Núverandi desktop vélin mín er frá 2008 og mér finnst vera kominn tími til að endurnýja. Er með tvö ATI skjákort í henni sem hitna eins og moðerfokkerar og væla eins og þotuhreyflar í jafnvel bara meðalþungri keyrslu og ég er að verða brjálaður á því, svo markmiðið með næstu vél er að gera hana sæmilega hljóðláta. Ég veit af Silent PC Review en mér finnst hún ekkert sérlega gagnleg nema til að finna review um einhverja ákveðna íhluti, verri til að browsa og skoða möguleika. Ég veit varla hvar ég á að byrja enda hef ég ekkert spáð í vélbúnaði síðustu 4 ár, svo ég leita til ykkar, Vaktarar. Heildarbudgetið má alveg vera frekar hátt, set 300 þúsund sem absolút max en væri til í að vera nær 200-kallinum. Alveg til í að panta að utan ef þess þarf, en það kemur þá auðvitað smá niður á budgetinu vegna sendingarkostnaðar.
Mig vantar sem sagt um það bil allan pakkann:
Kassi - Þarf einhvern rúmgóðan og hljóðeinangrandi. Mögulega skipta út kassaviftunum fyrir einhverjar hljóðlátari ef þess þarf. Viftustýring?
Móðurborð - Væntanlega eitthvað eins og þetta Z77 borð, skilst að það sé mjög solid.
Örgjörvi - Líklega bara þessi - i7 quadcore Ivy Bridge með overclock option. Ekkert vit í öðru, eða hvað?
Örgjörvakæling - Þarf líklega einhvern góðan heatsink með hljóðlátri viftu. Tillögur?
Minni - 16GB DDR3 af því að minni er hræódýrt og upp á futureproofness. Meikar ekki meiri sense að taka 2x8 en 4x4? Hvað með merkin? Corsair? Mushkin? Annað?
Skjákort - Hallast að Nvidia frekar en ATI út af hitaissues og eftir því sem ég best veit styðja Nvidia driverarnir betur eldri leiki. Annars veit ég ekkert nema að ég þarf einhvern balans milli öflugt/hljóðlátt. Skjákortið er sá hlutur sem mér finnst líklegast að ég þurfi að panta að utan.
SSD - Langar að hafa einhvern sæmilegan (240GB+) SSD fyrir stýrikerfi og forrit. Hvaða merki á maður að taka helst? Það eru alveg átta mismunandi listuð hér á Vaktinni. Valkvíði.
Harður diskur - 2TB+ undir media og geymslupláss. WD, Seagate, annað? 7200 eða 5900 snúningar?
Geisladrif - Maður þarf víst svoleiðis ennþá. Kaupi eitthvað ódýrt og solid eða yoinka bara drifinu úr í núverandi vél, skiptir ekki miklu máli.
Aflgjafi - Væntanlega valinn síðastur eftir orkuþörf, en hann þarf auðvitað að vera hljóðlátur og öruggur.
Skjár - Ég á sæmilegan 22" BenQ skjá sem ég get alveg notað áfram, en ef restin af vélinni verður sæmilega ódýr kemur alveg til greina að uppfæra hann.
Er ég að gleyma einhverju?
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 02:40
af Nördaklessa
mæli með MSi skjákorti uppá silent, og hvaða kassa sem er og rífa burt OEM viftur og skella Tacens viftum í hann í staðinn sem fæst hjá kísildal. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1737
Örgjörvakæling - Þarf líklega einhvern góðan heatsink með hljóðlátri viftu. Tillögur?
Minni Ég tæki frekar betra 2x4GB minni heldur en lélegra 2x8GB. Ef þú ætlar að hafa tölvuna hljóðláta þá þýðir það einfaldlega meiri hiti á flestum íhlutum og þá er best að taka hluti sem þola vel að hitna. Flestir hafa engin not fyrir meira en 8GB nema þeir séu í þungri vinnslu annari en leikjum að svo stöddu (Margar fínar vélar koma með 4GB úr búð) Windows 8 fer betur með vinsluminni en eldri kerfi og þú getur auðveldlega bætt meira minni við seinna.
Skjákort nVIDA er líklegast besti kosturinn fyrir þig.
SSD Tæki frekar minni og betri SSD disk heldur en stærri ef valið stendur þar á milli. Alltaf hægt að hlaða fleiri SSD diskum í vélina seinna og mounta þá sem möppu á fyrra drifinu.
