Ég var að kaupa mér SSD disk (OCZ Vertex 3 240gb) sem ég setti í vélina mína, splúnkuný msi gt70 með uppsettum 750 gb hdd.
Ég ætlaði að stytta mér leið með að clone-a diskana og boota beint upp af ssd en það fór fljótt í vaskinn og núna get ég ekki sett upp Windows 8 á SSD disknum..
er ekki allveg klár á hvað er í gangi en þegar ég skoða disk management sé ég að honum er skipt í partition (sjá eftirfarandi mynd)

Í stuttu máli langar mig að hafa Disk 1 með eina partition (bara primary) með windows 8 en ég get ekki eytt þessum partition út, get gert delete en ekki shrink eða extend, get ekki eytt EFI partinum og kann svosem ekkert á þetta partition dæmi..
Svo þegar ég reyni að setja upp Windows 8 fæ ég annarsvegar we couldn't create a new partition or locate an existing one ef ég boota tölvuna á disknum en ef ég keyri hann í my computer og DVD þá þarf ég að uninstalla bluetooth driver sem kemur alltaf með villu þegar ég reyni að gera það (virkar ekki í uninstall applications heldur)
Einhver með hentuga lausn á þessum málum hjá mér ?
Jæja þar sem hitt leystist poppaði upp annað vandamál hjá mér. Þegar ég boota núna af SSD disk (eftir fyrsta restart og næstu 40) kemur upp check cable connection pxe-m0f exiting intel pxe rom
Ég er búinn að googla þetta framm og til baka, helsta er að þetta gæti verið firmware update fyrir sSD diskinn sem ég er með nema núna er ég ekki með neina tölvu til að boota upp af (nema 10" lappann minn núna) og update-a firmware á disknum.
Búinn að gera eftirfarandi hluti :
Swappa HDD og SSD slottin framm og til baka
Búinn að fara yfir boot up röðina og líka disable-a allt sem er í henni nema HDD
Í HDD röðun er OCZ agility 3 fyrir ofan og WD 750 fyrir neðan
Búinn að taka batterý úr sambandi og setja aftur í samband (til að athuga hvort það væri rétt sett í.. dno?)
ekkert tengt og öll USB port disabled en breytti engu
Get ekki installað windows á HDD NÉ SSD
SSD leyfir ekki útaf einhver partition dæmi
HDD leyfir ekki útaf 0x80300024
Er kominn á það er verða að spurja vaktarana hérna !!
Endilega hjálpið mér þar sem ég er .. tjahh.. með nýja tóma tölvu.. ekki gaman

