Síða 1 af 1

Endurbætur og nýr kassi

Sent: Þri 11. Sep 2012 13:42
af AciD_RaiN
Bara svona upp á gamanið þá er ég að gera tilbúið til að færa yfir í nýjan kassa og síðustu daga er ég búinn að vera með tímabundinn vélbúnað í vélinni hjá mér. Skelli inn einni mynd áður en ég byrja að rífa allt í sundur. Skelli svo inn myndum á morgun þegar allt verður komið í nýja kassann :)

Svona er tölvan mín akkúrat núna. 8800 GTS hangandi í vír og stock kæling á örgjörvanum... Horror...
Mynd

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Fös 14. Sep 2012 23:16
af AciD_RaiN
Jæja tafðist aðeins en hérna er þetta komið í nýjan kassa. Hvað finnst ykkur??

Mynd

Eg er með official sponsor á viftustýringum en er bara ekki kominn með stýringuna sem verður í þessum kassa þannig ég má ekki láta sjást stýringuna sem ég er að nota tímabundið á forumum...
Mynd

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Fös 14. Sep 2012 23:26
af playman
nice :D nú vantar bara myndir af honum í dimmu.

P.S.
Hverninn varðstu sponsoraður?

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Fös 14. Sep 2012 23:34
af GuðjónR
Þú ert snillingur!
Þetta eiturgræna er bara flott!!!!

:happy

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Fös 14. Sep 2012 23:41
af Eiiki
Djöfull er þetta ógeðslega stílhreint og flott hjá þér maður. Til hamingju! :)

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Fös 14. Sep 2012 23:55
af Plushy
where ist das like buttons?? :D

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:29
af AciD_RaiN
playman skrifaði:nice :D nú vantar bara myndir af honum í dimmu.

P.S.
Hverninn varðstu sponsoraður?

Skal redda mynd af honum í myrkri á eftir. En hvernig var ég sponsaður? Hangi á öllum stóru forummunum alla daga. Er með worklog hér

GuðjónR skrifaði:Þú ert snillingur!
Þetta eiturgræna er bara flott!!!!

:happy

Lét blanda fyrir mig bílalakk eftir litnum á bílnum (Skids) í transformers myndinni

Og takk fyrir hrósin. Næ vonandi að klára þetta í næsta mánuði og get þá farið að einbeita mér að næsta kassa ;)

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:35
af Gunnar Andri
Flott hjá þér kall, búið að vera gaman að fylgjast með þessu

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:36
af Tiger
Vel gert. Engin leið að taka límmiðana af afgjafanum? Eru eins og skrattin frá Sauðárkróki þarna!

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:42
af AciD_RaiN
Gunnar Andri skrifaði:Flott hjá þér kall, búið að vera gaman að fylgjast með þessu

Þú átt nú líka smá hlut í því að þetta sé orðið að veruleika ;)
Tiger skrifaði:Vel gert. Engin leið að taka límmiðana af afgjafanum? Eru eins og skrattin frá Sauðárkróki þarna!

Ég er að fara að láta skera út fyrir mig ál til að búa til PSU cover sem ég ætla svo að gera smá pretty :)

Fleiri myndir og í myrkri og eitthvað rugl

Mynd
Mynd
Mynd

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:44
af Klaufi
Tókstu til í horninu við hliðina á skápnum eða settirðu spegil fyrir það?

:lol:

Annars er þetta mega flott hjá þér!

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:45
af mercury
þarna sé ég viftustýringu :D

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:46
af AciD_RaiN
Klaufi skrifaði:Tókstu til í horninu við hliðina á skápnum eða settirðu spegil fyrir það?

:lol:

Annars er þetta mega flott hjá þér!

hahahaha takk en ég er búinn að taka til í horninu og er bara með stafla af plastkössum fullum af vatskælidóti og modding dóti. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þessir 15fm sem ég bý í eru svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, tölvuherbergi og modding aðstaða...

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:50
af playman
AciD_RaiN skrifaði:Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þessir 15fm sem ég bý í eru svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, tölvuherbergi og modding aðstaða...

Mér þykir þú helvíti nægjusamur :happy

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 00:53
af AciD_RaiN
mercury skrifaði:þarna sé ég viftustýringu :D

:-$ "Those are not the droids you're looking for"

playman skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þessir 15fm sem ég bý í eru svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, tölvuherbergi og modding aðstaða...