Harður diskurHef heyrt góða hluti af 5900snúninga diskum fyrir gagnageymslu og þeir eru náttúrulega hljóðlátari. Þótt kassinn sem ég mæli með sé hljóðeinangraður þá munar um allt. Þú getur líka breytt hraðanum að eitthverju leiti á HDD með forritum eins og CrystalDiskInfo, ég náði að gera minn 7200sn disk þolanlegan þannig. Hann var hræðilega hávær.
Geisladrif Endilega nota gamla drifið ef þú færð þér ekki betra. Annars mæli ég með Blu-Ray drifi. Dauði optical drifa hefur verið stórlega ýktur, engin streaming lausn nær gæðum Blu-Ray diska í hljóðgæðum og bandvídd. Fyrir utan að það eru alltaf nokkrir dagar í lífi fólks, t.d. þegar það stendur í flutningum þar sem það er jafnvel engin nettenging í boði og flestir eru fljótir að fara með netkvótann sinn ef þeir eru að sækja háskerpumyndefni á netinu. Fyrir utan að það er oft í miklu lakari gæðum heldur en á blu-ray þótt það sé gefið upp að það sé í háskerpu.
Aflgjafi Best að reikna út orkuþörf þegar þú ert búinn að ákveða íhlutina.
SkjárÞað er að koma slatti af góðum IPS fjölfletisnertiskjáum og það eru smám saman að koma betri 3D skjáir. Ef þú ert sáttur með skjáinn sem þú ert með núna þá myndi ég bíða aðeins, ef ekki nema bara fyrir það að fleiri og fleiri skjáir eru að koma með IPS þó það skipti í rauninni ekki máli fyrir flesta nema þá sem eru að vinna í grafík.
Gúglaði, hann virðist ekki fá neitt allt of góð reviews... menn eru að segja að hann sé of dýr fyrir gæðin á honum, léleg drive mount og eitthvað. Aðrar hugmyndir? Þarf ekkert að vera fáanlegur hér heima, finnst alveg líklegt að ég þurfi að panta kassa að utan.
Minni Ég tæki frekar betra 2x4GB minni heldur en lélegra 2x8GB. Ef þú ætlar að hafa tölvuna hljóðláta þá þýðir það einfaldlega meiri hiti á flestum íhlutum og þá er best að taka hluti sem þola vel að hitna. Flestir hafa engin not fyrir meira en 8GB nema þeir séu í þungri vinnslu annari en leikjum að svo stöddu (Margar fínar vélar koma með 4GB úr búð) Windows 8 fer betur með vinsluminni en eldri kerfi og þú getur auðveldlega bætt meira minni við seinna.
Áhugavert... Eru 8GB kubbar eitthvað óstabílli eða verri en 4GB kubbar?
Skjákort nVIDA er líklegast besti kosturinn fyrir þig.
Jamm, en hvaða Nvidia kort?
SSD Tæki frekar minni og betri SSD disk heldur en stærri ef valið stendur þar á milli. Alltaf hægt að hlaða fleiri SSD diskum í vélina seinna og mounta þá sem möppu á fyrra drifinu.
Sama og með minnið... eru þessir minni eitthvað stabílli?
Harður diskurHef heyrt góða hluti af 5900snúninga diskum fyrir gagnageymslu og þeir eru náttúrulega hljóðlátari. Þótt kassinn sem ég mæli með sé hljóðeinangraður þá munar um allt. Þú getur líka breytt hraðanum að eitthverju leiti á HDD með forritum eins og CrystalDiskInfo, ég náði að gera minn 7200sn disk þolanlegan þannig. Hann var hræðilega hávær.
Eitthvað til í þessu... en harðdiskahljóð pirra mig miklu minna en viftuhljóð. Access speed / hávaði tradeoff hér, þarf að meta það bara.
Geisladrif Endilega nota gamla drifið ef þú færð þér ekki betra. Annars mæli ég með Blu-Ray drifi. Dauði optical drifa hefur verið stórlega ýktur, engin streaming lausn nær gæðum Blu-Ray diska í hljóðgæðum og bandvídd. Fyrir utan að það eru alltaf nokkrir dagar í lífi fólks, t.d. þegar það stendur í flutningum þar sem það er jafnvel engin nettenging í boði og flestir eru fljótir að fara með netkvótann sinn ef þeir eru að sækja háskerpumyndefni á netinu. Fyrir utan að það er oft í miklu lakari gæðum heldur en á blu-ray þótt það sé gefið upp að það sé í háskerpu.
