Ég á Seagate Goflex Satellite
Keypti í Elko á 35K (var 40K) fyrir hálfu ári
er til í 500gb og 1tb útgáfum.
ég er með 500gb, langar að setja í þetta 2tb disk seinna.
þeir segja 5 klst á rafhlöðunni en mín reynsla er nærri 3 klst í almennri notkun.
þú getur tengt held ég eitthvað 7 þráðlausar græjur við þetta í einu en bara streamað HD videó í 3 í einu.
fín græja, búinn að nota etta með ipad, transformer og í browser á símanum því þeir eru ekki með app í Nokia symbian.
best að nota appið sem er til fyrir ipad og android fyrir hnökralausari notkun
annars er hægt að nota browserinn til að skoða innihaldið.
það þarf að stilla á þráðlausa netið á diskinum en það er hægt að tengjast netinu líka með pass-through í gegnum diskinn þá þarf að setja inn WIFI PW í appið fyrir netið sem maður vill áframtengjast.
ipad spilar ekki öll formötin sem ég hef notað browserinn í oplayer appinu til að spila formöt sem ipad styður ekki default, ekki sama vandamálið í android náttúrulega, betri stuðningur þar.
svo er þetta USB3 svo fljótt að henda dóti inná þetta af tölvunni þegar tengt við hana í usb3 port.

ég sá eitthverja svipaða græju til sölu frá Buffalo fyrir nokkrum dögum, veit ekki mikið um hana en það er annað svona dót sem er samt ekki með harðan disk en heitir WI-Drive frá Kingston, ég á eitt svoleiðis 32 GB, það er svipað nema minna og með flashdiski en ekki hörðumdiski, bara minna, 16-64gb
