Síða 1 af 1

Docking station virkar ekki (Leist)

Sent: Lau 06. Okt 2012 14:43
af playman
Getur einhver hjálpað mér með HDD dokku sem er á Thermaltake Armor Revo ATX ?
Er búin að prófa 2 mismunandi diska, sem eiga að vera í lagi.
þeir fá allaveganna rafmagn þar sem að þeir snúast.
allir kaplar virðast vera tengdir.

En ég fæ ekkert í my computer, disk management eða í device manager.

Hverju er ég að flaska á?

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 15:11
af AntiTrust
Er SATA snúran úr dokkunni örugglega í sambandi við controller?

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 15:30
af playman
AntiTrust skrifaði:Er SATA snúran úr dokkunni örugglega í sambandi við controller?

Ég held alveg það örugglega.
Manuallin
http://download.gigabyte.eu/FileList/Ma ... ga-z77(h77)-ds3h_e.pdf

Svo smá sketch sem sem ég gerði, það sínir hvar kaplarnir eru tengdir, þá bara kaplarnir úr kassanum.

Er að fara að formatta kem aftur eftir smá ;)

EDIT:
Ég reestartaði vélinni, og þá kom diskurinn upp. maður á ekkert að þurfa þess? er þetta ekki hottswap?

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 15:32
af AntiTrust
Tengið sem þú merkir er bara fyrir USB tengin á kassanum sjálfum. Til þess að HDD dockan virki þarf að vera SATA kapall úr dokkunni og yfir í SATA tengi á móðurborðinu hjá þér.

EDIT: Sá ekki alla myndina, jújú þetta er þá væntanlega tengt rétt hjá þér. HDD stýringin sjálf þarf þó að styðja native hotswap, sem flest borð gera í dag. Stundum þarf að enable-a þetta manualt í BIOS.

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 15:37
af playman
AntiTrust skrifaði:Tengið sem þú merkir er bara fyrir USB tengin á kassanum sjálfum. Til þess að HDD dockan virki þarf að vera SATA kapall úr dokkunni og yfir í SATA tengi á móðurborðinu hjá þér.

Það er teingt, er þaggi?
tveir SATA kapplar sem ég merkti inná myndina í SATA 2 tengjunum, annar fyrir E-sata og hinn fyrir dockuna, right?

AntiTrust skrifaði:EDIT: Sá ekki alla myndina, jújú þetta er þá væntanlega tengt rétt hjá þér. HDD stýringin sjálf þarf þó að styðja native hotswap, sem flest borð gera í dag. Stundum þarf að enable-a þetta manualt í BIOS.

Veistu hvaða stilling það er?

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 18:10
af KermitTheFrog
Annars gætirðu sleppt því að restarta og velja bara "scan for hardware changes" í Device Manager eða "Rescan disks" í Disk Management.

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Lau 06. Okt 2012 18:28
af playman
KermitTheFrog skrifaði:Annars gætirðu sleppt því að restarta og velja bara "scan for hardware changes" í Device Manager eða "Rescan disks" í Disk Management.

Ég prófaði "scan for hardware changes" í Device Manager og það virkaði ekki.

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Sun 07. Okt 2012 00:36
af CurlyWurly
Þarf BIOS ekki að vera stillt á AHCI til þess að hotswap virki?
Minnir a.m.k. að ég hafi lesið það einhversstaðar svo það er spurning að athuga hvað þú ert með stillt á fyrir hörðu diskana í BIOS.

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Sun 07. Okt 2012 00:47
af playman
CurlyWurly skrifaði:Þarf BIOS ekki að vera stillt á AHCI til þess að hotswap virki?
Minnir a.m.k. að ég hafi lesið það einhversstaðar svo það er spurning að athuga hvað þú ert með stillt á fyrir hörðu diskana í BIOS.

Jú er búin að vera að skoða þetta, og sá þá einmitt að AHCI þarf að vera kveikt, er með stillt á AHCI út af SSD, nema að það séu
einhverjir fleyri staðir sem að eru með AHCI stillingum, sem ég hef ekki fundið

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Sun 07. Okt 2012 00:48
af CurlyWurly
playman skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Þarf BIOS ekki að vera stillt á AHCI til þess að hotswap virki?
Minnir a.m.k. að ég hafi lesið það einhversstaðar svo það er spurning að athuga hvað þú ert með stillt á fyrir hörðu diskana í BIOS.

Jú er búin að vera að skoða þetta, og sá þá einmitt að AHCI þarf að vera kveikt, er með stillt á AHCI út af SSD, nema að það séu
einhverjir fleyri staðir sem að eru með AHCI stillingum, sem ég hef ekki fundið

Veit ekki betur en að það þurfi bara að stilla á AHCI í BIOS svo að ég get ekki hjálpað þér meira með þetta :(

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Sun 07. Okt 2012 00:51
af playman
CurlyWurly skrifaði:
playman skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Þarf BIOS ekki að vera stillt á AHCI til þess að hotswap virki?
Minnir a.m.k. að ég hafi lesið það einhversstaðar svo það er spurning að athuga hvað þú ert með stillt á fyrir hörðu diskana í BIOS.

Jú er búin að vera að skoða þetta, og sá þá einmitt að AHCI þarf að vera kveikt, er með stillt á AHCI út af SSD, nema að það séu
einhverjir fleyri staðir sem að eru með AHCI stillingum, sem ég hef ekki fundið

Veit ekki betur en að það þurfi bara að stilla á AHCI í BIOS svo að ég get ekki hjálpað þér meira með þetta :(

takk fyrir það :happy þarf bara að skoða BIOSinn betur

Re: Docking station virkar ekki

Sent: Mið 17. Okt 2012 13:25
af playman
CurlyWurly skrifaði:Þarf BIOS ekki að vera stillt á AHCI til þess að hotswap virki?
Minnir a.m.k. að ég hafi lesið það einhversstaðar svo það er spurning að athuga hvað þú ert með stillt á fyrir hörðu diskana í BIOS.

Þurfti að virkja hot swaping á móðurborðinu fyrir sata tengið sem að dockan er tengd í.

Þannig að þetta er komið í lag :P :happy