Síða 1 af 1

Consumer SSD diskar í netþjóna

Sent: Þri 02. Okt 2012 10:14
af agustik
Daginn.

Ég er að velta fyrir mér SSD diskum.

Það sem ég þarf eru 4 diskar diskar 60GB plús.

hugmyndin er að vera með 2 IBM blöð. 16GB ram, 2 SSD diska í hvoru, diskarnir myndu yrðu speglaðir að hluta (um 16gb) og stripaðir að hluta (rest)

ég keyri svo FreeBSD á báðum og HAST (TCP/IP replication, high available storage), ZFS file system og iSCSI.

bæði blöðin eru svo tengd við 10x 10K RPM FC diska í skúffu, í RAID 5

16GB hlutinn af SSD yrði notaður fyrir ZFS ZIL (syncronous ram write back) og restin um 80GB í L2ARC (cache)

Diskarnir sem þarf þurfa að uppfylla þessi skilyrði:

1. Góð ending. (þarf að halda uppi 99.9% uppitíma)
2. Write og Read að lágmarki 320mb/s (SAS backplane)
3. 6000+ IOPS.
4. skikkanlegt verð.. gæti farið í Enterprise SLC diska... een.. $$$, þetta verður rekið fyrir góðgerðar samtök.
Með áhuga á góð svör.