Síða 1 af 1
Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 16:43
af IL2
Ég er með Gigabyte GA-M59SLI móðurborð. Ég fæ ekkert á skjáinn.
Skjákort er í lagi
Örgjafi er í lagi
Aflgjafi er í lagi, gamli var ónýtur.
Minni er í lagi
Ekkert annað sett í hana.
Hún ræsir sig og allar viftur snúast, kemur eitt stutt bip sem mér skilst að þýði að bios hafi ræst. Ég bara fæ ekkert á skjáinn. Einhverjar hugmyndir?
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 16:46
af Yawnk
IL2 skrifaði:Ég er með Gigabyte GA-M59SLI móðurborð. Ég fæ ekkert á skjáinn.
Skjákort er í lagi
Örgjafi er í lagi
Aflgjafi er í lagi, gamli var ónýtur.
Minni er í lagi
Ekkert annað sett í hana.
Hún ræsir sig og allar viftur snúast, kemur eitt stutt bip sem mér skilst að þýði að bios hafi ræst. Ég bara fæ ekkert á skjáinn. Einhverjar hugmyndir?
Er skjárinn í lagi?

Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 16:48
af IL2
Já, gleymdi að setja inn að þetta var allt prófað í annari tölvu.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 16:57
af playman
IL2 skrifaði:Já, gleymdi að setja inn að þetta var allt prófað í annari tölvu.
en ertu þá búin að prófa aðra hluti á þessu móðurborði. það er möguleiki á að það sé farið.
Einnig ertu búin að restora BIOSin?
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 17:01
af Hnykill
Bara svo það sé komið á hreint.. ertu nokkuð með innbyggt skjákort á móðurborðinu ? ..og búinn að prófa setja skjásnúruna í það ?
Var einhver hérna um daginn að gráta yfir sömu vandræðum.. og þetta var víst allt sem þurfti :Þ
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 20:19
af IL2
Ég var víst að ljúga þessu með vifturnar. Svona að vera að þessu langt fram á nótt. Viftan á skjákortinu snýst ekki og fær þarfa leiðandi líklega ekki rafmagn. Líklega hefur fyrri eigandi steikt aflgjafan og eitthvað í móðurborðinu um leið.
Ekki innbyggt skjákort og tók CMOS batteríið úr í einhverja tíma.
Jæja, maður á þá þennan fína Chieftec kassa og ágætis örgjafakælingu.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 20:55
af IL2
Er möguleiki ef minnið er ekki nógu stórt að það skapi vandamál?
Annars prófaði ég að setja PC Analyser kort sem ég keypti úti í Tælandi fyrir helv...mörgum árum í og það gaf mér up villukvóða 10. Nú er bara að finna út úr því hvað hann þýðir. Annars finnst mér skrýtið að bipið í byrjun segir að allt sé í lagi.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 22:49
af Hnykill
Ef skjákortið er í lagi en fær ekki straum frá móðurborðinu þá er greiningin alveg kominn.. dauð PCI-E rauf "eða AGP" á móðurborðinu :/ ..passar þannig lagað.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Sun 23. Sep 2012 23:05
af IL2
Já, get alveg verið sammála því. Hins vegar fá PCI raufarnar straum því að PC Analyser kortið fær straum. Spurning um einhverja stýringu á MB sem stýrir straumnum yfir á PCI-E raufarnar sé brunnin yfir. Reyndar stendur bíbið dálítið í mér sbr.
http://pcsupport.about.com/od/fixthepro ... -codes.htm.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Fös 28. Sep 2012 20:28
af IL2
Get ég notað PCI Skjákort í PCI rauf til að komast inn á Bios? Sá einhverstaðar að ef það verður eitthvað vesen með COSMO eða annað að BIOS getur breytt sér.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Fös 28. Sep 2012 20:42
af mundivalur
Þú átt að geta notað þá hina pci-e raufina virkar það ekki !
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Fös 28. Sep 2012 23:23
af IL2
Nei, það eru 3 PCI-E raufar og engin virðist virka.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Lau 29. Sep 2012 09:40
af mundivalur
Já ég gleymdi því að þú verður að komast í bios-inn til að láta hina pci-e raufina vera nr 1 ! veit ekki hvort það virki að hafa skjákortið í pci-e X8 raufinni og reset-a bios !
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Lau 29. Sep 2012 09:57
af IL2
Nei, þess vegna er ég að velta fyrir mér með PCI kort.
Re: Vandræði, kemur ekki skjámynd.
Sent: Lau 29. Sep 2012 16:27
af IL2
Þessi hrökk í gang. Ég veit ekki útaf hverju, en ég skipti um minni. PX7600 kort sem virkar í annari tölvu, virkaði ekki en 9800GTX kort virkaði.