Síða 1 af 1

VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentials

Sent: Sun 04. Nóv 2012 03:30
af oskarom
Daginn,

Ég er s.s. í smá endurnýjunar pælingum á server málunum hérna heima. Er búinn að vera að keyra Windows Home Server (v1) og hef verið frekar sáttur með hann.

En núna hafa MS cancelað WHS og ég er því að leita að einhverskonar lausn til að koma í staðin, ég hef ekki áhuga á að keyra RAID lausn undir gögnin.

Það sem er ég basicly að sækjast eftir er einhver skonar storage pool eins og WHS bauð uppá, þetta er ofur þægilegt þar sem maður getur svo ákveðið á folder leveli hvað er "safe" og hvað ekki, WHS sá einfaldlega um að það sem átti að vera safe væri til á tveim physical diskum.

Annað sem ég er líka að sækjast eftir er að keyra sem mest virtual, bæði til að nýta járnið undir fleiri vélar, snilld til að prófa ný stýrikerfi, og til að auðvelda svona framtíðar útskiptingar.

Hugmyndin er s.s. að nota VMWare vSphere Hypervisor, skella undir hann 2 diskum í RAID1, einnig verða allar virtual vélar þarna ásamt sýnum system diskum.

Og í staðin fyrir WHS ætla ég að nota Windows Server 2012 Essentials, býður uppá fullt af gúrme sem WHS var með og meira, nema þetta folder level duplication, amk svo ég best viti.

Þá er pæling að vera með staka diska sem hver og einn verður sér datastore á VM levelinu, þá gæti ég t.d. búið til tvö Storage Pool í Essential servernum, annað sem er "safe" og hitt sem er "unsafe". Þetta sem væri "safe" hefur það skilyrði að engir virtual diskar sem það á meiga vera í sama datastore, s.s. sama physical disk. En hitt sem er "unsafe" má hafa virtual diska í hvaða datastore sem er, skiptir ekki neinu máli.

Hvernig lýst ykkur á þessar pælingar?

Eitt sem er að standa í vegi fyrir þessu er að ég finni nógu ódýra RAID stýringu sem VMware styður, ef einhver hérna hefur reynslu af ESXI 5.0/5.1 og veit um einhver ódýr RAID spjöld sem ganga með VMware til sölu hérlendis má hinn sami endilega segja frá :), nb ég þarf ekki nema 2 port og SATAII

kv.
Óskar

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Sun 04. Nóv 2012 04:19
af AntiTrust
DriveExtenderinn eins og þetta var kallað í WHS er kominn í Server 2012/W8 og kallast Storage Spaces. Fyrstu review gefa þessu þó ekkert sérstaka dóma hvað hraða varðar, en ég er búinn að prufa þetta í test setupi með RAID5-alike stillingar og þetta virkar eins vel þar og þeir vilja meina. I/O hraða hef ég þó ekki benchmarkað af neinu viti. Með Storage Spaces sett upp með parity færðu ákveðið redudancy á allar skrár og losnar þar með við duplication þörfina á sumum skrám.

vSphere er rosalega flottur en þú verður þó að hafa í huga að þetta er baremetal hypervisor (líkt og Hyper-V en þó öðruvísi settur upp) og því ekki eins auðvelt að manage diskastæðuna vs. t.d. að nota WS2012 og Hyper-V þar ofaná. Það má líka benda á að það eru talsvert meiri kröfur um ákveðinn vélbúnað þegar kemur að vSphere vs. Hyper-V.

Annað, ég myndi persónulega aldrei nýta sömu diska/diskastæðu undir fileserve hlutverk og VM hosting, upp á að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Þetta er svosem ekki e-ð sem ætti að skipta stóru máli ef álagið verður lítið.

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mán 05. Nóv 2012 10:31
af oskarom
Takk fyrir svarið, ég þarf að prófa parity setupið á Storage Spaces, gæti verið einfaldasta lausnin.

Góður punktur með að nota sömu diska/diskastæðu fyrir fileserver og VM hosting (system), en það er einmit stefnan sem ég tek í þessu, að vera 2 diska í RAID1 undir vSphere ásamt því að vera datastore sem hýsir VM's og þeirra system diska og svo staka diska sem sjá um fileserver hlutann.

