gardar skrifaði:kubbur skrifaði:Contact cleaner og mjúkur tannbursti, spritt og annað er vitleysa
Contact cleaner er bara spritt (isopropanol) í brúsa
Get ekki alveg verið sammála þessu.
Spritt er Etanól blandað með ísóprópanól, etýlasetat og vatni, sjálfur nota ég alltaf 70% sjúkrahúsaspritt þegar að ég er að þrífa eitthvað svona.
Ég hef bara komist í 70%, en sterkara spritt er betra, best er að komast í 100% spritt, en þá er ekkert vatn í því.
Contact cleaner er til mörgun gerðum, og örugglega hægt að fá contact cleaner sem er bara isopropanol og carbon dioxide,
en flest spreyin eru gerð úr Methyl Nonafluoroisobutyl Ether, Methyl Nonafluorobutyl Ether og carbon dioxide.
Carbon dioxide er auðvitað notað til að koma þrísting á brúsan svo hægt sé að speyja með honum.
Contact spreyin eru mikið sterkari en sprittið, og fara þarf varlega með contact sprey í návist plasts, þar sem að það getur hreynlega þurkað
upp plastið (Olíuna í því) og eyðilagt það útlitlegaséð og brothætt, í sumum tilfellum "brætt" plastið.
Til þess að þrifa þetta, geturu notað spritt og eyrnapinna, fínt er að nota contact sprey eða electrical cleaner, en þeir eru ekkert ódýrir, og kremið mun leka
um móðurborðið ef að þú notar spreyið, getur orðið meyra "mess" úr því, en þá gætiru náð hverju einasta snitti af kremi sem gæti leinst á borðinu.
Bara passa sig að þrífa allt upp og vera
100% viss um að allt sé orðið þurt áður en þú setur í samband.