Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Skjámynd

Höfundur
bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf bAZik » Mán 03. Des 2012 16:57

Hef aðallega verið að skoða http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2247 og http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8037 (er ekki til eins og er).

Hvor þeirra er betri? Eru aðrar útgáfur sem gætu verið betri?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2869
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 03. Des 2012 17:01

Ég myndi taka MSI kortið með Twin Frozr kælingunni, ég var pínu smeikur við þessa kælingu, en eftir að ég fékk mér slíkt kort varð ég mjög hrifinn af henni.

Virkilega hljóðlát og kælir vel undir álagi. 470gtx kortið mitt með refrence blower-num var mikið háværara en 580 kortið með twin frozr kælingunni undir álagi.



Skjámynd

Höfundur
bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf bAZik » Mán 03. Des 2012 18:55

Já ætli ég bíði ekki eftir MSI kortinu þá.

Er þetta ekki annars svona semí best for the buck kortið í dag?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Klemmi » Mán 03. Des 2012 19:44

Bæði kort hafa sína kosti og galla.

Twin Frozr kortið kælir kortið sjálft betur og er hljóðlátara en blæs hitanum frá kortinu inn í kassann. 2 grunnar viftur eru líklegri en 1 djúp til að bila/byrja að mynda hávaða. Er aðeins ódýrara.

PNY kortið blæs loftinu út úr kassanum en hitnar meira. Er með 3 ára ábyrgð.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 03. Des 2012 20:07

Persónulega myndi ég frekar taka PNY kortið. Aðal ástæðan er reyndar hvað twin frozer lookið er ljótt...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Xovius » Mán 03. Des 2012 20:16

Ég er með 580 twin frozr og get svo sannarlega mælt með þessum kælingum :)



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf hjalti8 » Mán 03. Des 2012 20:55

bAZik skrifaði:Hvor þeirra er betri?


msi kortið er með betri kælingu en eins og klemmi sagði þá blæs það heita loftinu inn svo það skiptir miklu máli að hafa gott loftflæði.

svo er msi kortið líka með miklu betri pcb en það skiptir svosem litlu máli því voltin eru læst @1.175V(á kjarnann) plús það er hvort eð er betra að yfirklukka vram á þessum kortum þar sem þau hafa bara tiny 192bit memory bus.


bAZik skrifaði:Er þetta ekki annars svona semí best for the buck kortið í dag?


hd7950 kostar basicly jafn mikið en er samt mun betra stock vs stock og í kringum 50% öflugra yfirklukkað vs stock 660ti sem er mjöög mikill munur.

hd7950@1100mhz er mjög raunhæf yfirklukkun fyrir ágætis týpu af 7950 og gefur svipað performance og 7970ghz sem er heldur öflugra en gtx680 með nýjum driverum(sérstaklega þegar kemur að min. fps sem skiptir miklu máli):

Mynd

svo er 7950 meira future proof með 1gb auka vram og tvöfallt stærri memory bus. Annars myndi ég reyna að fá twin frozr útgáfuna af 7950 þar sem hún kælir ekki bara kjarnan, eins og powercolour kortið sem kisildalur selur, heldur líka powerphase-ana og allan pcb-inn sem ætti að gefa þér hærra oc headroom.



Skjámynd

Höfundur
bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf bAZik » Mán 03. Des 2012 21:31

^ Takk fyrir svarið. Kemur samt ekki til greina að ég kaupi AMD kort.

Hvort kortið mynduði velja ef þið væruð að fara í átt að hljóðlátari vél? Þetta verður í Corsair 550D kassa. Býst við að ef MSI kortið sé hljóðlátara og blási lofti inní kassann að þá myndi það verða heitara og þannig verða háværara en venjulega, en PNY kortið myndi vera jafn hávært sama hvað. Ekki satt?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Klemmi » Mán 03. Des 2012 21:42

hjalti8 skrifaði:hd7950 kostar basicly jafn mikið en er samt mun betra stock vs stock og í kringum 50% öflugra yfirklukkað vs stock 660ti sem er mjöög mikill munur.


Þessu er ég ósammála, samanber: http://www.anandtech.com/bench/Product/550?vs=647

HD7950 kemur talsvert betur út í Crysis og Metro, 660Ti í Portal (source engine), Battlefield og Total War og almennt betur í Skyrim þó að 7950 hafi sigurinn í Ultra settings.

Get því ekki sagt að HD7950 sé neitt betri kaup ef horft er á stock vs. stock.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 03. Des 2012 21:52

Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs

En til OP þá sýnist mér þetta enda á smekksatriði hjá þér.

Mínar persónulegu skoðanir en ekki heilagur sannleikur


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf MatroX » Mán 03. Des 2012 21:54

AciD_RaiN skrifaði:Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs

En til OP þá sýnist mér þetta enda á smekksatriði hjá þér.

Mínar persónulegu skoðanir en ekki heilagur sannleikur

djöfull er ég sammála þér núna hahaha :D


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf bAZik » Mán 03. Des 2012 22:06

AciD_RaiN skrifaði:Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs

En til OP þá sýnist mér þetta enda á smekksatriði hjá þér.