En þessi system diskastæða er eina hindrunin sem ég stend frammfyrir núna, svo ég best viti, en ódýrasti RAID controllerinn sem ég hef fundið og vSphere samþykkir kostar rúma 200 USD :/

Helsta ástæðan fyrir því að mig langar að fara vSphere leiðina er sú að ég er þá kominn með almennilegt setup til að gera svona breytingar í framtíðinni og hef mun frjálsari hendur til að ráðast í þær með minni tilkostnaði og tíma.


kv.
Óskar

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mán 05. Nóv 2012 10:44
af Daz
Hugmynd sem ég sá þegar ég var að googla þetta á sínum tíma

But lets say you’re going to host a NAS device inside your virtualized environment, with something like FreeNAS or OpenFiler. Here’s an option: Put three SATA drives into your host. Each drive would then become a data store. Create a virtual machine, and give it three drives, each one contained on a different data store. You can then create a RAID 5 array from the operating system. This would all be software RAID, but performance should be fine.

Source

Eina sem stakk mig var að þegar ég skoðaði FreeNas var talað um 4-6 GB í lágmarksminni.

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mán 05. Nóv 2012 11:25
af oskarom
Áhugaverð grein þarna, takk, þarf að lesa mig í gegnum hana.

Ég virðist geta fengið sama software RAID5 lausn útúr Windows Server 2012 Essentials, ásamt væri ég til í að nota fleiri fídusa sem hann gefur mér og ég fæ hann frítt úr MSDN áskrift sem fylgir minni vinnu. Sé því ekki alveg ástæðu fyrir því að ég fari FreeNas leiðina, myndi bara kosta mig meira af vinnsluminni. En áhugavert nonetheless.

kv.
Óskar

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mið 07. Nóv 2012 10:51
af Hjaltiatla
Skemtileg pæling hjá þér. En þar sem það er verið að ræða þessa hluti þá var ég að velta fyrir mér hvort eitthver af ykkur gæti sagt mér hvort þetta setup myndi virka fyrir að hosta:
2 stk Domain controllerar
1 stk Exchange þjónn
2-4 stk Web server
1 stk File server

Og annað ef maður myndi vilja vera með failover ef annar Hypervisor þjónninn klikkar , er í boði í free version af Esxi að faila yfir á hinn þjóninn ef maður myndi stilla umhverfinu svona ?

Mynd

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mið 07. Nóv 2012 17:22
af AntiTrust
Hmm, þetta myndi líklega ganga hjá þér - EN - það er aldrei mælt með því að keyra Primary Domain Controller í virtual umhverfi, og þá alveg sérstaklega ekki í production scenario. Það virðist bara vera þumalputtaregla í IT heiminum að hafa PDC á physical búnaði og BDC þá á virtual þjóni ef þess þarf. Ég er sjálfur að keyra PDC á low-specced vél heima og svo BDP á virtual vél með prýðisárangri.

Ég þekki ekki failover á ESXi en hef reynslu af Hyper-V clustering með failover og það er temmilega auðvelt í uppsetningu og virkar alveg ótrúlega solid með litlu configgi. Í WS2012 er þetta ennþá auðveldara þar sem ekki er lengur þörf á shared storage (iSCSI) til þess að styðja Live Migration á milli véla.

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:24
af Hjaltiatla
AntiTrust skrifaði:Hmm, þetta myndi líklega ganga hjá þér - EN - það er aldrei mælt með því að keyra Primary Domain Controller í virtual umhverfi, og þá alveg sérstaklega ekki í production scenario. Það virðist bara vera þumalputtaregla í IT heiminum að hafa PDC á physical búnaði og BDC þá á virtual þjóni ef þess þarf. Ég er sjálfur að keyra PDC á low-specced vél heima og svo BDP á virtual vél með prýðisárangri.

Ég þekki ekki failover á ESXi en hef reynslu af Hyper-V clustering með failover og það er temmilega auðvelt í uppsetningu og virkar alveg ótrúlega solid með litlu configgi. Í WS2012 er þetta ennþá auðveldara þar sem ekki er lengur þörf á shared storage (iSCSI) til þess að styðja Live Migration á milli véla.



Ok takk fyrir svarið, þetta er aðallega hugsað fyrir test umhverfi til þess að geta dúndrað nokkrum vélum og fikta með MS Server2008 og 2012, MS Lync,Ms Exchange,Sharepoint ,System center, ubuntu server,nagios, open audit etc.
Jafnvel forrita einföld Custom Web öpp í Php. Gott að vita með að hafa Primary domain controller aldrei í Virtual umhverfi. Hvernig er með nýtingu á resource-um í Hyper-v t.d í vmware (Ef þú borgar ákveðið licensing fee í management forrit hjá þeim er samt ekki viss hvort það er per server,socket eða kjarna) þá er hægt að nýta resource-a þannig að ef mikið álag er á ákveðnum þjóni á eitthverjum X tíma að sá þjónn migrate-i sig ( færi sig) yfir á annan þjón þar sem hann fær úthlutað resource-um eftir þörfum (Gerir það að verkum að hægt er að nýta vélbúnað betur). Það sem ég er að spá er eitthver þrónu á Hyper-v í server 2012 í þessum málum ?

