Síða 1 af 1

Afrita HDD af gamalli vél og búa til VM

Sent: Fös 02. Nóv 2012 13:06
af olafurfo
Sælir vaktarar

Ég er í smá hugleiðingum hérna með Virtual Machine og gamalt stýrikerfi.
Ég er að vinna með kerfi sem krefst laptop frá árinu 98/99 með windows 2000 á honum, algjör hlunkur og djöfulli leiðinlegt að færa hann milli staða (sem ég geri óhemju mikið af). Ég á acer aspire one D255E tölvu sem er lítil og yrði svaka hentug fyrir þetta ef ég gæti keyrt hana á sama stýrikerfi og eldri tölvan.

Það sem mig langar að gera er að vera með Windows 7 uppsett á tölvunni með Virtual Machine sem myndi keyra gömlu tölvuna (clone-a harðadiskinn yfir) til að geta keyrt bæði kerfin. Ég nota aðeins lan tengið og usb tengi, ekkert að hinu dótinu.

Er þetta eitthvað sem væri möguleiki :roll:

Re: Afrita HDD af gamalli vél og búa til VM

Sent: Fös 02. Nóv 2012 13:17
af AntiTrust
Ætti ekki að vera mikið mál, til tól til þess að búa til VM úr physical vélum, bara spurning hvort W2K styðji þessi converter tól. Bæði til frí converter tól frá VMware og 3rd party tól til að búa til vhd (Disk2Vhd).

Ég væri að þessu myndi ég líklega reyna að búa til VHD úr vélinni, verður að gerast með diskinn offline og tengdan við aðra vél, nema þú sért með System Center Virtual Machine Manager við hendina.

Keyra svo VirtualPC, búa til nýja vél og importa svo VHD skránni í nýju vélina. Ef þú setur upp W8 Pro á vélinni hjá þér gætiru notast við embedded Hyper-V sem er talsvert öflugra en VPC, veit þó ekki hvort þörf sé á því.

Re: Afrita HDD af gamalli vél og búa til VM

Sent: Fös 02. Nóv 2012 13:28
af olafurfo
Ég er með borðtölvu sem ég gæti tengt báða diskana við, ætti ég að geta tengt þá báða, tekið afrit af eldri disknum og sett það beint yfir á nýja og vísa VM á það partition/þá skrá í vélinni ?

Eru kanski leiðbeiningar sem þú veist fyrir mig :)