Síða 1 af 1

Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:00
af falcon1
Sælir vaktarar, ég er með skrítið vandamál hérna. Ég er með nýjan Mushkin 120gb Chronos disk og gat ég sett upp win xp-64 bit útgáfuna léttilega og allt virkaði, nú keypti ég win8 uppfærslu og ætlaði bara að setja það "clean" á nýja SSD diskinn. Ég Quick-formattaði SSD drifið og restartaði og lét Win8 installið keyra sig upp af DVD disknum og valdi síðan Custom. Þá fékk ég upp skjá (drifskjár) þar sem drifin voru öll listuð og SSD diskurinn þar á meðal. Vandamálið er að þegar ég reyni annað hvort að formatta eða setja upp Win8 (SSD valið og klikkað á next) að þá er eins og SSD drifið týnist og ég kemst ekkert lengra en 0% í "Windows is preparing files". Eftir 3-5 mínútur fæ ég svo upp error kóða 0x80070003.

Ef það skiptir einhverju máli að þá er SSD diskurinn í dokku sem er tengd esata.

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:02
af Olli
Án þess að fullyrða neitt held ég að það gæti skipt máli, ertu þá ekki að tala um að hann er external, ekki inn í vélinni?

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:03
af Garri

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:04
af Kristján
aldrei, ALDREI!!!!! formata ssd diska.

náðu í intel toolbox á intel síðuni og gerðu secure erase, þar geturu líka skoðað heilsu disksins.

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:07
af GuðjónR
Quick format ætti að vera í lagi en full format ekki...quick eyðir bara HDD index, full format fer ekki vel með SSD.
Erase er málið:
http://www.tomshardware.co.uk/forum/281 ... ick-format

Forrit til þess:
http://eraser.heidi.ie/download.php

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 22:17
af falcon1
Já, SSD diskurinn er external í dokku. :)

Gæti verið að Win8 diskurinn sé eitthvað bilaður?

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fim 01. Nóv 2012 23:21
af Olli
falcon1 skrifaði:Gæti verið að Win8 diskurinn sé eitthvað bilaður?


Það gæti þá eins verið drifið?

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fös 02. Nóv 2012 06:06
af upg8
Geturðu ekki prófað að setja diskinn í venjulegt sata tengi á tölvunni, svo þegar þú ert búinn að quick formata og setja upp stýrikerfið þá getur þú prófað að færa hann í esata tengið aftur.

Re: Win8 vs SSD

Sent: Fös 02. Nóv 2012 17:11
af falcon1
Jæja, ég er búinn að ná að setja Win8 á SSD drifið hjá mér. Ég þurfti að setja SSD drifið inní tölvuna og tengja beint í sata tengi. Ég ákvað bara að svissa gamla stýrakerfisdrifinu sem var hvort sem er orðið gamalt og hafa SSD drifið inní tölvunni. Gengur fínt núna! :)