Ég efast stórlega um að ég fái mér nokkurn tímann blu-ray drif, ég er allt of fúll yfir að blu-ray hafi unnið síðustu umferð staðlastríðanna (hélt með HDDVD, sem var miklu betri staðall) til að geta hugsað mér að nota það ótilneyddur... Fyrir það litla sem ég nota optical drif dugar venjulegt geisladrif ágætlega held ég. Það hvort ég nota gamla drifið fer eftir því í hvað gamli turninn fer líklega.
SkjárÞað er að koma slatti af góðum IPS fjölfletisnertiskjáum og það eru smám saman að koma betri 3D skjáir. Ef þú ert sáttur með skjáinn sem þú ert með núna þá myndi ég bíða aðeins, ef ekki nema bara fyrir það að fleiri og fleiri skjáir eru að koma með IPS þó það skipti í rauninni ekki máli fyrir flesta nema þá sem eru að vinna í grafík.
Hmmm, veit ekki með snertiskjá... Finnst líklegra að ég myndi uppfæra í ~24" HDMI LED skjá.
Takk fyrir ábendinguna, og props fyrir að linka á benchmark!
MuGGz skrifaði:Gætir tekið Corsair H100 og skipt viftunum út fyrir corsair SP120 quiet edition
skipt svo kassaviftum út fyrir AF120 quiet edition og haft þær svo allar á viftustýringu
Hmmm, ég vantreysti vökvakælingum of mikið... en ég skoða þessar viftur amk.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 14:51
af Xovius
Góð vökvakæling er 'the way to go' ef þú vilt hljóðláta vél
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 15:12
af Swooper
Ekki vesensins sem fylgir þeim virði, eftir því sem mér skilst. Tek frekar góðan heatsink og hljóðláta viftu.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 16:07
af siggi83
Fractal Design R4 Frábær kassi, hægt að gera mjög hljóðláta leikjatölvu með honum.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 16:29
af MuGGz
Swooper skrifaði:Ekki vesensins sem fylgir þeim virði, eftir því sem mér skilst. Tek frekar góðan heatsink og hljóðláta viftu.
Ekki kælingarnar frá corsair, þetta eru svokallað "closed loop" kælingar sem ekkert vesen er á.
Setur þetta í vélina og þarft ekki að hugsa um þetta meira.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 17:33
af Swooper
Djöfull lítur þessi Fractal Design R4 kassi vel út. Held ég sé frekar seldur á hann, nema einhver komi með betri tillögu...
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 18:30
af upg8
R4 er mjög stílhreinn og ætti að sæma sér vel á flestum stöðum.
Ástæðan fyrir að mér líst betur á Silencio er aðalega vegna útlitsins og hversu hljóðlátur hann er. Auðvelt að fela þá hluti sem maður er ekki alltaf að nota eins og usb tengin að framanverðu. Ég þoli heldur ekki mesh á tölvum því mér þykja þau yfirleitt ekki passa við neitt og þau virka oftast frekar cheap þótt þau séu practical. Framhliðin á Silencio er líka úr áli en hún er úr plasti með fake ál áferð á R4 og getur það að hluta til útskýrt það afhverju R4 kostar minna. Silencio 650 á líka að vera nokkuð hljóðlátari en R4 en að öðru leiti virðist R4 vissulega betri kassi. Þú ert varla alltaf að taka HDD úr vélinni og setja í hana aftur og það er SATA tengi framaná til að plögga HDD inní eins og floppy diskunum í gamladaga, líka ágætt að hafa innbyggðan kortalesara þar sem það er mjög ljótt að hafa þá external með öllum þeim snúrum sem því fylgja. Allt þetta fylgir með Silencio en ekki á R4. Þetta myndi kosta slatta í kaupum aukalega ef ætlunin væri að vera með slíkt á R4. Ég er ekki að reyna að tala þig á að skipta um skoðun ég er bara að útskýra að ég var ekki að mæla með eitthverju rusli þótt eitthvað af fólki sem vinnur við að prufa vélbúnað séu á því að hann sé ekki bestu kaupin.