Mínar persónulegu skoðanir en ekki heilagur sannleikur

Já ætli ég taki ekki bara sénsinn með MSI kortið.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 03. Des 2012 22:29

bAZik skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs

En til OP þá sýnist mér þetta enda á smekksatriði hjá þér.

Mínar persónulegu skoðanir en ekki heilagur sannleikur

Já ætli ég taki ekki bara sénsinn með MSI kortið.

Svo lengi sem það er kostið sem þér líst betur á þá er það rétta valið :happy Óska þér alls hins besta með kortið sem þú færð þér og hlakka til að sjá kannski einhver benchmörk :D


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf hjalti8 » Mán 03. Des 2012 23:06

bAZik skrifaði:^ Takk fyrir svarið. Kemur samt ekki til greina að ég kaupi AMD kort.

Hvort kortið mynduði velja ef þið væruð að fara í átt að hljóðlátari vél? Þetta verður í Corsair 550D kassa. Býst við að ef MSI kortið sé hljóðlátara og blási lofti inní kassann að þá myndi það verða heitara og þannig verða háværara en venjulega, en PNY kortið myndi vera jafn hávært sama hvað. Ekki satt?


MSI kortið ætti að vera í fínasta lagi í þessum kassa.

bAZik skrifaði:^ Takk fyrir svarið. Kemur samt ekki til greina að ég kaupi AMD kort.


Af hverju ekki?

Klemmi skrifaði:Þessu er ég ósammála, samanber: http://www.anandtech.com/bench/Product/550?vs=647

HD7950 kemur talsvert betur út í Crysis og Metro, 660Ti í Portal (source engine), Battlefield og Total War og almennt betur í Skyrim þó að 7950 hafi sigurinn í Ultra settings.

Get því ekki sagt að HD7950 sé neitt betri kaup ef horft er á stock vs. stock.


Þú verður að gera þér grein fyrir því að þessi benchmarks eru gerð á eeeldgömlum driverum. Ef þú lítur t.d. á hardocp reviewið hér að neðan þá er 7870 að performa svipað og 660ti en 660ti er ekki nálægt 7950 og hvað þá yfirklukkuðu 7950. Og svo þarf líka að líta á min. fps þar sem 660ti stendur sig mjög illa í mörgum leikjum þökk sé 192bit memory bus.

Hérna eru annars nýrri review á nýrri driverum:

http://www.hardocp.com/article/2012/11/ ... _roundup/4
http://www.techspot.com/review/603-best-graphics-cards/
http://www.techpowerup.com/reviews/AMD/ ... nce/1.html
http://www.anandtech.com/show/6393/amds ... new-bundle


AciD_RaiN skrifaði:Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs


Svo lengi sem fólk heldur að 660ti sé besta kortið fyrir peninginn í dag þá held ég áfram að predika O:)



Skjámynd

Höfundur
bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf bAZik » Mán 03. Des 2012 23:17

hjalti8 skrifaði:
bAZik skrifaði:^ Takk fyrir svarið. Kemur samt ekki til greina að ég kaupi AMD kort.


Af hverju ekki?

Því driverarnir þeirra eru crap, búinn að lenda nógu andskoti oft í driver veseni með ATi/AMD kort í gegnum tíðina. NVIDIA driverarnir hafa hinsvegar aldrei klikkað eða valdið veseni.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 03. Des 2012 23:25

bAZik skrifaði:
hjalti8 skrifaði:
bAZik skrifaði:^ Takk fyrir svarið. Kemur samt ekki til greina að ég kaupi AMD kort.


Af hverju ekki?

Því driverarnir þeirra eru crap, búinn að lenda nógu andskoti oft í driver veseni með ATi/AMD kort í gegnum tíðina. NVIDIA driverarnir hafa hinsvegar aldrei klikkað eða valdið veseni.

Mynd

Setti 2 ATI kort í vélina pabba og þessir driverar geta gert mann bilaðan :face


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


nonesenze
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf nonesenze » Mán 03. Des 2012 23:49

MatroX skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Sorry hjalti8 en þessi árátta að reyna að troða því á alla að 7950 sé besta kortið er farið að minna mig á votta jehóva :catgotmyballs

En til OP þá sýnist mér þetta enda á smekksatriði hjá þér.

Mínar persónulegu skoðanir en ekki heilagur sannleikur

djöfull er ég sammála þér núna hahaha :D


x3

amd = driver issue


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Klemmi » Þri 04. Des 2012 01:40

hjalti8 skrifaði:Þú verður að gera þér grein fyrir því að þessi benchmarks eru gerð á eeeldgömlum driverum. Ef þú lítur t.d. á hardocp reviewið hér að neðan þá er 7870 að performa svipað og 660ti en 660ti er ekki nálægt 7950 og hvað þá yfirklukkuðu 7950. Og svo þarf líka að líta á min. fps þar sem 660ti stendur sig mjög illa í mörgum leikjum þökk sé 192bit memory bus.

