Síða 1 af 1

Ódýr leikjatölva

Sent: Sun 09. Sep 2012 18:31
af krooos
Sælir vaktarar. Ég er að fara versla fyrstu tölvuna mína í rúm 10 ár. Ég er því miður ekki með mikið vit á þessu lengur og því bið ég um ykkar álit.

Ég hafði hugsað mér tölvuna í netráp og létta leikjaspilun, geri þó ekki miklar kröfur um bestu hugsanleg gæði. Budgetið mitt er um 100-120k, en ekki meira en það. Ég hafði hugsað mér að nýta gamalt geisladrif og bæta við SSD disk og skjá seinna í haust.

Helstu kröfur mínar eru 8gb minni, 1gb í HDD og ágætis skjákort sem ræður við nýlega leiki. Einnig væri gaman ef tölvan hefði góða uppfærslumöguleika. Annars er ég opinn fyrir öllum hugmyndum.

Hérna er setupið sem ég bjó til. Endilega drullið yfir það og segið ykkar skoðun, þar sem ég hef takmarkað vit á þessu.

Örri: Intel Core i5-3450 3.1GHz, LGA1155, Quad-Core, 6MB cache, Retail : http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2199 28.900

Vinnisluminni: Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline : http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2231 7.900

Kassi: EZ-cool K-660 ATX Turnkassi (500W) : http://kisildalur.is/?p=2&id=1236 13.500

Skjákort: PNY NVIDIA GeForce GTX550 Ti 1GB, 2xDVI-I & Mini-HDMI : http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_35_77&products_id=2025 : 19.900

HDD: Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 64MB í flýtiminni, 7200sn : http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_39_80&products_id=2002 : 14.900

Móðurborð: ASRock P67 Pro3 ATX Intel LGA1155 : http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634 : 19.900

Þetta eru 105.000.

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Sun 09. Sep 2012 18:45
af niCky-
Lýtur mjög vel út, eina sem eg myndi breyta væri að taka HD6850 fram yfir þetta kort, kostar að vísu smá meira, svo hef ég líka verið að sjá þessi kort auglýst til sölu hér á svona 15-20k

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Sun 09. Sep 2012 22:41
af krooos
já takk, var einmitt ekki viss með þetta kort, ertu með link á kortið sem þú talar um? finn það ekki

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Sun 09. Sep 2012 22:46
af Zorky
ég mundi taka þetta frekar GTX560TI

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Mán 10. Sep 2012 01:07
af krooos
http://www.tolvulistinn.is/vara/23808 : Sapphire Radeon HD6850 1GB GDDR5
Lýst nokkuð vel á þetta m.v það sem ég hef lesið.
Held að GTX560Ti sé kannski svolítið dýrt fyrir mig.

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Mán 10. Sep 2012 12:15
af Klemmi
Mæli með því að splæsa 4000kr.- enn og taka 2TB disk í staðin :)

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Mán 10. Sep 2012 12:32
af littli-Jake
Ef að gömlu HDD's eru Sata2 ( ekki viss þar sem það er svona svaðalega langt síðan þú uppfærðir síðast) gætir þú alveg nítt þá áfram og sett þennan 15K sem þú sparar í betra skjákort. Ég mundi frekar taka 560Ti. 550 er eginlega ekkert leikjakort.

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Mán 10. Sep 2012 13:32
af Ratorinn
Uppsettningin flott. Myndi reyna ef þú gætir að taka GTX560.
Og taka þennan fram yfir EZ-cool http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... ssi-hvitur Sýnist reyndar ekki vera aflgjafi :-k

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Mán 10. Sep 2012 23:17
af krooos
Já GTX560 lookar mjög vel. En varðandi kassann og aflgjafann sem ég er með í listanum fyrir ofan, er ekki svolítið shaky að runna þetta á noname 500W aflgjafa?

Re: Ódýr leikjatölva

Sent: Þri 11. Sep 2012 13:09
af Ratorinn
650W er super.
Þannig ég myndi taka 650-700W aflgjafa plús Thermaltake kassan :P