Á léttari nótum þá kann það að skaða "samningstöðu" þína ef þú ert í sambandi eða hugar að að fara í sambúð og fengir þér flashy gamer kassa, sama hversu töff þeir eru, fæstar konur fíla slíkt kassinn er yfirleitt eitthvað sem endist í mörg ár þótt skipt sé um innvolsið svo það þarf að hafa alla þætti í huga og ekki síst útlitið. R4 er nokkuð safe hvað það varðar og þú skalt halda þig við hann.
Varðandi minni er ég bara að undirstrika mikilvægi þess að eyða frekar meiri pening í litla góða hluti heldur en stærri. Oft sem er hægt að fá eitthvað miklu "stærra" fyrir ekki mikið meiri pening en það sem er minna og það freistar margra, sama á við um SSD diskana. Það getur stundum haft áhrif á stöðugleika, sérstaklega ef þú ætlar að fara út í overclock á minninu og svo geta jafnvel verið mismunandi diskstýringar á SSD disk í sömu vörulínu. Það þarf að passa mjög uppá smáa letrið. Var einusinni búinn að lesa slatta af reviews og spekkum fyrir eitthvern disk og sá svo disk af annari stærð og var næstum búinn að kaupa hann þar sem ég gerði ráð fyrir að það eina sem væri öðruvísi væri stærðin. (þeir báru algjörlega sama nafnið og allt)
Ef þú ætlar að keyra öll forrit og leiki af SSD þá skiptir sáralitlu um access speed á HDD fyrir margmiðlunarskrár. Í dag virðast flestir vera að tala um cloud computing og allskonar á þá vegu, margir sem geyma jafnvel allt efni á eitthverjum heima server eða flakkara. Flestir virðast sætta sig við slíkt þó allt sé þetta miklu hægvirkara en 5900sn diskur locally
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 18:47
af Swooper
Takk fyrir gott svar!
Valid punktar með kassann. Ég held að kortalesari og front-mounted SATA tengi séu hvort tveggja eitthvað sem ég myndi sjaldan eða aldrei nota, og mér finnst R4 persónulega flottari en Silencio 650 svo ég held að ég haldi mig við hann
Ég er enganveginn að fara að kaupa eitthvað ódýrt minni eða SSD, þess vegna er ég að spyrja um hvaða merki eru safe. Ég á bara við að ef ég er að fara að kaupa vél upp á hátt í 300 þúsund þá munar mig ekki um þessa nokkru þúsundkalla sem munar á að kaupa 16GB og 8GB minni, jafnvel frá góðu merki. SSD er auðvitað dýrari... en ég held að ég þurfi 240GB lágmark upp á að hafa örugglega nóg pláss fyrir stýrikerfi, leiki og hugbúnað.
Hvað með skjákort? Engar solid ábendingar þar ennþá, bara einhver sem nefndi MSi.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 18:58
af Farcry
Antec P280 kassi get mælt með honum http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2190 Hljóðlátur flottur og gott að vinna í honum. Eina sem heyrist í honum eru hörðu diskarnir, nú vantar bara 3 Tb SSD diska þà er maður góður
Er með vandaðan Antec kassa sem ég keypti hér á Vaktinni fyrir rúmu ári, P180/181/182 (hann var seldur mér sem 182 en mig grunar að hann sé 180 út af PSU-mountinu) ekki alveg klár á hvort. Gat gengið frá öllum köplum á bakhliðinni og mjög þægilegt að ganga um þann kassa varðandi diska og annað aðgengi. Aflgjafinn er neðst í honum í grind með gúmmífóðringum, eins á við HD-slottin. Tveir kassar á plast-sleðum með mjúku gúmmífóðringum fyrir íhluti.
Hægt að hafa tvær 120mm viftur að framan og tvær viftur ofanlega að aftan. Er með þrjár 3ja stiga stilltar Antec viftur í dag. Kassinn er með hurð framan á eins og R4 nema allar hliðar sem og hurð er úr Áli og með mjög hjóðeinangrandi klæðningu innan á. Líkar mjög vel við þennan kassa en miðað við nýrri kassa, þá skortir hann helst smá upp á breiddina og þar af leiðandi að styðja 140mm kassaviftur sem geta snúist hægar og eru þar af leiðandi hljóðlátari.
