Síða 1 af 1
Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 09:31
af Moldvarpan
Góðann daginn.
Ég á mjög erfitt með að ákveða mig hvaða skjá ég ætla að taka, og langar eiginlega að sjá þá í gangi áður en ég kaupi einhvað, eru allar tölvuverslanirnar með sína skjái til sölu, til sýnis?
Og hvað tölvuskjá mælið ÞIÐ með.
Var búinn að hallast soldið mikið að Benq skjá, en svo fór ég að lesa mig betur til, review eftir review, þá er Benq með blur motions á þessum VA panel tækjum,, samkvæmt notendum.
Arrrrgh.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 09:37
af upg8
Fyrst þarftu að ákveða það í hvað þú ert fyrst og fremst að nota skjáinn. Hvað ertu tilbúinn að eyða miklu og hvað þú þarft stórann skjá.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 10:00
af Moldvarpan
Skjárinn er notaður í allt. Upphæð og stærð óákveðin.
Ég var meira að óska eftir reynslusögum hjá mönnum að þessum skjáum sem standa til boða í dag, í þessum tölvuverslunum.
Miðað við það sem ég las um BenQ í morgun, þá er það eiginlega útúr myndinni, þar sem motion blurr er mikið í leikjum. Slatti af notendum að tala um það í review erlendis.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 10:42
af bAZik
Dell Ultrasharp.
U2412M er gucci
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 11:40
af g0tlife
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 11:47
af ManiO
Ultrasharp línan frá Dell er ansi góð. Einu slæmu sögurnar sem ég hef heyrt eru um gölluð eintök. Gallinn er að þeir eru í dýrari kantinum.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 12:11
af Benzmann
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 13:17
af Cascade
Þar sem þú nefnir ekkert budget ætla ég bara að mæla með skjánum sem ég á, enda finnst mér hann frábær
Dell U2711
Algjör snilld að hafa 2560x1440
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 13:21
af bAZik
Cascade skrifaði:Þar sem þú nefnir ekkert budget ætla ég bara að mæla með skjánum sem ég á, enda finnst mér hann frábær
Dell U2711
Algjör snilld að hafa 2560x1440
Nú já, ekkert budget, skelltu þér á þennann þá:
http://www.eizo.com/global/products/dur ... index.html - 4096 x 2160 upplausn er keppnis.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 16:34
af zetor
Cascade skrifaði:Þar sem þú nefnir ekkert budget ætla ég bara að mæla með skjánum sem ég á, enda finnst mér hann frábær
Dell U2711
Algjör snilld að hafa 2560x1440
Er að hugleiða að kaupa mér þennan skjá. Eitthvað slæmt um hann að segja? Sumir segja að hann hiti vel frá sér. Bý í Þýskalandi, 579 Evrur á Amazon
þykir mér gott verð.
Re: Valkvíði með skjá
Sent: Þri 09. Okt 2012 19:33
af Cascade
zetor skrifaði:Cascade skrifaði:Þar sem þú nefnir ekkert budget ætla ég bara að mæla með skjánum sem ég á, enda finnst mér hann frábær
Dell U2711
Algjör snilld að hafa 2560x1440
Er að hugleiða að kaupa mér þennan skjá. Eitthvað slæmt um hann að segja? Sumir segja að hann hiti vel frá sér. Bý í Þýskalandi, 579 Evrur á Amazon
þykir mér gott verð.
Mér finnst hann algjör snilld og hef ekkert slæmt um hann að segja, algjör snilld fyrir þennan pening. Ég keypti minn einmitt á svipuðu verði í Danmörku