Síða 1 af 1

Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 14:55
af Mr.Pudding
Sælir,

Er að spá í að fá mér pc tölvu fyrir tónlistarvinnslu, hef notað macbook hingað til, og hún er ekki alveg að höndla það sem hún þyrfti að höndla
Verð með utanáliggjandi hljóðkort og það þyrfti helst að vera á henni firewire.

Hvað væri bestu kaupin fyrir 150þúsund, turn og allir íhlutir.
Í hverju mætti spara og í hvað ætti ég að eyða meiru? og er ekki örugglega að fara að koma betur út að vera með i7 sem er með hyper threading heldur en i5 ?
Þetta var það sem vinur minn laggði til:

dsadas.jpg
dsadas.jpg (265.45 KiB) Skoðað 1967 sinnum

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 15:10
af Cascade
Ef þú ert ekki að fara spila tölvuleiki, þá myndi ég sleppa að taka skjákort og nota innbyggðu HD4000 stýringuna sem er í þessum örgjörva, hún er mjög góð

Bæði spararu pening í skjákort, minni hávaði (engin auka vifta á skjákorti) og þá væntanlega minni hiti í tölvukassanum

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 15:17
af Garri
Þetta kort styður þrjá skjái ef ég man rétt og mér finnst ekkert vit í öðru en að vera með allavega tvo skjái.. helst þrjá!

Hefði skoðað að fara í stærri SSD disk.

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 15:38
af MatroX
byrjum á byrjun!

hvaða DAW ertu að fara nota?
Hvaða plugin ertu að fara nota?
Ertu að fara keyra eitthver þung sample plugin? trommu heila t.d?

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 15:40
af Daz
Garri skrifaði:Þetta kort styður þrjá skjái ef ég man rétt og mér finnst ekkert vit í öðru en að vera með allavega tvo skjái.. helst þrjá!

Hefði skoðað að fara í stærri SSD disk.


Móðurborðið er með HDMI og DVI svo það getur vel verið að það styðji 2 skjái. Ef maður sparar 20 þúsund í tölvunni, þá er hægt að nota þann pening í betri skjá t.d.

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mán 19. Nóv 2012 22:54
af Mr.Pudding
Svo þið eruð að segja að það þurfi ekki nauðsynlega skjákort ?

Mun notast á við cubase og slatta af vst plugins með því. Er með eZdrummer, guitar rig, kontakt og fleira í þeim dúr.

Og helst möguleiki á meira en einum skjá, þótt ég byrji örugglega á því að vera bara með einn, og er ekki örugglega firewire á móðurborðinu

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Þri 27. Nóv 2012 21:17
af Mr.Pudding
bump

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Þri 27. Nóv 2012 21:56
af Vaski
sæll
Ég mundi fá mér ASUS LGA1155, P8Z77-M móðurborð (http://www.computer.is/vorur/7803/) og þá getur þú fengið þér Antec Mini Tower NSK3480 sem er með 380w aflgjafa, sem er meira en nóg fyrir þig. Þar sparar þú þér 10.000 kall sem þú getur notað í stærri gagnadisk, eða stærri ssd disk.

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Þri 27. Nóv 2012 22:02
af Mr.Pudding
Vaski skrifaði:sæll
Ég mundi fá mér ASUS LGA1155, P8Z77-M móðurborð (http://www.computer.is/vorur/7803/) og þá getur þú fengið þér Antec Mini Tower NSK3480 sem er með 380w aflgjafa, sem er meira en nóg fyrir þig. Þar sparar þú þér 10.000 kall sem þú getur notað í stærri gagnadisk, eða stærri ssd disk.

Já lýst vel á þetta móðurborð, en er ekki að fýla kassann, getið þið nefnt annann kassa sem er með firewire framan á ?, eða sagt mér hvort firewire sé á þessu móðurborði ?

