Síða 1 af 1

HP pavilion dv6000 svartur skjár

Sent: Lau 08. Sep 2012 18:57
af Krissinn
Ég er með HP pavilion dv6000 fartölvu og þegar maður kveikir á henni þá kveiknar ekki á skjánum, Það kemur bara svona píb hljóð fyrst eitt stutt svo annað aðeins lengra svo gerist ekkert meira, Samt virðist haldast kveikt á henni en skjárinn er alltaf svartur.

Hér er mynd af henni:

Mynd

Re: HP pavilion dv6000 svartur skjár

Sent: Lau 08. Sep 2012 19:01
af Yawnk
Athugaðu bara hvað þessi sérstaka röð af beepum gerir á þessari tölvu, prófaðu að lesa þetta http://www.notebookforums.com/t/209666/ ... ep-problem

Kannski er þetta eitthvað sem gæti hjálpað þér

Re: HP pavilion dv6000 svartur skjár

Sent: Lau 08. Sep 2012 20:08
af Krissinn
Var að komast að því að þessi sería að HP tölvum væri gölluð, kælilerfisvandamál,móðurborðsvandamál. Sumir hafa prófað ýmis trick og það virðist virka hjá þeim en ekki hjá mér. Þannig að ég ætla að reyna að koma henni í viðgerð :)

Re: HP pavilion dv6000 svartur skjár

Sent: Lau 08. Sep 2012 20:26
af beggi90
Gríðarlega algengt að skjástýringin á móðurborðinu fari í þessum vélum.

Re: HP pavilion dv6000 svartur skjár

Sent: Lau 08. Sep 2012 20:48
af Hargo
Sennilega þarftu að skipta um móðurborðið til að fá hana í lag. Ég hef bæði prófað að baka borðið og nota hitabyssu á svona vélar, þær fara yfirleitt í gang en duga ekkert mjög lengi. Ef þú myndir vilja permanent viðgerð á sjálfu móðurborðinu þarftu að losa skjákortsstýringuna af móðurborðinu, hreinsa tinið og setja nýtt. Kallast reballing. Ég veit ekki til þess að margir bjóði upp á þetta, minnir þó að FixIt hafi verið með svona reballing græju.

Hér sérðu hvernig reballing á GPU er framkvæmt:
http://www.youtube.com/watch?v=Oub-CnIwHaM&feature=related