Síða 1 af 1

Gölluð móðurborð í íslenskum tölvuverslunum

Sent: Mið 07. Nóv 2012 11:20
af Zpand3x
Góðan og blessaðan.
Fór í tölvulistann í gær og keypti eitt stykki MSI 760GM-E51 (fx) því mig vantaði mATX borð í HTPC build. Skelli því í kassann og tengi allt og ræsi síðan tölvuna.
Fæ error beep frá móðurborðinu, 4 stutt beep og svo 2 long.
Eftir smá google þá komst ég að því að þetta borð kemur með gölluðum BIOS og þarf BIOS uppfærslu. Ég gerði bootable usb kubb og henti nýjustu BIOS útfærslunni inná og tengdi í usb tengið sem er næst VGA tenginu (það er víst eina usb tengið sem virkar sem bootable). Loksins fæ ég eitthvað uppá skjáinn, BIOS-inn oppnast á M-Flash síðuna og ég flasha.

Eftir flashið virkar allt og ég er drullu sáttur með sjálfan mig :guy

Finnst að allir söluaðilar á íslandi sem selja þetta borð, tölvulistinn, tölvuvirkni og att, ættu að fara í gegnum lagerinn sinn og uppfæra BIOS-inn á þessu borði. Þó svo að borðin með gallaða bios-num virkar kannski til að byrja með þá á víst lítil ómerkileg breyting í BIOS að geta ollið þessum sama galla.

Hvernig er það annars? Þegar upp kemst um svona galla, er það ekki vaninn að tölvuverslunin gera eitthvað í því? Að uppfæra BIOS er ekki erfitt, mesta vesenið er að gera usb bootable lykil. 48% kaupenda á newegg gefa eitt egg í feedback =D>

Re: Gölluð móðurborð í íslenskum tölvuverslunum

Sent: Mið 07. Nóv 2012 12:05
af mind
Ertu ekki bara nota FX örgjörva með borðinu?

Re: Gölluð móðurborð í íslenskum tölvuverslunum

Sent: Mið 07. Nóv 2012 13:30
af Zpand3x
mind skrifaði:Ertu ekki bara nota FX örgjörva með borðinu?


Nebb .. gamlan AM3 Phenom II X2 555.

ps: Skoðið feedback á newegg.. allir að kvarta yfir sama 4 short 2 long beeps error og MSI svarar nokkrum með því að biðja þá um að setja upp nýrri BIOS.

Re: Gölluð móðurborð í íslenskum tölvuverslunum

Sent: Mið 07. Nóv 2012 17:06
af Stuffz
Ég tapaði fyrir nokkrum árum þremur 1tb diskum áður en ég fann út að það voru ekki diskarnir heldur móðurborðið sem var gallað.

það er framleitt og selt svo margt síbreytilegt og beinlínis "experimental" dót í dag að hellingur að ónýtu dóti lendir inná borði hjá manni og maður nennir varla að standa í stappi, búðirnar vita oftast ekki neitt um að einstök vara sé gölluð, svo getur það verið vesen dauðans ef aðilarnir eru tregir.

ég veit um ættingja sem hafa verið að nota gallaðar græjur í áraraðir og höfðu ekki hugmynd um það enda voru ekki mjög tæknivætt fólk.