Síða 1 af 1

Ráðleggingar í sambandi við hackintosh

Sent: Fös 19. Okt 2012 23:07
af Viggi
Sælir vaktamenn.

Þar sem ég er mikill makkamaður og langar að fara uppfæra úr mínum ævaforna imac í nýja turntölvu þá hefur maður lengi litið hýru auga í hackintosh setup en þar sem maður er orðinn soldið illa að sér í pc fræðunum í dag eru ekki einhverjar tölvubúðir hér sem geta skellt öllu því besta sem hægt er að fá í góðan kassa og eina sem maður þarf að gera er að installa os x í gegnum usb lykil? Svo getur maður haft sér disk fyrir windows og allt leikjabrjálæðið.

í stuttu máli, geta menn bent mér á einhverja sérfræðinga í góðri búð sem eru kunnugir í þessum málum :)

Re: Ráðleggingar í sambandi við hackintosh

Sent: Fös 19. Okt 2012 23:35
af upg8
Mæli með því að þú skoðir þetta, þar er talið upp vélbúnað sem er alveg öruggt að virkar, þótt það sé mögulegt að nota annan vélbúnað þá getur það verið meira vesen. http://www.tonymacx86.com/home.php

Re: Ráðleggingar í sambandi við hackintosh

Sent: Lau 20. Okt 2012 01:01
af Farcry
Ég var í svipuðum hugleiðingum og þú , ég setti saman þessa vél viewtopic.php?f=29&t=48120 og er að keyra Windows7 Mac os X lion 10.7(hef ekki komist í að setja Mountain Lion upp ennþá
http://www.tonymacx86.com/home.php er mjög góð síða bara taka sér smá tima í þetta

Re: Ráðleggingar í sambandi við hackintosh

Sent: Sun 21. Okt 2012 23:02
af Viggi
Púslaði grófum lista hérna saman.

Skjákort: GeForce GTX 650
Móðurborð: Gigabyte Z77X-UD5H
Minni: Corsair 1600MHz 16GB (2x8GB)
Aflgjafi: Corsair Carbide 300R
HD: Seagate 1 TB Barracuda
Örgjörvi - 1155 - Intel Core i5-3570K Ivy Bridge
Geisladrif: Samsung 208AB

170 þúsund ef maður verslar þetta af mismunandi aðilum en att.is er með þetta flest. Held að þetta sé alveg málið miðað við 600 þús sérpantaða mac pro.

Vantar skjá og lyklaborð við þetta en samt meira en helmingi ódýrara :)

Mun líklegast hafa sér disk fyrir windows og skoða skjákortin betur en skjákort fyrir meira en 30 þúsund fynst mér full blóðugt