Mér þykir þú helvíti nægjusamur :happy


Verður maður ekki að gera það besta úr því sem maður hefur. Ég á risa stóra búslóð sem er búin að vera í geymslu í næstum 2 ár eða síðan ég varð gjaldþrota ;)

Edit: Ef einhver hefur áhuga á að skoða eitthvað af því sem ég er að brasa tölvutengt þá eru albúmin opin með öllu tölvutengdu á facebookinu mínu http://www.facebook.com/birkir.ingimars/photos_albums

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 02:26
af Ulli
Flottasta og beztasta psu!
:happy

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 15. Sep 2012 02:54
af AciD_RaiN
Ulli skrifaði:Flottasta og beztasta psu!
:happy

Nei mér finnst það frekar ljótt en það er æðislegt þrátt fyrir það ;)

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Þri 25. Sep 2012 16:59
af AciD_RaiN
Jæja Ég er þá officially búinn. Skelli inn einni mynd áður en ég fer að vinna og skal svo setja fleiri í kvöld ;)

Mynd

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Þri 25. Sep 2012 17:05
af vesley
Hrikalega flott!

Mætti bara laga aðeins plötuna yfir drifunum.

Þarf svo að fara að skella myndum af vélinni minni sem er vopnuð SATA köplum frá þér ;)

Hvernig gerðiru annars þessi cover ?

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Þri 25. Sep 2012 19:19
af mundivalur
helvíti góð mynd :happy og vínil filman kemur ansi vel út !

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Þri 25. Sep 2012 22:38
af AciD_RaiN
vesley skrifaði:Hrikalega flott!

Mætti bara laga aðeins plötuna yfir drifunum.

Þarf svo að fara að skella myndum af vélinni minni sem er vopnuð SATA köplum frá þér ;)

Hvernig gerðiru annars þessi cover ?

Mældi bara lengdirnar og lét beygja fyrir mig álplötu eftir því og pantaði mér svo Di-Noc til að setja yfir þetta.

Hvernig finnst þér að mætti laga plötuna þá? Ertu ekki annars að tala um þessa með Di-Noc vínilnum á?

mundivalur skrifaði:helvíti góð mynd :happy og vínil filman kemur ansi vel út !

Takk fyrir það kall ;)

Fleiri myndir

Mynd
Mynd
Mynd

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Mið 26. Sep 2012 14:19
af AciD_RaiN
Tiger skrifaði:Vel gert. Engin leið að taka límmiðana af afgjafanum? Eru eins og skrattin frá Sauðárkróki þarna!

Spurning hvað þér finnst um þetta núna :catgotmyballs

Svo er worklogið mitt hérna http://forums.bit-tech.net/showthread.php?t=237244

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Mið 26. Sep 2012 14:47
af FreyrGauti
Flott gert hjá þér, tveir hlutir sem ég myndi breyta/bæta við.
Setja aðra plötu við neðripartinn á drivecage'unum, s.s. þar sem neðri rad'inn sést í gegnum eitthver göt.
Reyna græja mesh þar sem þú skarst út hjá handfanginu.

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Mið 26. Sep 2012 14:51
af AciD_RaiN
FreyrGauti skrifaði:Flott gert hjá þér, tveir hlutir sem ég myndi breyta/bæta við.
Setja aðra plötu við neðripartinn á drivecage'unum, s.s. þar sem neðri rad'inn sést í gegnum eitthver göt.
Reyna græja mesh þar sem þú skarst út hjá handfanginu.

Ég var búinn að ákveða að setja akríl plötu með di-noc á neðri partinn en þetta með meshið þá ákvað ég að sleppa því svo ég þyrfti ekki að láta blanda lit fyrir 7 þús kall bara til að spreyja það og svo er restin af litnum ónýtur...

Re: Endurbætur og nýr kassi

Sent: Lau 13. Okt 2012 14:59
af AciD_RaiN
nvidia ákváðu að fá "lánaðar" myndir hjá mér í leyfisleysi um daginn og edita aðeins litinn á þeim og skella link á facebook síðuna sína með. Kannski smá heiður þrátt fyrir að vera dónaskapur að gera svona í leyfisleysi :P
Þeir reyndar settu link á worklogið mitt sem fékk svo einahver 4-5 þúsund hits á 3 dögum hehehe
Mynd