Síða 1 af 1

Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 07:19
af upg8
Samkvæmt þessu þá virðist framtíðin hjá intel vera að örgjörvar verði lóðaðir beint í móðurborðið. ](*,)
http://semiaccurate.com/2012/11/26/intel-kills-off-the-desktop-pcs-go-with-it/

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 09:08
af playman
Á þetta að vera grín eða?
Þannig að AMD er að verða vinsæll aftur? :D

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 10:51
af Gislinn
Ég efast um að þetta eigi líka við um workstation CPU. Það er ekki séns að þeir fari að hafa t.d. Xeon sem SMD á móðurborð, það myndi aldrei borga sig.

Þetta þýðir bara að þeir sem vilja vera að fikta í tölvunni sinni þurfa að punga út hærri upphæð fyrir CPU (Enterprise og server CPU).

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 11:20
af gardar
Þá fer maður bara og verslar sér Xeon Phi, hann er mjog svo mikið fjarlægjanlegur

Mynd

:sleezyjoe

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 11:27
af Gislinn
gardar skrifaði:Þá fer maður bara og verslar sér Xeon Phi, hann er mjog svo mikið fjarlægjanlegur

Mynd

:sleezyjoe


Óháð þessu að þá efast ég um að fyrirtæki myndu sætta sig við downtíma á server vegna þess að þeir þurfa að skipta út móðurborðinu í honum ef CPU gefur sig vs. að poppa burt CPU og setja nýjann í og vera kominn með operational server eftir augnablik. :happy

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 11:35
af Xovius
Jæja, eins gott að AMD fari að gefa sjálfum sér spark í rassinn og koma einhvertíman bráðlega með almennilega high-end örgjörva aftur :P

Re: Engar frekari CPU uppfærslur?

Sent: Þri 27. Nóv 2012 13:02
af FreyrGauti
Miðað við hvernig Guru3d setur þetta fram í sinni grein virkar þetta sem að bara lga1155 sem er flokkað sem mainstream örgjörvar sé að fara verða lóðaðir, enthusiast örgjörvar eins og lga2011 verða áfram útskiptanlegir. Það sem þetta mun aðalega þýða fyrir nörra eins og okkur er að það verður dýrara að setja saman custom intel vél en var.