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Þri 27. Nóv 2012 22:08
af Klemmi
Z77 kubbasettið samtvinnað við skjástýringuna i örgjörvanum styður 2x skjái og eru því allar líkur á að það ætti ekki að vera vandamál með þessu borði.

Ef þú ert ekki að fara að nota tölvuna í þrívíddarvinnslu eða þunga tölvuleiki að þá er því ekki vitlaust að sleppa skjákortinu.

Varðandi firewire að þá nei, því miður sýnist mér borðið ekki hafa það skv. http://www.asus.com/Motherboards/Intel_ ... ifications

Því miður er firewire alltaf að verða sjaldséðara :/

Og sýnist ekki heldur vera Firewire á borðinu sem Vaski bendir á.

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Þri 27. Nóv 2012 22:30
af Mr.Pudding
Klemmi skrifaði:Z77 kubbasettið samtvinnað við skjástýringuna i örgjörvanum styður 2x skjái og eru því allar líkur á að það ætti ekki að vera vandamál með þessu borði.

Ef þú ert ekki að fara að nota tölvuna í þrívíddarvinnslu eða þunga tölvuleiki að þá er því ekki vitlaust að sleppa skjákortinu.

Varðandi firewire að þá nei, því miður sýnist mér borðið ekki hafa það skv. http://www.asus.com/Motherboards/Intel_ ... ifications

Því miður er firewire alltaf að verða sjaldséðara :/

Og sýnist ekki heldur vera Firewire á borðinu sem Vaski bendir á.

Damn, en já ætla mér ekki að spila í henni leiki, og væri best að hafa ekki möguleika á því. Dett alltof mikið inní það :D

En já það semsagt á ekki að hamla neina vinnslu þótt skjárinn sé notaður í gegnum móðurborðið.Photoshop og önnur forrit sem krefjast ekki 3d vinnslu ættu semsagt ekki að vera í vandamálum ?
Og mun ekki örugglega koma fín og flott gæði/upplausn á t.d 27'' skjá ?

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mið 28. Nóv 2012 10:03
af Davidoe
Hvað er upplausnin á þessum 27"?

Þetta móðurborð styður tvo skjái.
(HDMI+DVI,DVI+VGA or VGA+HDMI)
- 1 x HDMI® port with max. resolution up to 1920x1200 @60Hz
- 1 x DVI-D port with max. resolution up to 1920x1200 @60Hz
- 1 x VGA port with max. resolution up to 2048x1536 @75Hz

Ein rétt undir budget með mikið vinnsluminni og firewire 400 korti.

karfa.png
karfa.png (103.71 KiB) Skoðað 1694 sinnum

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mið 28. Nóv 2012 10:11
af audiophile
Hefur ekkert við skjákort að gera ef þú ert mest í hljóðvinnslu. Innbyggða HD4000 er meira en nóg. Örgjörvinn skiptir mestu en ég myndi líka skella 16GB minni í hana strax. Fáðu þér svo Firewire kortið sem bent var á.

Re: Kaup á budget tölvu

Sent: Mið 28. Nóv 2012 17:02
af Mr.Pudding
Davidoe skrifaði:Hvað er upplausnin á þessum 27"?

Þetta móðurborð styður tvo skjái.
(HDMI+DVI,DVI+VGA or VGA+HDMI)
- 1 x HDMI® port with max. resolution up to 1920x1200 @60Hz
- 1 x DVI-D port with max. resolution up to 1920x1200 @60Hz
- 1 x VGA port with max. resolution up to 2048x1536 @75Hz

Ein rétt undir budget með mikið vinnsluminni og firewire 400 korti.

karfa.png


Lýst ótrúlega vel á þetta innvolsi. Og kassinn er alveg ágætur, getur verið að ég taki samt frekar Silencio 550 sem ég var að hugsa um
En hvers vegna ertu allir harðir diskar búnir að hækka um einhvern 2-3 þúsund kall ?

Upplausnin á skjánum sem ég er að hugsa um er 1920x1080p