Síða 1 af 1

Reynsla af þráðlausum 2.5" flökkurum ?

Sent: Mið 05. Des 2012 22:16
af Sæþór
Sælir,

Langaði að forvitnast hvort menn væru með einhverja reynslu af þessu ? Aðalega þá að stream´a á síma og spjaldtölvur.
Og já væri gott að vita frá einhverjum sem er með svona, hvort að rafhlaðan dugar eins og hún er sögð eiga að gera og að tengingin sé það stöðug.

Takk takk

Re: Reynsla af þráðlausum 2.5" flökkurum ?

Sent: Fim 06. Des 2012 01:02
af Stuffz
Ég á Seagate Goflex Satellite

Keypti í Elko á 35K (var 40K) fyrir hálfu ári

er til í 500gb og 1tb útgáfum.

ég er með 500gb, langar að setja í þetta 2tb disk seinna.

þeir segja 5 klst á rafhlöðunni en mín reynsla er nærri 3 klst í almennri notkun.

þú getur tengt held ég eitthvað 7 þráðlausar græjur við þetta í einu en bara streamað HD videó í 3 í einu.

fín græja, búinn að nota etta með ipad, transformer og í browser á símanum því þeir eru ekki með app í Nokia symbian.

best að nota appið sem er til fyrir ipad og android fyrir hnökralausari notkun

annars er hægt að nota browserinn til að skoða innihaldið.

það þarf að stilla á þráðlausa netið á diskinum en það er hægt að tengjast netinu líka með pass-through í gegnum diskinn þá þarf að setja inn WIFI PW í appið fyrir netið sem maður vill áframtengjast.

ipad spilar ekki öll formötin sem ég hef notað browserinn í oplayer appinu til að spila formöt sem ipad styður ekki default, ekki sama vandamálið í android náttúrulega, betri stuðningur þar.

svo er þetta USB3 svo fljótt að henda dóti inná þetta af tölvunni þegar tengt við hana í usb3 port.

Mynd

ég sá eitthverja svipaða græju til sölu frá Buffalo fyrir nokkrum dögum, veit ekki mikið um hana en það er annað svona dót sem er samt ekki með harðan disk en heitir WI-Drive frá Kingston, ég á eitt svoleiðis 32 GB, það er svipað nema minna og með flashdiski en ekki hörðumdiski, bara minna, 16-64gb

Mynd

Re: Reynsla af þráðlausum 2.5" flökkurum ?

Sent: Fim 06. Des 2012 17:21
af Halli25
Buffalo græjuna er hægt að fá hérna:

http://www.tl.is/product/buffalo-minist ... -og-usb-30

hún hefur það umfram Seagate að það er hægt að vista á hana af síma eða spjaldtölvu þráðlaust með appinu.

Re: Reynsla af þráðlausum 2.5" flökkurum ?

Sent: Fös 07. Des 2012 00:53
af Stuffz
Halli25 skrifaði:..hún hefur það umfram Seagate að það er hægt að vista á hana af síma eða spjaldtölvu þráðlaust með appinu.



Það er fínn kostur

Seagate er samt alltaf að uppfæra firmwarið á Go Flex Satellite græjunni reglulega svo aldrei að vita nema þetta verði hægt á henni líka innan skamms, þessi passthrough möguleiki var t.d. ekki til staðar í henni þegar ég keypti hana en kom í firmwari nokkru seinna. það eru eitthverjir með youtube channel fyrir moddað firmware fyrir græjuna hér http://www.youtube.com/user/HackSeagate ... ture=watch