Ég verslaði AsRock Extreme4 Z77 móðurborð sem fær mjög góða dóma og sérstaklega varðandi leikjavél sem menn yfirklukka oftar en ekki þá síðar á líftímanum sem og ég gerði strax (stór hluti af þessari skemmtun).
Ég lagði töluvert í aflgjafa og fannst SeaSonic X series 850W Gold certified vera mjög góð kaup, sérstaklega til framtíðar. Ég horfi nokkuð mikið á reviews og dóma kaupenda eins og NewEgg.com Ástæðan fyrir því að ég kaupi 850W er einföld. Ég vill geta notað þessa leikjatölvu í lágmark 5 ár og mun kaupa annað garfískt kort í hana og nota það í SLI (er með Nvidia), þá þarf minnst 700W aflgjafa. Seasonic 850 er þar að auki full modular aflgjafi og með mikið úrval af köplum sem fylgir með.
Nú NVidia kortið sem ég verslaði var EVGA GTX 670 Það lét frekar ófriðlega til að byrja með, hitnaði meir en mér líkaði (yfir 70°c í Dirt3) þar til ég installeraði Precision X hugbúnaðinum (ég innstalla yfirleitt aldrei svona aukabúnaði fyrr en ég nauðsynlega þarf). Þá gat ég búið mér til mark-fps sem gjörbreytti kortinu, fer ekki yfir 48°c og viftan í kringum 40% sem er í mjög góðu lagi. Skjárinn sem ég keyri kortið við í dag er aðeins 60hz og ég hef ekkert að gera við fps yfir 60 en mun fara í 3 svona 19/20" skjái fljótlega svo þá mun reyna meir á kortið. Eins bjó ég til custom graf fyrir vituna á kortinu. Hugsa að kort með tveimur stórum viftum sé meira málið fyrir þetta kort, ekki endilega yfirklukkað enda aflið mikið meir en nóg, bara tryggja að kælingin sé góð og þá þarf ekki að blása á biljón.
Nú ég átti fyrir i5 2500k örgjörva sem ég notaði. Keypti Noctua NH-14 kælingu og þar gerði ég helstu mistökin. Sú vifta kemur ekki með PWM stýringu sem er slæmt fyrir þessa gerð af móðurborði, það stýrir aðeins viftum með 4ja pinna PWM tengi. Viftan er keyrð á 900rpm í dag og er í raun mjög hljóðlát, Örrinn er í kringum 30°c idle og fer ekki yfir 60°c í leikjum, samt er hann yfirklukkaður í 4.5Ghz
Næsta mál hjá mér er að útbúa stýringu sem keyrir allar viftur (3 kassaviftur plús 2 örgjörva viftur) jafnt niður í falli af CPU hitanum. Ætla fyrst að prófa að kaupa Interteck PWM 140mm viftu og setja í Noctua kælinguna, þá stýrir móðurborðið þeirri viftu sem og hinni 120mm örraviftunni í leiðinni. Eftir sem áður langar mig líka í sjálfvirka stýringu á kassavifturnar, það er, að þær fylgi CPU viftunum. Í dag eru þær handstýrðar með 3ja stiga stillingum sem er ekki það sem ég helst kýs.
Minnið er að ég held nokkuð vandað 2ja 4ja GB kubbasett frá GSkill. Það keyrir á 1600mhz og er 1.5volt með time-ings á 9-9-9-24 Maður þarf ekki meir en 8GB í leikjatölvu en minnsta mál að bæta við 8GB ef ég flyt PhotoShop og eða vidio-vinnslu forrit á þessa vél í framtíðinni. Er með aðra jafn öfluga vinnuvél og sú vél er með 16GB í minni sem og 240GB GT rauðann Corsair sem er að reynast mjög vel í þeirri vél(búinn að vera með í tæpt ár).
Nú loks, keypti 240GB Kingston HyperX SSD Hann fær mjög góða dóma og lítið um vandamál samanber customs feedback eins og á NewEgg ofl. Ég notaði nú bara franskan rennilás til að mounta hann á kassann. Er með gott pláss fyrir annan svona SSD við hliðina og ekki spurning að ég versla mér hann þegar þessi nálgast 80% Mæli eindregið með minnst 240GB í SSD í flestar gerðir desktop tölva.