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mið 07. Nóv 2012 20:46
af AntiTrust
Ég veit reyndar ekki hvort að þú getir native látið Hyper-V hoppa með vélar á milli eftir álag hypervisora eftir álagi, en þú getur stillt þetta (minnir mig) allt ef þú notar System Center Virtual Machine Manager (SCVMM) - þar er hægt að búa til ákveðnar reglur sem fara eftir breytum.

Ef þú ferð í að prufa Hyper-V clustering þá mæli ég enn frekar með því að hafa PDCinn physical, annars ertu líklegur til að lenda í helling af vandræðum með PDC hoppandi á milli hypervisora.

Ég veit að það er búið að bæta migration ferlið helling í 2012, það eru m.a. dynamic leiðir til þess og má vel vera að þar sé búið að bæta við option um að migrate-a eftir álagi. Ég fór þó úr 2008 R2 cluster yfir í single machine 2012 server, þekki þetta ekki sjálfur af eigin raun.

Hérna er hinsvegar ágætis pdf með samanburði á 2008R2 vs 2012 Hyper-V: http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=h ... 9Q&cad=rja

Edit: Þekki þetta því miður ekki vel með ESXinn.

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Mið 07. Nóv 2012 21:01
af Hjaltiatla
AntiTrust skrifaði:Ég veit reyndar ekki hvort að þú getir native látið Hyper-V hoppa með vélar á milli eftir álag hypervisora eftir álagi, en þú getur stillt þetta (minnir mig) allt ef þú notar System Center Virtual Machine Manager (SCVMM) - þar er hægt að búa til ákveðnar reglur sem fara eftir breytum.

Ef þú ferð í að prufa Hyper-V clustering þá mæli ég enn frekar með því að hafa PDCinn physical, annars ertu líklegur til að lenda í helling af vandræðum með PDC hoppandi á milli hypervisora.

Ég veit að það er búið að bæta migration ferlið helling í 2012, það eru m.a. dynamic leiðir til þess og má vel vera að þar sé búið að bæta við option um að migrate-a eftir álagi. Ég fór þó úr 2008 R2 cluster yfir í single machine 2012 server, þekki þetta ekki sjálfur af eigin raun.

Hérna er hinsvegar ágætis pdf með samanburði á 2008R2 vs 2012 Hyper-V: http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=h ... 9Q&cad=rja

Edit: Þekki þetta því miður ekki vel með ESXinn.


Ok ,maður les þetta skjal seinna í kvöld :D Það væri strax betra ef maður gæti einfaldlega fylgst með perfmon á ákveðnum þjónum og stillt þá til eftir þörfum.Þannig að Hyper-v er strax byrjað að hljóma betur . Maður er aðallega að velta þessu upp ef maður vill ekki vera að eyða of miklum pening í advanced redundant server-a sem í þokkabót eru flestir nokkuð háværir þannig að það var aðalhugsunin með þessari failover pælingu yfir á annan þjón(a).
Enn og aftur takk fyrir svörin.

Re: VMware vSphere Hypervisor + Windows Server 2012 Essentia

Sent: Fim 08. Nóv 2012 13:50
af oskarom
Það er vissulega ákveðin áhætta af því að keyra DC eða PDC í virtual umhverfi, en sú áhætta er varla til staðar ef menn þekkja hegðun DC mjög vel, sem þeir ættu vissulega að gera ef menn eru að managea svona græjur í production umhverfi.

Fyrir svona lab setup sé ég enga ástæðu fyrir því að keyra PDC á sér járni, nema þú sért að gera tilraunir með Hyper-V clusteringu sem þarf að hafa DC til að ná upp trausti á milli þjónana, ein af ástæðunum afhverju ég myndi kjósa að fara VMware leiðina, og sú ástæða er helst orsök af því að ég þekki DC ekki nógu vel :).

Með failoverið þá er það ekki tilstaðar í fríu útgáfunni af ESXi, sem er ókostur. En ef gestirnir eru allir staðsettir á central datastore þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þú einfaldlega ræsir þá á öðrum ESXi, en það væri alltaf handvirkt og með ungraceful shutdown ef þú lendir í alvarlegu hardware failure á hinum ESXi þjóninum.

Persónulega ætla ég að láta það duga að keyra einn ESXi. Diska setupið verður líklega tveir diskar í RAID1 undir ESXi + Allar virtual vélar og þeirra system diskar, síðan verð ég með X fjölda af 2TB+ diskum sem ég annað hvort nota VMDirectPath I/O til að mounta beint undir Win2012 Essentials server eða bý til sér datastore fyrir hvern og einn af þeim og síðan virtual diska þar.

kv.
Óskar