Síða 1 af 1

Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 15:26
af Squinchy
Núna var ég að skoða uppfærslu á vinnsluminni hjá mér, leitaði að upplysingum um móðurborð
http://www.gigabyte.com/products/produc ... id=2755#sp
Og það er talað um "Supports dual channel DDR2 800/667/533/400 DIMMs"

Þegar talað er um Dual channel 800 er þá verið að tala um 2x 400MHz kubba ?

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 15:42
af TraustiSig
Sæll.

Nei það er verið að tala umþað að þetta móðurborð styður 2 vinnsluminnisplötur.

DDR2 800/667/533/400 DIMMs

Semsagt DDR2 minnisplötur 800mhz og niður.

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 15:50
af Squinchy
Okei gæti ég þá notað 2x pc2-6400 kubba
eins og t.d. þessi http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1588 ?

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 17:14
af mercury
Squinchy skrifaði:Okei gæti ég þá notað 2x pc2-6400 kubba
eins og t.d. þessi http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1588 ?

indeed.

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 17:15
af Hnykill
Þessir passa já..

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 17:18
af Kjáni
Þarft líka að muna að vera með 64Bita stýrikerfi til að notfæra þér öll þessi 8Gb :happy

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Mán 17. Sep 2012 18:03
af Squinchy
Snilld, takk fyrir fljót svör.

Var einmitt að setja upp 64 w7 í gær, en þetta verður nú bara 4GB sem kemst í þennan forngrip :P

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Þri 18. Sep 2012 01:33
af Squinchy
Þar sem ég átti einn 6400 kubb fyrir verslaði ég bara 1.stk
Í slot 1 var 333MHz kubbur, slot 2 6400 kubburinn og virkaði fínnt þannig

Ég tók úr slot 1 og setti nýja 6400 kubbinn í, gamli 6400 var enn í slot 2, þá ræsir vélin sig ekki og vælir bara, ef ég víxla slot 1 og 2 kubbonum þá ræsir vélin sig inn í w7 en frís svo eftir stutta notkun

ef ég nota bara nýja kubbinn í slot 1 virkar vélin lengi, ef ég nota gamla 6400 kubbinn í slot 1 ræsir vélin sig inn í w7 en frís svo eftir stutta notkun

ef ég set aftur vélina eins og hún var fyrst 333 í slot 1 og gamla 6400 kubbinn í slot 2 virkar vélin lengi, sama ef ég sen nýja kubbinn í slot 2

er vélin að trolla mig með stillingum eða er eitthvað bilað ?

einnig sé ég að kubbarnir eru bara að keyra á 400MHz

:catgotmyballs

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Þri 18. Sep 2012 02:54
af Hnykill
Þarft eflaust að fara í Bios og setja á stillingar sem bæði minnin þola..

er að fara sofa svo ég hjálpa þér á morgun ef þú ert ekki búinn að redda þessu.. hvaða móðurborð ertu með annars?

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Þri 18. Sep 2012 09:26
af playman
Ef þú setur 333(667MHz) kubb með 400(800MHz) kub þá ertu ekki að nýta þér fulla eiginleika 800MHz kubbsins,
þar sem að 800MHz mun keyra sig niður í 667MHz.
Einnig, ástæðan fyrir því að þú sjáir bara 400MHz en ekki 800MHz er vegna þess að þetta er DDR kubbur (Dual Data Rate)
Se þíðir að 800MHz er tvöfaldur hraði af raunhraðanum sem er 400MHz

Re: Vinnsluminnis pælingar

Sent: Þri 18. Sep 2012 14:59
af Squinchy
Hnykill: Það væri snilld, er ekkert að botna í þessu
Þetta er móðurborðið sem ég er að nota:
http://www.gigabyte.com/products/produc ... id=2755#sp