Síða 1 af 1
Arduino
Sent: Mán 12. Nóv 2012 15:32
af kubbur
er einhver að fikta með svoleiðis hérna inná?
langar að kaupa me´r svona og fara að fikta en veit ekkert hvað ég á að kaupa, nokkur version af þessu til og á maður að kaupa eitthvað meira til að byrja með en bara "tölvuna"?
hver er ykkar reynsla af þessu
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 15:37
af dori
Arduino Uno virkar fínt til að byrja með allavega. Hinir hafa alls konar fítusa eins og fleiri IO, minna footprint, hægt að sauma í föt etc. en ef þú ert bara að fara að leika þér og sjá hvað er mögulegt held ég að það sé allt sem þú þarft.
Ég keypti svoleiðis á $11.44 á
HobbyKing (ekki "official" arduino en þett er open source svo að...) sem er reyndar ekki búið að vera í stock í 2 vikur eða svo. Getur reynt að spurjast fyrir um hvenær það kemur í stock aftur þar sem þetta er alveg smá ódýrara en það kostar venjulega.
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 16:05
af Klaufi
Ég er með arduino uno borð, finnst vanta ethernet á það..
Hafðu það í huga..
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 16:08
af hagur
StarionTurbo hérna á vaktinni er snillingur í þessu, búinn að gera allskonar sniðug project.
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 17:06
af axyne
keypti mér MEGA2560 + LCD shield fyrir 5 mánuðum.
ebayHefur ekki verið notað meira en að skrifa "hello World"
Arduino Uno ætti að vera nóg fyrir þig í ýmiskonar project.
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 17:54
af Garri
Sælir
Hefði áhuga á að búa til forritunarlega viftustýringu, dugar þetta í það?
Þá þyrfti ég væntanlega kaupa hita-sensor ásamt að vera með 12v relay borð með Molex inngangi og 3-4 3pinna útgöngum þar sem ég get stýrt voltum niður í 0.. er ég á rangri leið?
kv. Garrinn
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 18:15
af tdog
Þyrftir PTC eða NTC viðnám, díóðu og relay. ekki mikið meira en það.
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 18:22
af Gislinn
kubbur skrifaði:er einhver að fikta með svoleiðis hérna inná?
langar að kaupa me´r svona og fara að fikta en veit ekkert hvað ég á að kaupa, nokkur version af þessu til og á maður að kaupa eitthvað meira til að byrja með en bara "tölvuna"?
hver er ykkar reynsla af þessu
Ég á sjálfur MEGA 2560 og tvö Uno ásamt einhverjum shields. Ég nota Mega til að stýra 3D prentaranum mínum og er með RAMPS shield á því, svo er ég með eitt UNO sem náttljós (LED pera sem fade-ar á milli lita) hjá stráknum mínum og svo eitt UNO sem situr bara á skrifborðinu í engri notkun þessa stundina.
Ef þig langar bara að byrja að fikta að þá myndi ég mæla með þessu:
http://adafruit.com/products/193Þú getur líka keypt bara Arduino Uno og nokkrar led (hver led þarf einnig viðnám) til að byrja með þar sem visual project eru mjög góð til að byrja með.
Það sem þú þarft til að byrja með er bara borðið sjálft og USB snúru (getur powerað borðið í gegnum USB án þess að vera með straumbreytir tengdann við borðið), svo er kannski skemmtilegra að vera með eins og eina LED (og þá viðnám líka) til að geta byrjað á svona blinking LED projectum til að prófa græjuna.
Garri skrifaði:Sælir
Hefði áhuga á að búa til forritunarlega viftustýringu, dugar þetta í það?
Þá þyrfti ég væntanlega kaupa hita-sensor ásamt að vera með 12v relay borð með Molex inngangi og 3-4 3pinna útgöngum þar sem ég get stýrt voltum niður í 0.. er ég á rangri leið?
kv. Garrinn
Þú ert á góðri leið sýnist mér. Það er mjög lítið mál að nota Arduino í þetta, getur notað thermistor (NTC eða PTC) til ð skynja hitann.
Re: Ardunio
Sent: Mán 12. Nóv 2012 22:34
af kubbur
Pælingin var að setja svona a senseo kaffivélina til að getað kveikt a henni i gegnum android, jafnvel að gera það þannig að það yrði sjálfvirkt að setja púða i vélina og hella upp a
Ætla að byrja a að kaupa mer svona uno og nokkrar led (og viðnám) og leika sér
Hvað eru shields?
Re: Ardunio
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:05
af dori
Klaufi skrifaði:Ég er með arduino uno borð, finnst vanta ethernet á það..
Hafðu það í huga..
Þá er um að gera að fá sér bara shield fyrir það eða bara að kaupa sér Raspberry PI og nota GPIO.
kubbur skrifaði:Hvað eru shields?
Shields eru viðbætur við Arduino sem koma sem borð af sömu stærð sem þú smellir ofan á Arduinoinn. Mjög sniðug pæling IMHO. Það er jafnvel hægt að nota fleiri en einn shield í einu
http://www.freetronics.com/pages/stacki ... no-shields
Re: Ardunio
Sent: Þri 13. Nóv 2012 00:11
af playman
Nú verður maður að fara að fikkta

Re: Ardunio
Sent: Þri 13. Nóv 2012 08:03
af Klaufi
dori skrifaði:Klaufi skrifaði:Ég er með arduino uno borð, finnst vanta ethernet á það..
Hafðu það í huga..
Þá er um að gera að fá sér bara shield fyrir það eða bara að kaupa sér Raspberry PI og nota GPIO.
[\quote]
Buinn að ætla að panta mer shield siðan eg fekk borðið

Re: Arduino
Sent: Þri 13. Nóv 2012 08:17
af kubbur
Er til wifi shield?
Re: Arduino
Sent: Þri 13. Nóv 2012 08:31
af dori
Það er engin list að finna svona auðveldar upplýsingar á Google. En já,
http://arduino.cc/blog/2012/08/16/the-a ... available/