér?
sterio eða 5.1 eða?
SRT eða DTS eða?
Einnig, hverninn eru þá gæðin á hljóðinu samanborið við innbygt hljóðkort á meðal móðurborði?


Sæmilega nýleg kort (T.d ATI HD5xxx línan og nýrri) styðja 7.1 Dolby TrueHD og DTS-HD MA bitstreaming í gegnum HDMI 1.3.

Hljóðgæðin eru ekkert verri en úr venjulegu móðurborðshljóðkorti.

Takk fyrir það

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fös 07. Des 2012 00:56
af ingibje
Nvidia byrjaði dáldið seinna enn Ati að þessu, gtx 200 línan hjá þeim er sú fyrsta sem styður hljóð í gegnum hdmi.

annars buðu þeir upp á möguleika að tengja sspdif kapal frá kortinu í móðurborðið í eldri módelum frá þeim, enn ég er ekki viss hvort það séu almennileg gæði í því.

Re: HDMI tengi með hljóði á skjákortum?

Sent: Fös 07. Des 2012 10:19
af hagur
Held að það sé bara eins og optical out á venjulegu hljóðkorti. Færð í mesta lagi 5.1 dolby digital/DTS úr því.