Ég á aðra leikjatölvu sem er 775 með E8200 örgjörva og GTX 560, þar er ég að nota 120GB SSD sem varð alltof lítill eftir aðeins rúma viku. Er að keyra stóran hluta af leikjunum á þeirri vél á 7200rpm hörðum diski sem mér hugnast ekki með þessa nýju.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:03
af hjalti8
Swooper skrifaði:Hvað með skjákort? Engar solid ábendingar þar ennþá, bara einhver sem nefndi MSi.
Ef þú villt silent kort fáðu þér þá kort með custom kælingu. Mest silent kælingarnar eru frá Asus (DirectCU II) svo gera msi ofl framleiðendur líka góðar kælingar en þessar massívu asus kælingar eru dead silent.
hvað er svo budget á skjákortinu?
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mið 07. Nóv 2012 23:11
af Garri
Smá leiðrétting:
Við feðgarnir erum búnir að vera spila Dirt3 í kvöld og á meðan hafði ég HWmonitorinn í gangi.. hitinn á örgjörvanum fór hæðst í 47°c á einum kjarnanum, sem sagt ekki undir 60°c heldur nokkuð undir 50°c sem og GPU-inn sem fór aðeins hærra eða í 49°c
Noctua vifturnar mölluðu konstant á 900rpm
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fim 08. Nóv 2012 23:53
af Swooper
Búinn að vera að skoða þetta í dag og sérstaklega kvöld... Sýnist ég stefna á ASUS GeForce GTX 670 eða 680 Direct CU II... 680 er full dýrt (£400 =~80k ISK á Amazon) en ég finn 670 ekki undir því verði svo það getur verið að maður endi á að splæsa bara í 680.
Er að spá í Samsung 830 256GB SSD. Fær fín reviews sýnist mér og Samsung diskar eru þekktir fyrir áreiðanleika. Einhver álit á því?
Pantaði R4 kassann annars áðan á Amazon, sent til félaga míns í Bretlandi (af því að Amazon vill ekki senda þetta til Íslands -_-) og svo áframsendir hann til mín. Mun fara sömu leið með skjákort þegar ég tek endanlega ákvörðun. Móðurborð, örgjörva, minni og líklega HDD+SSD borgar sig að kaupa hérlendis held ég, sérstaklega þar sem ég get líklega fengið afslátt hjá Tölvulistanum gegnum vinnuna...
Á ennþá eftir að spá í hörðum disk og auka kælingu, þ.e. örgjörvakælingu og kassaviftum...
Edit: Ókei, líklega WD Green 2.0TB harður diskur, sem skilur eftir kælingu.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 01:38
af siggi83
Nýju Phanteks TC14PE örgjörvakælingin er að koma mjög vel út.
Síðan er auðvitað Noctua NHD14 mjög góð og líka allar viftur frá þeim.
Og svo er Corsair H100 góð og einföld vatnskæling. Þetta er ekki custom vatnskæling sem þarf stöðugt viðhald. Og að taka Corsair AF120 fyrir kassaviftur og SP120 á H100 kælinguna.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 11:30
af corflame
Myndi í dag fá mér eitthvað svona: Kassi - Antec P18x, keyrir þokkalega quiet á mid snúningi á meðfylgjandi kassaviftum (hægt að vera með á low-mid-high) móðurborð+CPU - bara eitthvað sem hentar örgjörvanum sem mig langar í eða hefur á. (getur verið hvað sem er) CPU kæling - þumalputtaregla er að kaupa bara eitthvað nógu stórt og dýrt Minni - Skiptir ekki máli hvernig þú færð þér ef þú ætlar ekki að yfirklukka, taka bara frá góðum framleiðanda, tæki 2x8GB Skjákort - Nvidia, komnar ágætis ráðleggingar nú þegar 670, 680 eða jafnvel 660Ti ef þú vilt spara aðeins en samt vera með nógu gott performance í leikjum. PSU - Seasonic, koma vel út úr öllum testum. SSD - Mjög ánægður með minn Crucial M4 disk, ekki sá hraðvirkasti í testum, en mjög áreiðanlegur og þvílíkt stökk frá venjulegum HDD. HDD - 7200rpm diskur, Seagate eða WD (hefði tekið Samsung en Seagate keyptu þá). Skjár - Ánægður með minn Dell U2412.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 17:02
af hjalti8
Swooper skrifaði:Er að spá í Samsung 830 256GB SSD. Fær fín reviews sýnist mér og Samsung diskar eru þekktir fyrir áreiðanleika. Einhver álit á því?