Hérna eru annars nýrri review á nýrri driverum:

http://www.hardocp.com/article/2012/11/ ... _roundup/4
http://www.techspot.com/review/603-best-graphics-cards/
http://www.techpowerup.com/reviews/AMD/ ... nce/1.html
http://www.anandtech.com/show/6393/amds ... new-bundle

Svo lengi sem fólk heldur að 660ti sé besta kortið fyrir peninginn í dag þá held ég áfram að predika O:)


HARDOCP reviewið er ekki með nein AMD stock kort, bara yfirklukkaðar útgáfur. Það er því mjög ósanngjarn samanburður, að bera HIS IceQ Boost kort saman við stock nVidia kort.

Í hinum reviewunum, þá eru GTX660Ti og HD7950 kortið alveg á pari, GTX660Ti hefur stundum vinningin og HD7950 stundum...

Auk þess er vert að benda á að ódýrasta HD7950 kortið er rúmum 10% dýrara heldur en ódýrasta GTX660Ti kortið, svipaður munur líka á meðalverðum þessa korta m.v. verðVaktina.

Ég er ekki að reyna að snúa útúr á neinn hátt, en ég get ekki séð annað en að einu skiptin sem AMD kortin hafi vinningin, sé einmitt með yfirklukkuðum útgáfum á móti óyfirklukkuðum nVidia kortum.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1285
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 148
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf Minuz1 » Þri 04. Des 2012 02:33

Klemmi skrifaði:
hjalti8 skrifaði:Þú verður að gera þér grein fyrir því að þessi benchmarks eru gerð á eeeldgömlum driverum. Ef þú lítur t.d. á hardocp reviewið hér að neðan þá er 7870 að performa svipað og 660ti en 660ti er ekki nálægt 7950 og hvað þá yfirklukkuðu 7950. Og svo þarf líka að líta á min. fps þar sem 660ti stendur sig mjög illa í mörgum leikjum þökk sé 192bit memory bus.

Hérna eru annars nýrri review á nýrri driverum:

http://www.hardocp.com/article/2012/11/ ... _roundup/4
http://www.techspot.com/review/603-best-graphics-cards/
http://www.techpowerup.com/reviews/AMD/ ... nce/1.html
http://www.anandtech.com/show/6393/amds ... new-bundle

Svo lengi sem fólk heldur að 660ti sé besta kortið fyrir peninginn í dag þá held ég áfram að predika O:)


HARDOCP reviewið er ekki með nein AMD stock kort, bara yfirklukkaðar útgáfur. Það er því mjög ósanngjarn samanburður, að bera HIS IceQ Boost kort saman við stock nVidia kort.

Í hinum reviewunum, þá eru GTX660Ti og HD7950 kortið alveg á pari, GTX660Ti hefur stundum vinningin og HD7950 stundum...

Auk þess er vert að benda á að ódýrasta HD7950 kortið er rúmum 10% dýrara heldur en ódýrasta GTX660Ti kortið, svipaður munur líka á meðalverðum þessa korta m.v. verðVaktina.

Ég er ekki að reyna að snúa útúr á neinn hátt, en ég get ekki séð annað en að einu skiptin sem AMD kortin hafi vinningin, sé einmitt með yfirklukkuðum útgáfum á móti óyfirklukkuðum nVidia kortum.


660 Ti er nerfað 670 GTX, má alveg bera saman við OC'd AMD að mínu mati, langt frá því að vera eitthvað stock kort.
Bang/Buck er það sem skiptir máli + þjónusta, áreiðanleiki og reynsla hvers á eins.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er besta GTX 660 Ti kortið?

Pósturaf hjalti8 » Þri 04. Des 2012 10:33

Klemmi skrifaði:
HARDOCP reviewið er ekki með nein AMD stock kort, bara yfirklukkaðar útgáfur. Það er því mjög ósanngjarn samanburður, að bera HIS IceQ Boost kort saman við stock nVidia kort.

Í hinum reviewunum, þá eru GTX660Ti og HD7950 kortið alveg á pari, GTX660Ti hefur stundum vinningin og HD7950 stundum...

Auk þess er vert að benda á að ódýrasta HD7950 kortið er rúmum 10% dýrara heldur en ódýrasta GTX660Ti kortið, svipaður munur líka á meðalverðum þessa korta m.v. verðVaktina.

Ég er ekki að reyna að snúa útúr á neinn hátt, en ég get ekki séð annað en að einu skiptin sem AMD kortin hafi vinningin, sé einmitt með yfirklukkuðum útgáfum á móti óyfirklukkuðum nVidia kortum.


7950 boost er refrence kort sem amd gaf út svipað eins og nvidia kortin hafa líka gpu boost.

en ok það munar kannski ekki miklu á þeim stock vs stock þegar maður ber saman avg. fps. þar sem að upprunalega 7950 er bara klukkað @800mhz stock.

en fyrir þessi auka 10% færðu auka gb vram, betri pcb, tvöfalt stærri mem. bus sem skilar hærri min. fps og unlocked voltage sem gerir þér kleift að yfirklukka kortið svo það verði öflugra en kort sem kosta í kringum 60% meira