Mjög góður diskur með lága bilanatíðni annað en sandforce diskarnir. Mæli með honum.
Swooper skrifaði:Búinn að vera að skoða þetta í dag og sérstaklega kvöld... Sýnist ég stefna á ASUS GeForce GTX 670 eða 680 Direct CU II... 680 er full dýrt (£400 =~80k ISK á Amazon) en ég finn 670 ekki undir því verði svo það getur verið að maður endi á að splæsa bara í 680.
Afhverju að útliloka AMD? Þeir eru ekki bara með betri kort í dag heldur líka ódýrari.
T.d. er Asus HD 7970 Matrix Platinum mun betra heldur en gtx680 sérstaklega ef þú ferð út í overclock en kostar samt jafn mikið.
dead silent.
Á kortinu er endurbætt útgáfa af Direct CU II kælingunni svo kortið er kalt þó svo maður yfirklukkar það í drasl. Jafnvelt með 1.3 voltum:
Guru3D.com skrifaði:We applied a hint more at 1300 Mv and ended at 1275 MHz with a stable overclock, and that is very nice. The GPU was hardly getting warmer as we reached 68 Degrees C but by compensating the additional heat, the cooler RPM went up and as such the noise level now has risen towards roughly 40~41 DBa, still extremely respectable and silent really.
Annars ef þú villt spara þér pening þá er HD 7950 lang besta kortið fyrir peninginn. T.d. er HD 7970 Vapox-X með mjög fínni kælingu, custom pcb og á mjög góðu verði(238 pund). Yfirklukkað er það betra en gtx 680 sem er nánast tvöfallt dýrara.
og það er silent @ full load:
og öll þessi benchmarks voru gerð áður en Catalyst 12.11 driverinn kom út fyrir stuttu en hann kom þvílíkt vel út fyrir öll 7000 series(GCN) kortin í nánast öllum leikjum og þá sérstaklega BF3 þar sem performance fór upp um allt að 30%.
Svo eru 7970/7950 líka með auka gb í minni vs 680/670 og meiri memory bandwidth sem gerir þau meira future proof og öflugri í leikjum eins og Crysis og metro2033 þar sem bandvíddin spilar inn í, og það sést best þegar maður skoðar minimum frame rates:
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 22:59
af Swooper
Getur kallað það personal preference... Ég er búinn að vera með ATI kort síðustu fjögur ár, hef ekki áhuga á að halda því áfram. Og eins og ég sagði í fyrsta póstinum: Nvidia driverarnir virðast betri í að höndla gamla leiki, sem ég spila alveg inn á milli (eða, myndi gera, ef þeir virkuðu hjá mér...).
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:06
af hjalti8
Swooper skrifaði:Getur kallað það personal preference... Ég er búinn að vera með ATI kort síðustu fjögur ár, hef ekki áhuga á að halda því áfram. Og eins og ég sagði í fyrsta póstinum: Nvidia driverarnir virðast betri í að höndla gamla leiki, sem ég spila alveg inn á milli (eða, myndi gera, ef þeir virkuðu hjá mér...).
hvaða leiki keyra amd kort ekki?
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Fös 09. Nóv 2012 23:44
af Swooper
Uhh, man eftir t.d. að ég reyndi að keyra Age of Wonders II fyrir svona 2 árum, virkaði ekki hjá mér en keyrði fínt hjá félaga mínum sem er með Nvidia kort. Gæti svosem þannig séð verið eitthvað annað, en almennt hafa gamlir leikir keyrt illa eða ekki hjá mér en fínt hjá honum.
Re: Að smíða hljóðláta leikjavél
Sent: Mán 12. Nóv 2012 14:08
af Swooper
Hah, 670 kortið lækkaði í verði á Amazon svo ég pantaði það bara. Var bent á þessa CPU kælingu, held ég muni líklega skella mér á hana. Kemur bjánalega vel út í reviews og ætti að sleppa í kassann.
Fann PSU calculator sem segir mér að ég þurfi lágmark ~424W PSU, 551 ef ég bæti við 2 minniskubbum og öðru skjákorti (ólíklegt, en gæti gerst). Maður tekur augljóslega ekki of nálægt lágmarkinu, hvað mynduði segja að ég þyrfti? 650W? 750W til öryggis (uppá að það væri minna load á PSUinu = minni hávaði, eða er ég á villigötum)?